Úrslitahelgi Stórmeistaramótsins hefst í kvöld: Nær einhver að skáka Dusty? Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. mars 2023 11:45 Atlantic Esports mætir Dusty í fyrri undanúrslitaviðureign kvöldsins áður en FH og Þór eigast við. Undanúrslit Stórmeistaramóts Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO fara fram í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi í kvöld. Ríkjandi meistarar Dusty hafa einokað titilinn seinustu ár og stefna í úrslit enn eina ferðina. Þó eru blikur á lofti sem benda til þess að einokunartíma Dusty gæti senn farið að ljúka. Atlantic Esports og Þór veittu Dusty harða samkeppni um deildarmeistaratitilinn í ár og réðust úrslitin í raun ekki fyrr en í lokaumferðinni. Dusty og Atlantic mætast einmitt í fyrri viðureign kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi klukkan 17:30. Baráttan um deildarmeistaratitilinn var ekki sú eina sem var jöfn og spennandi frá upphafi til enda í Ljósleiðaradeildinni í ár því fjögur lið börðust um fjórða sætið fram á seinustu stundu. Þar á meðal var FH sem mætir Þórsurum í síðari undanúrslitaviðureign kvöldsins klukkan 20:30. Svona lítur Stórmeistaramótið út. Bein útsending frá Stórmeistaramótinu hefst á slaginu klukkan 17:00 og verður mikið um að vera í kringum leikina. Úrslitin sjálf fara svo fram á morgun og að þeim loknum fer fram CS:GO verðlaunahátíðin þar sem bjartasta vonin, leikmaður ársins og lið ársins verða meðal þeirra sem verða heiðruð. Þá verður einnig nóg um að vera í Arena, þjóðarleikvangi rafíþrótta á Íslandi, á meðan undanúrslit og úrslit fara fram. Leikirnir verða þar sýndir á risaskjá og að útsendingu lokinni fer verðlaunahátíðin fram. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Þó eru blikur á lofti sem benda til þess að einokunartíma Dusty gæti senn farið að ljúka. Atlantic Esports og Þór veittu Dusty harða samkeppni um deildarmeistaratitilinn í ár og réðust úrslitin í raun ekki fyrr en í lokaumferðinni. Dusty og Atlantic mætast einmitt í fyrri viðureign kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi klukkan 17:30. Baráttan um deildarmeistaratitilinn var ekki sú eina sem var jöfn og spennandi frá upphafi til enda í Ljósleiðaradeildinni í ár því fjögur lið börðust um fjórða sætið fram á seinustu stundu. Þar á meðal var FH sem mætir Þórsurum í síðari undanúrslitaviðureign kvöldsins klukkan 20:30. Svona lítur Stórmeistaramótið út. Bein útsending frá Stórmeistaramótinu hefst á slaginu klukkan 17:00 og verður mikið um að vera í kringum leikina. Úrslitin sjálf fara svo fram á morgun og að þeim loknum fer fram CS:GO verðlaunahátíðin þar sem bjartasta vonin, leikmaður ársins og lið ársins verða meðal þeirra sem verða heiðruð. Þá verður einnig nóg um að vera í Arena, þjóðarleikvangi rafíþrótta á Íslandi, á meðan undanúrslit og úrslit fara fram. Leikirnir verða þar sýndir á risaskjá og að útsendingu lokinni fer verðlaunahátíðin fram.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira