Þurfti að fela hneigð sína til kvenfatnaðar: „Svona er ég mótaður og svona er ég bara“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. mars 2023 22:01 Birgir segir fata- og förðunarval sitt vera hluta af sér, hann sé svona og fólk taki því almennt vel. Konan hans hafi aldrei fett fingur út í kyntjáningu hans og hann hafi aldrei lent í vandræðum. karlmennskan.is „Ég er með mjög óljósar minningar af því að vera sex eða sjö ára að máta nælonsokka upp í sveit og ég veit ekkert hvað þetta er,” segir Biggi Veira eða Birgir Þórarinsson tónlistarmaður og meðlimur GusGus. Í viðtali í hlaðvarpsþættinum Karlmennskan er klæðaburður Birgis meðal annars til umfjöllunar en Birgir hefur oft vakið athygli fyrir að klæða sig á óhefðbundinn hátt, miðað við karlmann, og er oftast í hefðbundnum kvenmannsfatnaði. „Svona er ég mótaður og svona er ég bara. Það er ekkert að því. Þú getur verið með tilgátur um að það sé hægt að laga mig með laser eða heilaskurðaðgerð. En ég er svona. Samfélagið bjó mig til, ég á rétt á því að vera svona og þetta er í lagi.“ Í skápnum til aldamóta Birgir lýsir því hvernig hann þurfti að fela hneigð sína til kvenfatnaðar, meðal annars fyrir kærustunum sínum en hann kom út fyrir núverandi konu sinni í kringum aldamótin. „Þegar ég byrja með núverandi konunni minni [1998] þá segi ég henni þetta strax. Fram að því hafði ég hulið þetta frá kærustunum mínum. Ég var inni í skápnum með þetta. Þetta var ekkert í lagi. Í næntísinu var þetta bara frekar frumstætt.“ Birgir segir fata- og förðunarval sitt vera hluta af sér, hann sé svona og fólk taki því almennt vel. Konan hans hafi aldrei fett fingur út í kyntjáningu hans og hann hafi aldrei lent í vandræðum. „Kannski kemst ég frekar upp með að vera svona af því að ég er tónlistarmaður.“ Átti að vera venjulegur „Fyrst reyna foreldrar þínir að að temja þig, svo er þér kennt að temja þig sjálfur. Þú ert settur í ábyrgð að vera þinn eigin pískur með þá fordóma sem þér eru innrættir. Það var erfiðast að glíma við það af því að þeir fara ekki,“ segir Birgir og vísar þar til þess að í hans eigin uppeldi hafi honum verið innrættar hugmyndir og fordómar sem áttu að koma í veg fyrir áföll og vandræði, sem hafði litað líf móður hans. „Móðir mín var alin upp í mikilli fátækt og hennar helsta markmið var bara ekkert helvítis rugl. Hún vildi ekki að ég þyrfti að upplifa allt þunglyndið, sjálfsvígin og ógeðið sem hún hafði þurft að upplifa.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í helstu hlaðvarpsveitum og horfa í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Jafnréttismál Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Í viðtali í hlaðvarpsþættinum Karlmennskan er klæðaburður Birgis meðal annars til umfjöllunar en Birgir hefur oft vakið athygli fyrir að klæða sig á óhefðbundinn hátt, miðað við karlmann, og er oftast í hefðbundnum kvenmannsfatnaði. „Svona er ég mótaður og svona er ég bara. Það er ekkert að því. Þú getur verið með tilgátur um að það sé hægt að laga mig með laser eða heilaskurðaðgerð. En ég er svona. Samfélagið bjó mig til, ég á rétt á því að vera svona og þetta er í lagi.“ Í skápnum til aldamóta Birgir lýsir því hvernig hann þurfti að fela hneigð sína til kvenfatnaðar, meðal annars fyrir kærustunum sínum en hann kom út fyrir núverandi konu sinni í kringum aldamótin. „Þegar ég byrja með núverandi konunni minni [1998] þá segi ég henni þetta strax. Fram að því hafði ég hulið þetta frá kærustunum mínum. Ég var inni í skápnum með þetta. Þetta var ekkert í lagi. Í næntísinu var þetta bara frekar frumstætt.“ Birgir segir fata- og förðunarval sitt vera hluta af sér, hann sé svona og fólk taki því almennt vel. Konan hans hafi aldrei fett fingur út í kyntjáningu hans og hann hafi aldrei lent í vandræðum. „Kannski kemst ég frekar upp með að vera svona af því að ég er tónlistarmaður.“ Átti að vera venjulegur „Fyrst reyna foreldrar þínir að að temja þig, svo er þér kennt að temja þig sjálfur. Þú ert settur í ábyrgð að vera þinn eigin pískur með þá fordóma sem þér eru innrættir. Það var erfiðast að glíma við það af því að þeir fara ekki,“ segir Birgir og vísar þar til þess að í hans eigin uppeldi hafi honum verið innrættar hugmyndir og fordómar sem áttu að koma í veg fyrir áföll og vandræði, sem hafði litað líf móður hans. „Móðir mín var alin upp í mikilli fátækt og hennar helsta markmið var bara ekkert helvítis rugl. Hún vildi ekki að ég þyrfti að upplifa allt þunglyndið, sjálfsvígin og ógeðið sem hún hafði þurft að upplifa.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í helstu hlaðvarpsveitum og horfa í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Jafnréttismál Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira