Þurfti að fela hneigð sína til kvenfatnaðar: „Svona er ég mótaður og svona er ég bara“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. mars 2023 22:01 Birgir segir fata- og förðunarval sitt vera hluta af sér, hann sé svona og fólk taki því almennt vel. Konan hans hafi aldrei fett fingur út í kyntjáningu hans og hann hafi aldrei lent í vandræðum. karlmennskan.is „Ég er með mjög óljósar minningar af því að vera sex eða sjö ára að máta nælonsokka upp í sveit og ég veit ekkert hvað þetta er,” segir Biggi Veira eða Birgir Þórarinsson tónlistarmaður og meðlimur GusGus. Í viðtali í hlaðvarpsþættinum Karlmennskan er klæðaburður Birgis meðal annars til umfjöllunar en Birgir hefur oft vakið athygli fyrir að klæða sig á óhefðbundinn hátt, miðað við karlmann, og er oftast í hefðbundnum kvenmannsfatnaði. „Svona er ég mótaður og svona er ég bara. Það er ekkert að því. Þú getur verið með tilgátur um að það sé hægt að laga mig með laser eða heilaskurðaðgerð. En ég er svona. Samfélagið bjó mig til, ég á rétt á því að vera svona og þetta er í lagi.“ Í skápnum til aldamóta Birgir lýsir því hvernig hann þurfti að fela hneigð sína til kvenfatnaðar, meðal annars fyrir kærustunum sínum en hann kom út fyrir núverandi konu sinni í kringum aldamótin. „Þegar ég byrja með núverandi konunni minni [1998] þá segi ég henni þetta strax. Fram að því hafði ég hulið þetta frá kærustunum mínum. Ég var inni í skápnum með þetta. Þetta var ekkert í lagi. Í næntísinu var þetta bara frekar frumstætt.“ Birgir segir fata- og förðunarval sitt vera hluta af sér, hann sé svona og fólk taki því almennt vel. Konan hans hafi aldrei fett fingur út í kyntjáningu hans og hann hafi aldrei lent í vandræðum. „Kannski kemst ég frekar upp með að vera svona af því að ég er tónlistarmaður.“ Átti að vera venjulegur „Fyrst reyna foreldrar þínir að að temja þig, svo er þér kennt að temja þig sjálfur. Þú ert settur í ábyrgð að vera þinn eigin pískur með þá fordóma sem þér eru innrættir. Það var erfiðast að glíma við það af því að þeir fara ekki,“ segir Birgir og vísar þar til þess að í hans eigin uppeldi hafi honum verið innrættar hugmyndir og fordómar sem áttu að koma í veg fyrir áföll og vandræði, sem hafði litað líf móður hans. „Móðir mín var alin upp í mikilli fátækt og hennar helsta markmið var bara ekkert helvítis rugl. Hún vildi ekki að ég þyrfti að upplifa allt þunglyndið, sjálfsvígin og ógeðið sem hún hafði þurft að upplifa.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í helstu hlaðvarpsveitum og horfa í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Jafnréttismál Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
Í viðtali í hlaðvarpsþættinum Karlmennskan er klæðaburður Birgis meðal annars til umfjöllunar en Birgir hefur oft vakið athygli fyrir að klæða sig á óhefðbundinn hátt, miðað við karlmann, og er oftast í hefðbundnum kvenmannsfatnaði. „Svona er ég mótaður og svona er ég bara. Það er ekkert að því. Þú getur verið með tilgátur um að það sé hægt að laga mig með laser eða heilaskurðaðgerð. En ég er svona. Samfélagið bjó mig til, ég á rétt á því að vera svona og þetta er í lagi.“ Í skápnum til aldamóta Birgir lýsir því hvernig hann þurfti að fela hneigð sína til kvenfatnaðar, meðal annars fyrir kærustunum sínum en hann kom út fyrir núverandi konu sinni í kringum aldamótin. „Þegar ég byrja með núverandi konunni minni [1998] þá segi ég henni þetta strax. Fram að því hafði ég hulið þetta frá kærustunum mínum. Ég var inni í skápnum með þetta. Þetta var ekkert í lagi. Í næntísinu var þetta bara frekar frumstætt.“ Birgir segir fata- og förðunarval sitt vera hluta af sér, hann sé svona og fólk taki því almennt vel. Konan hans hafi aldrei fett fingur út í kyntjáningu hans og hann hafi aldrei lent í vandræðum. „Kannski kemst ég frekar upp með að vera svona af því að ég er tónlistarmaður.“ Átti að vera venjulegur „Fyrst reyna foreldrar þínir að að temja þig, svo er þér kennt að temja þig sjálfur. Þú ert settur í ábyrgð að vera þinn eigin pískur með þá fordóma sem þér eru innrættir. Það var erfiðast að glíma við það af því að þeir fara ekki,“ segir Birgir og vísar þar til þess að í hans eigin uppeldi hafi honum verið innrættar hugmyndir og fordómar sem áttu að koma í veg fyrir áföll og vandræði, sem hafði litað líf móður hans. „Móðir mín var alin upp í mikilli fátækt og hennar helsta markmið var bara ekkert helvítis rugl. Hún vildi ekki að ég þyrfti að upplifa allt þunglyndið, sjálfsvígin og ógeðið sem hún hafði þurft að upplifa.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í helstu hlaðvarpsveitum og horfa í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Jafnréttismál Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira