Rætt var við kvensjúkdómalækni og hjúkrunarfræðing um hormóna og breytingaskeiðið og hvers konar meðferðir eru í boði. Í þættinum var farið yfir grindarbotninn og skoðað íslenskt fæðubótamerki sérhannað fyrir konur á mismunandi stigum lífsins og einnig rætt við markþjálfa sem sérhæfir sig í ráðgjöf fyrir konur á breytingaskeiðinu.
„Einkennin eru mestmegnis þvagleki sem er kannski mest í umræðunni en það getur líka verið hægðaleki eða loftleki. Svo getur verið sig á grindarlíffærum og síðan geta komið fram verkir t.d. í kynlífi eða bara svona mjaðmaverkir í daglegu lífi,“ segir Fanney Magnúsdóttir sjúkraþjálfari um grindabotnsvandamál kvenna sem koma oft fram eftir barnsburð.
„Konur á öllum aldri geta verið með grindabotnsvandamál en líkurnar aukast með hækkandi aldri. Konur upplifa oft sig eftir fæðingu,“ segir Fanney sem fór yfir nokkrar æfingar sem hægt er að gera til að sporna við grindabotnsvandamálum.
Þættirnir Spegilmyndin fjalla um allt sem tengist því nýjasta í lýtalækningum, heilsu, mataræði, umhirðu húðar og öðru sem tengist fegurð.