„Mikilvægt í svona leikjum að skora mark snemma“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. mars 2023 18:45 Jón Dagur í baráttunni í dag. vísir/Getty Jón Dagur Þorsteinsson átti góðan leik fyrir íslenska landsliðið þegar liðið vann stórsigur á Liechtenstein í undankeppni EM í dag Leiknum lauk með 0-7 sigri Íslands og er um að ræða stærsta sigur Íslands í mótsleik. „Það er gott en auðvitað var þetta eitthvað sem við áttum að geta gert. Þetta var skyldusigur en við kláruðum samt vel og það er gott að geta lagt hinn leikinn til hliðar og farið með bros á vör úr þessu verkefni,“ sagði Jón Dagur um stórsigurinn. Aron Einar gerði þrennu fyrir íslenska liðið en hann var í leikbanni gegn Bosníu. Tvö marka Arons komu eftir hornspyrnu frá Jóni Degi. „Nei það voru kannski ekki margir sem bjuggust við því (að Aron myndi skora þrennu) en bara geggjað fyrir hann. Hann þakkaði mér fyrir stoðsendingarnar en það er bara gaman að sjá kallinn skora þrjú,“ sagði Jón Dagur. Hann segir mikilvægt að hafa náð inn marki snemma gegn liði sem spilar jafn varnarsinnaðan fótbolta og Liechtenstein. „Það er mjög mikilvægt í svona leikjum að ná marki snemma. Annars hefðu þeir getað byggt upp sjálfstraust. Þetta var gullfallegt mark í byrjun og gott að fá markið snemma.“ „Þetta voru auðvitað mikil vonbrigði í fyrsta leik. Menn voru búnir að bíða lengi eftir þeim leik og að fá svona skell var mjög erfitt. Það er gott að svara því svona,“ sagði Jón Dagur áður en hann var spurður að því hvort gagnrýnin eftir þann leik hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. „Mér sýndist allavega ekki,“ sagði Jón Dagur, sposkur á svip. Klippa: Jón Dagur Þorsteinsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir úr sigrinum gegn Liechtenstein: Margir góðir en Aron og Jón Dagur báru af Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur er liðið heimsótti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 2024 í dag. Eftir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í þeim síðari og margir leikmenn íslenska liðsins geta gengið sáttir frá borði. 26. mars 2023 18:10 Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 0-7 | Fyrirliðinn gerði þrennu í markasúpu Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. mars 2023 17:55 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Leiknum lauk með 0-7 sigri Íslands og er um að ræða stærsta sigur Íslands í mótsleik. „Það er gott en auðvitað var þetta eitthvað sem við áttum að geta gert. Þetta var skyldusigur en við kláruðum samt vel og það er gott að geta lagt hinn leikinn til hliðar og farið með bros á vör úr þessu verkefni,“ sagði Jón Dagur um stórsigurinn. Aron Einar gerði þrennu fyrir íslenska liðið en hann var í leikbanni gegn Bosníu. Tvö marka Arons komu eftir hornspyrnu frá Jóni Degi. „Nei það voru kannski ekki margir sem bjuggust við því (að Aron myndi skora þrennu) en bara geggjað fyrir hann. Hann þakkaði mér fyrir stoðsendingarnar en það er bara gaman að sjá kallinn skora þrjú,“ sagði Jón Dagur. Hann segir mikilvægt að hafa náð inn marki snemma gegn liði sem spilar jafn varnarsinnaðan fótbolta og Liechtenstein. „Það er mjög mikilvægt í svona leikjum að ná marki snemma. Annars hefðu þeir getað byggt upp sjálfstraust. Þetta var gullfallegt mark í byrjun og gott að fá markið snemma.“ „Þetta voru auðvitað mikil vonbrigði í fyrsta leik. Menn voru búnir að bíða lengi eftir þeim leik og að fá svona skell var mjög erfitt. Það er gott að svara því svona,“ sagði Jón Dagur áður en hann var spurður að því hvort gagnrýnin eftir þann leik hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. „Mér sýndist allavega ekki,“ sagði Jón Dagur, sposkur á svip. Klippa: Jón Dagur Þorsteinsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir úr sigrinum gegn Liechtenstein: Margir góðir en Aron og Jón Dagur báru af Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur er liðið heimsótti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 2024 í dag. Eftir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í þeim síðari og margir leikmenn íslenska liðsins geta gengið sáttir frá borði. 26. mars 2023 18:10 Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 0-7 | Fyrirliðinn gerði þrennu í markasúpu Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. mars 2023 17:55 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Einkunnir úr sigrinum gegn Liechtenstein: Margir góðir en Aron og Jón Dagur báru af Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur er liðið heimsótti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 2024 í dag. Eftir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í þeim síðari og margir leikmenn íslenska liðsins geta gengið sáttir frá borði. 26. mars 2023 18:10
Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 0-7 | Fyrirliðinn gerði þrennu í markasúpu Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. mars 2023 17:55