„Ekkert nýtt og engin geimvísindi“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2023 22:37 Arnór Ingvi Traustason í baráttunni í Bosníu í kvöld þar sem Ísland varð að sætta sig við 3-0 tap. EPA-EFE/FEHIM DEMIR Arnór Ingvi Traustason sagði engin geimvísindi fólgin í því fyrir sig að spila í nýju hlutverki í landsliðinu sem aftasti miðjumaður, í 3-0 tapinu gegn Bosníu í kvöld. Hann segir enga taugaveiklun í liðinu vegna úrslitanna. „Við vorum bara ekki nægilega góðir. Ekki nægilega þéttir. Það gekk nánast ekkert upp. Þeir leyfðu okkur að hafa boltann og biðu eftir að við gerðum okkar mistök. Við áttum að loka á skotið í þriðja markinu en þeir nýttu færin sín tvö í fyrri hálfleik vel,“ sagði Arnór Ingvi í viðtali við Vísi strax eftir leik. „Við byrjuðum þetta ekki nægilega vel. En það er ekkert panik. Þetta er rétt að byrja og þetta er fyrsti leikur. Það er nóg eftir. Þar liggur okkar fókus,“ sagði Arnór. Aðspurður hvort eitthvað óöryggi hefði verið í vörninni, án sterkra manna á borð við Aron Einar Gunnarsson og Sverri Inga Ingason, svaraði Arnór: „Nei, alls ekki. Við vorum bara ekki nægilega þéttir. Það fór einhvern veginn allt í gegnum okkur, sem við viljum alls ekki. Þeir bara refsuðu okkur.“ Spurður út í stöðu sína sem aftasti miðjumaður svaraði Arnór, sem nær alltaf hefur leikið framar á vellinum í íslenska liðinu: „Ég var alveg klár. Það er bara undir mér komið að taka þessa stöðu. Ég hef spilað hana aðeins með Norrköping, þar sem við spilum með tvær sexur en ekki eina sexu. Þetta er ekkert nýtt og engin geimvísindi.“ Arnór sagði að nú færi íslenska liðið upp á hótel, jafnaði sig og færi yfir leikinn, og myndi svo vinna Liechtenstein á sunnudaginn. Hann vildi ekki gera of mikið úr þýðingu leiksins í kvöld þó að ljóst sé að baráttan um að komast upp úr riðlinum verði sennilega við Bosníu. „Það er hægt að hugsa þetta sem úrslitaleik og eitthvað en þetta er bara einn leikur, fyrsti leikur í riðlinum, og það er nóg eftir. Ekkert panik.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Kallað eftir höfði Arnars á Twitter: „Gerðu öllum greiða og segðu af þér“ Skoðanir Íslendinga á Twitter voru á einn veg eftir og á meðan á leik Íslands og Bosníu stóð í undankeppni EM karla í fótbolta í kvöld. Kallað var ákaft eftir því að Arnar Þór Viðarsson hætti sem þjálfari íslenska liðsins. 23. mars 2023 22:15 Umfjöllun: Bosnía - Ísland 3-0 | Ný undankeppni en sömu vandamálin Ísland byrjaði undankeppni EM 2024 á 3-0 tapi gegn Bosníu á Bilino Polje-vellinum. Varnarleikur Íslands var hreinasta hörmung sem skilaði Bosníu þremur mörkum. 23. mars 2023 21:45 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
„Við vorum bara ekki nægilega góðir. Ekki nægilega þéttir. Það gekk nánast ekkert upp. Þeir leyfðu okkur að hafa boltann og biðu eftir að við gerðum okkar mistök. Við áttum að loka á skotið í þriðja markinu en þeir nýttu færin sín tvö í fyrri hálfleik vel,“ sagði Arnór Ingvi í viðtali við Vísi strax eftir leik. „Við byrjuðum þetta ekki nægilega vel. En það er ekkert panik. Þetta er rétt að byrja og þetta er fyrsti leikur. Það er nóg eftir. Þar liggur okkar fókus,“ sagði Arnór. Aðspurður hvort eitthvað óöryggi hefði verið í vörninni, án sterkra manna á borð við Aron Einar Gunnarsson og Sverri Inga Ingason, svaraði Arnór: „Nei, alls ekki. Við vorum bara ekki nægilega þéttir. Það fór einhvern veginn allt í gegnum okkur, sem við viljum alls ekki. Þeir bara refsuðu okkur.“ Spurður út í stöðu sína sem aftasti miðjumaður svaraði Arnór, sem nær alltaf hefur leikið framar á vellinum í íslenska liðinu: „Ég var alveg klár. Það er bara undir mér komið að taka þessa stöðu. Ég hef spilað hana aðeins með Norrköping, þar sem við spilum með tvær sexur en ekki eina sexu. Þetta er ekkert nýtt og engin geimvísindi.“ Arnór sagði að nú færi íslenska liðið upp á hótel, jafnaði sig og færi yfir leikinn, og myndi svo vinna Liechtenstein á sunnudaginn. Hann vildi ekki gera of mikið úr þýðingu leiksins í kvöld þó að ljóst sé að baráttan um að komast upp úr riðlinum verði sennilega við Bosníu. „Það er hægt að hugsa þetta sem úrslitaleik og eitthvað en þetta er bara einn leikur, fyrsti leikur í riðlinum, og það er nóg eftir. Ekkert panik.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Kallað eftir höfði Arnars á Twitter: „Gerðu öllum greiða og segðu af þér“ Skoðanir Íslendinga á Twitter voru á einn veg eftir og á meðan á leik Íslands og Bosníu stóð í undankeppni EM karla í fótbolta í kvöld. Kallað var ákaft eftir því að Arnar Þór Viðarsson hætti sem þjálfari íslenska liðsins. 23. mars 2023 22:15 Umfjöllun: Bosnía - Ísland 3-0 | Ný undankeppni en sömu vandamálin Ísland byrjaði undankeppni EM 2024 á 3-0 tapi gegn Bosníu á Bilino Polje-vellinum. Varnarleikur Íslands var hreinasta hörmung sem skilaði Bosníu þremur mörkum. 23. mars 2023 21:45 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Kallað eftir höfði Arnars á Twitter: „Gerðu öllum greiða og segðu af þér“ Skoðanir Íslendinga á Twitter voru á einn veg eftir og á meðan á leik Íslands og Bosníu stóð í undankeppni EM karla í fótbolta í kvöld. Kallað var ákaft eftir því að Arnar Þór Viðarsson hætti sem þjálfari íslenska liðsins. 23. mars 2023 22:15
Umfjöllun: Bosnía - Ísland 3-0 | Ný undankeppni en sömu vandamálin Ísland byrjaði undankeppni EM 2024 á 3-0 tapi gegn Bosníu á Bilino Polje-vellinum. Varnarleikur Íslands var hreinasta hörmung sem skilaði Bosníu þremur mörkum. 23. mars 2023 21:45