„Gömlu hundarnir ættu að geta smitað ýmsu út frá sér“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2023 10:30 Hannes Þ. Sigurðsson lék á sínum tíma þrettán A-landsleiki fyrir Ísland og spilaði meðal annars með núverandi þjálfarateymi liðsins. Stöð 2 og Getty/Ian Walton Hannes Þ. Sigurðsson heilsaði upp á gamla vini á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í aðdraganda leiksins við Bosníu í kvöld. Hann segir Ísland klárlega eiga tækifæri á að komast á EM og fagnar endurkomu reynslubolta í liðið. Eftir langan feril sem atvinnumaður í hinum ýmsu löndum er Hannes nú búsettur í Þýskalandi þar sem hann þjálfar lið Wacker Burghausen í D-deild. Hannes nýtti því tækifærið þegar Ísland æfði í München í vikunni til að kíkja á æfingu en hann lék á sínum tíma með landsliðsþjálfurunum Arnari Þór Viðarssyni og Jóhannesi Karli Guðjónssyni í íslenska landsliðinu. Raunar náði Hannes einnig að spila með fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni þegar Aron var að hefja sinn hundrað leikja landsliðsferil árið 2008. Hannes ræddi við Vísi eftir landsliðsæfingu og má sjá viðtalið hér að neðan, en liðið flaug svo til Bosníu í gær og mætir þar heimamönnum í kvöld klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Klippa: Hannes vill sjá gamla félaga komast á EM „Eins og allir þá reyni ég að halda eins miklu sambandi við Ísland og mögulegt er. Oftar en ekki, ef maður hefur ekki tíma til að tala við fólk, þá er það í gegnum podcöst og almennt umræðuna. Þess vegna er líka mjög gott að koma og sjá hvað er í gangi, því oft er umræðan kannski á villugötum. Fókusinn ekki á það verkefni sem er í gangi. En það er gaman að sjá þann léttleika sem ríkir hér og almenna trú á verkefnið,“ sagði Hannes eftir æfingu landsliðsins. Honum líst vel á samsetningu íslenska hópsins nú þegar ný undankeppni stórmóts er að hefjast, og fagnar því að þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson séu nú allir til taks, þó að Aron missi reyndar af leiknum í kvöld vegna leikbanns. „Mjög mikilvægt að gömlu strákarnir séu komnir aftur“ „Ég held að það sé mjög mikilvægt að gömlu strákarnir séu komnir aftur. Þeir hafa gert þetta allt áður og koma með ákveðinn kúltur, vilja og trú inn í liðið. Það mun hjálpa þessum ungu strákum sem eru gríðarlega efnilegir, að átta sig á því að þrátt fyrir að við séum Ísland þá er það yfirleitt í hausnum sem það ræðst hvort að menn hafi trú á því sem er í gangi. Ef þér tekst að fjarlægja þau takmörk sem þykja eðlileg og vinna sem ein liðsheild í að ná ákveðnum markmiðum… Við höfum sýnt áður að við getum gert það og þessi nýja kynslóð þarf líka að læra það. Þess vegna er frábært að sjá að menn eins og Jói, Alfreð og Aron séu komnir aftur inn,“ segir Hannes. Hann tekur undir að riðill Íslands gefi tækifæri á að komast aftur á stórmót: „Alveg klárlega. Helstu andstæðingar okkar, Bosnía og Slóvakía, hafa hvorugt verið að skila frábærum úrslitum undanfarið. Það er enginn að segja að þetta verði létt verkefni en það er klárlega möguleiki fyrir okkur að komast aftur á stórmót. Ég er viss um að liðið muni sýna það að bæði andlega og líkamlega séu menn klárir í það. Aðalatriðið er að hafa trú á þessu. Gömlu hundarnir ættu að geta smitað ýmsu út frá sér og ég er viss um að við munum ná þeim markmiðum,“ segir Hannes sem einnig ræddi um starf sitt í Þýskalandi og fleira í viðtalinu hér að ofan. Ísland mætir Bosníu klukkan 19:45 í kvöld í Zenica í Bosníu. Vísir fylgir liðinu eftir og mun lýsa leiknum beint á vefnum auk þess að gera allt saman upp í leikslok. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Sjá meira
