„Gömlu hundarnir ættu að geta smitað ýmsu út frá sér“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2023 10:30 Hannes Þ. Sigurðsson lék á sínum tíma þrettán A-landsleiki fyrir Ísland og spilaði meðal annars með núverandi þjálfarateymi liðsins. Stöð 2 og Getty/Ian Walton Hannes Þ. Sigurðsson heilsaði upp á gamla vini á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í aðdraganda leiksins við Bosníu í kvöld. Hann segir Ísland klárlega eiga tækifæri á að komast á EM og fagnar endurkomu reynslubolta í liðið. Eftir langan feril sem atvinnumaður í hinum ýmsu löndum er Hannes nú búsettur í Þýskalandi þar sem hann þjálfar lið Wacker Burghausen í D-deild. Hannes nýtti því tækifærið þegar Ísland æfði í München í vikunni til að kíkja á æfingu en hann lék á sínum tíma með landsliðsþjálfurunum Arnari Þór Viðarssyni og Jóhannesi Karli Guðjónssyni í íslenska landsliðinu. Raunar náði Hannes einnig að spila með fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni þegar Aron var að hefja sinn hundrað leikja landsliðsferil árið 2008. Hannes ræddi við Vísi eftir landsliðsæfingu og má sjá viðtalið hér að neðan, en liðið flaug svo til Bosníu í gær og mætir þar heimamönnum í kvöld klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Klippa: Hannes vill sjá gamla félaga komast á EM „Eins og allir þá reyni ég að halda eins miklu sambandi við Ísland og mögulegt er. Oftar en ekki, ef maður hefur ekki tíma til að tala við fólk, þá er það í gegnum podcöst og almennt umræðuna. Þess vegna er líka mjög gott að koma og sjá hvað er í gangi, því oft er umræðan kannski á villugötum. Fókusinn ekki á það verkefni sem er í gangi. En það er gaman að sjá þann léttleika sem ríkir hér og almenna trú á verkefnið,“ sagði Hannes eftir æfingu landsliðsins. Honum líst vel á samsetningu íslenska hópsins nú þegar ný undankeppni stórmóts er að hefjast, og fagnar því að þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson séu nú allir til taks, þó að Aron missi reyndar af leiknum í kvöld vegna leikbanns. „Mjög mikilvægt að gömlu strákarnir séu komnir aftur“ „Ég held að það sé mjög mikilvægt að gömlu strákarnir séu komnir aftur. Þeir hafa gert þetta allt áður og koma með ákveðinn kúltur, vilja og trú inn í liðið. Það mun hjálpa þessum ungu strákum sem eru gríðarlega efnilegir, að átta sig á því að þrátt fyrir að við séum Ísland þá er það yfirleitt í hausnum sem það ræðst hvort að menn hafi trú á því sem er í gangi. Ef þér tekst að fjarlægja þau takmörk sem þykja eðlileg og vinna sem ein liðsheild í að ná ákveðnum markmiðum… Við höfum sýnt áður að við getum gert það og þessi nýja kynslóð þarf líka að læra það. Þess vegna er frábært að sjá að menn eins og Jói, Alfreð og Aron séu komnir aftur inn,“ segir Hannes. Hann tekur undir að riðill Íslands gefi tækifæri á að komast aftur á stórmót: „Alveg klárlega. Helstu andstæðingar okkar, Bosnía og Slóvakía, hafa hvorugt verið að skila frábærum úrslitum undanfarið. Það er enginn að segja að þetta verði létt verkefni en það er klárlega möguleiki fyrir okkur að komast aftur á stórmót. Ég er viss um að liðið muni sýna það að bæði andlega og líkamlega séu menn klárir í það. Aðalatriðið er að hafa trú á þessu. Gömlu hundarnir ættu að geta smitað ýmsu út frá sér og ég er viss um að við munum ná þeim markmiðum,“ segir Hannes sem einnig ræddi um starf sitt í Þýskalandi og fleira í viðtalinu hér að ofan. Ísland mætir Bosníu klukkan 19:45 í kvöld í Zenica í Bosníu. Vísir fylgir liðinu eftir og mun lýsa leiknum beint á vefnum auk þess að gera allt saman upp í leikslok. