Enski boltinn

Ætla að banna veð­mála­aug­lýsingar framan á búningum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Isak fagnar marki með Newcastle en félagið mun skipta um aðalstyrktaraðila fyrir næstu leiktíð.
Alexander Isak fagnar marki með Newcastle en félagið mun skipta um aðalstyrktaraðila fyrir næstu leiktíð. Getty/Naomi Baker

Félögin í ensku úrvalsdeildinni eru sögð hafa náð samkomulagi um það að banna veðmálaauglýsingar framan á búningum liða.

Veðmálafyrirtæki hafa verið að færa sig upp á skaftið og eru alltaf að vera meira áberandi í hópi auglýsenda.

Veðmál eru beintengd íþróttum og það er mikið veðjað á úrslit í ensku úrvalsdeildinni.

The Times segir að félögin í ensku úrvalsdeildinni munu hittast í dag og ganga endanlega frá þessari nýju reglu.

Breytingarnar munu síðan taka gildi á þriggja ára tímabili.

Átta af tuttugu liðum í ensku úrvalsdeildinni eru með veðmálafyrirtæki sem sinn aðal auglýsenda á búningum.

Af þessum átta eru Fulham og Newcastle sem hafa bæði þegar tekið ákvörðum um að breyta um aðalstyrktaraðila fyrir næsta tímabil.

Það er samt búist við því að félögin megi halda inni minni auglýsingum frá veðmálafyrirtækjum á búningunum.

Samkvæmt frétt The Times þá mun ónefnt félag tapa 1,6 milljörðum þegar það missir sinn aðalstyrktaraðila. Þessi reglubreyting gæti því komið sumum félögum mjög illa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×