Eftir langan feril sem atvinnumaður í hinum ýmsu löndum er Hannes nú búsettur í Þýskalandi þar sem hann þjálfar lið Wacker Burghausen í D-deild. Hannes nýtti því tækifærið þegar Ísland æfði í München í vikunni til að kíkja á æfingu en hann lék á sínum tíma með landsliðsþjálfurunum Arnari Þór Viðarssyni og Jóhannesi Karli Guðjónssyni í íslenska landsliðinu. Raunar náði Hannes einnig að spila með fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni þegar Aron var að hefja sinn hundrað leikja landsliðsferil árið 2008. Hannes ræddi við Vísi eftir landsliðsæfingu og má sjá viðtalið hér að neðan, en liðið flaug svo til Bosníu í gær og mætir þar heimamönnum í kvöld klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Klippa: Hannes vill sjá gamla félaga komast á EM „Eins og allir þá reyni ég að halda eins miklu sambandi við Ísland og mögulegt er. Oftar en ekki, ef maður hefur ekki tíma til að tala við fólk, þá er það í gegnum podcöst og almennt umræðuna. Þess vegna er líka mjög gott að koma og sjá hvað er í gangi, því oft er umræðan kannski á villugötum. Fókusinn ekki á það verkefni sem er í gangi. En það er gaman að sjá þann léttleika sem ríkir hér og almenna trú á verkefnið,“ sagði Hannes eftir æfingu landsliðsins. Honum líst vel á samsetningu íslenska hópsins nú þegar ný undankeppni stórmóts er að hefjast, og fagnar því að þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson séu nú allir til taks, þó að Aron missi reyndar af leiknum í kvöld vegna leikbanns. „Mjög mikilvægt að gömlu strákarnir séu komnir aftur“ „Ég held að það sé mjög mikilvægt að gömlu strákarnir séu komnir aftur. Þeir hafa gert þetta allt áður og koma með ákveðinn kúltur, vilja og trú inn í liðið. Það mun hjálpa þessum ungu strákum sem eru gríðarlega efnilegir, að átta sig á því að þrátt fyrir að við séum Ísland þá er það yfirleitt í hausnum sem það ræðst hvort að menn hafi trú á því sem er í gangi. Ef þér tekst að fjarlægja þau takmörk sem þykja eðlileg og vinna sem ein liðsheild í að ná ákveðnum markmiðum… Við höfum sýnt áður að við getum gert það og þessi nýja kynslóð þarf líka að læra það. Þess vegna er frábært að sjá að menn eins og Jói, Alfreð og Aron séu komnir aftur inn,“ segir Hannes. Hann tekur undir að riðill Íslands gefi tækifæri á að komast aftur á stórmót: „Alveg klárlega. Helstu andstæðingar okkar, Bosnía og Slóvakía, hafa hvorugt verið að skila frábærum úrslitum undanfarið. Það er enginn að segja að þetta verði létt verkefni en það er klárlega möguleiki fyrir okkur að komast aftur á stórmót. Ég er viss um að liðið muni sýna það að bæði andlega og líkamlega séu menn klárir í það. Aðalatriðið er að hafa trú á þessu. Gömlu hundarnir ættu að geta smitað ýmsu út frá sér og ég er viss um að við munum ná þeim markmiðum,“ segir Hannes sem einnig ræddi um starf sitt í Þýskalandi og fleira í viðtalinu hér að ofan. Ísland mætir Bosníu klukkan 19:45 í kvöld í Zenica í Bosníu. Vísir fylgir liðinu eftir og mun lýsa leiknum beint á vefnum auk þess að gera allt saman upp í leikslok.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Sjá meira