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Eftir langan feril sem atvinnumaður í hinum ýmsu löndum er Hannes nú búsettur í Þýskalandi þar sem hann þjálfar lið Wacker Burghausen í D-deild. Hannes nýtti því tækifærið þegar Ísland æfði í München í vikunni til að kíkja á æfingu en hann lék á sínum tíma með landsliðsþjálfurunum Arnari Þór Viðarssyni og Jóhannesi Karli Guðjónssyni í íslenska landsliðinu. Raunar náði Hannes einnig að spila með fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni þegar Aron var að hefja sinn hundrað leikja landsliðsferil árið 2008. Hannes ræddi við Vísi eftir landsliðsæfingu og má sjá viðtalið hér að neðan, en liðið flaug svo til Bosníu í gær og mætir þar heimamönnum í kvöld klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Klippa: Hannes vill sjá gamla félaga komast á EM „Eins og allir þá reyni ég að halda eins miklu sambandi við Ísland og mögulegt er. Oftar en ekki, ef maður hefur ekki tíma til að tala við fólk, þá er það í gegnum podcöst og almennt umræðuna. Þess vegna er líka mjög gott að koma og sjá hvað er í gangi, því oft er umræðan kannski á villugötum. Fókusinn ekki á það verkefni sem er í gangi. En það er gaman að sjá þann léttleika sem ríkir hér og almenna trú á verkefnið,“ sagði Hannes eftir æfingu landsliðsins. Honum líst vel á samsetningu íslenska hópsins nú þegar ný undankeppni stórmóts er að hefjast, og fagnar því að þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson séu nú allir til taks, þó að Aron missi reyndar af leiknum í kvöld vegna leikbanns. „Mjög mikilvægt að gömlu strákarnir séu komnir aftur“ „Ég held að það sé mjög mikilvægt að gömlu strákarnir séu komnir aftur. Þeir hafa gert þetta allt áður og koma með ákveðinn kúltur, vilja og trú inn í liðið. Það mun hjálpa þessum ungu strákum sem eru gríðarlega efnilegir, að átta sig á því að þrátt fyrir að við séum Ísland þá er það yfirleitt í hausnum sem það ræðst hvort að menn hafi trú á því sem er í gangi. Ef þér tekst að fjarlægja þau takmörk sem þykja eðlileg og vinna sem ein liðsheild í að ná ákveðnum markmiðum… Við höfum sýnt áður að við getum gert það og þessi nýja kynslóð þarf líka að læra það. Þess vegna er frábært að sjá að menn eins og Jói, Alfreð og Aron séu komnir aftur inn,“ segir Hannes. Hann tekur undir að riðill Íslands gefi tækifæri á að komast aftur á stórmót: „Alveg klárlega. Helstu andstæðingar okkar, Bosnía og Slóvakía, hafa hvorugt verið að skila frábærum úrslitum undanfarið. Það er enginn að segja að þetta verði létt verkefni en það er klárlega möguleiki fyrir okkur að komast aftur á stórmót. Ég er viss um að liðið muni sýna það að bæði andlega og líkamlega séu menn klárir í það. Aðalatriðið er að hafa trú á þessu. Gömlu hundarnir ættu að geta smitað ýmsu út frá sér og ég er viss um að við munum ná þeim markmiðum,“ segir Hannes sem einnig ræddi um starf sitt í Þýskalandi og fleira í viðtalinu hér að ofan. Ísland mætir Bosníu klukkan 19:45 í kvöld í Zenica í Bosníu. Vísir fylgir liðinu eftir og mun lýsa leiknum beint á vefnum auk þess að gera allt saman upp í leikslok.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira