Á förum frá Liverpool eftir að hafa leikið aðeins fjórtán mínútur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2023 23:31 Arthur Melo hefur ekki náð að heilla í treyju Liverpool. Enda ekki fengið mörg tækifæri til þess. Lewis Storey/Getty Images Brasilíski knattspyrnumaðurinn Arthur Melo verður ekki áfram í herbúðum Liverpool eftir að lánssamningur hans frá Juventus rennur út í sumar. Arthur gekk í raðir Liverpool á láni frá ítalska stórveldinu Juventus þann 1. september á síðasta ári, en löng meiðsli hafa haldið leikmanninum frá knattspyrnuvellinum stærstan hluta lánsdvalarinnar. Miðjumaðurinn hefur ekki enn leikið fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom til félagsins. Einu mínúturnar sem Arthur hefur leikið fyrir félagið komu í 4-1 tapi gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu, tæpri viku eftir að hann gekk í raðir Liverpool. Hann kom þá inn af varamannabekknum stuttu fyrir leikslok. Arthur er nú mættur aftur til æfinga eftir erfið meiðsli og var í leikmannahópi Liverpool er liðið mátti þola 1-0 tap gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum. Þrátt fyrir það segir Federico Pastorello, umboðsmaður leikmannsins, að hann sé líklega á leið aftur til Juventus að lánsdvölinni lokinni. „Hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Hann er heill núna en ég held að hann fari aftur til Juventus í sumar,“ sagði Pastorello. Arthur Melo will leave Liverpool at the end of the season, as expected — he’s returning to Juventus. Buy option clause won’t be triggered. 🔴 #LFC“He’s been unlucky with injuries, Arthur is now back but I think he will return to Juventus in July”, agent Pastorello told Tmw. pic.twitter.com/ilfwYP96oU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 21, 2023 Í lánssamningi leikmannsins við Liverpool er klásúla sem gerir félaginu kleift að kaupa Arthur frá Juventus á 37,5 milljónir evra, en svo virðist sem Liverpool ætli ekki að nýta sér það. Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Sjá meira
Arthur gekk í raðir Liverpool á láni frá ítalska stórveldinu Juventus þann 1. september á síðasta ári, en löng meiðsli hafa haldið leikmanninum frá knattspyrnuvellinum stærstan hluta lánsdvalarinnar. Miðjumaðurinn hefur ekki enn leikið fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom til félagsins. Einu mínúturnar sem Arthur hefur leikið fyrir félagið komu í 4-1 tapi gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu, tæpri viku eftir að hann gekk í raðir Liverpool. Hann kom þá inn af varamannabekknum stuttu fyrir leikslok. Arthur er nú mættur aftur til æfinga eftir erfið meiðsli og var í leikmannahópi Liverpool er liðið mátti þola 1-0 tap gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum. Þrátt fyrir það segir Federico Pastorello, umboðsmaður leikmannsins, að hann sé líklega á leið aftur til Juventus að lánsdvölinni lokinni. „Hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Hann er heill núna en ég held að hann fari aftur til Juventus í sumar,“ sagði Pastorello. Arthur Melo will leave Liverpool at the end of the season, as expected — he’s returning to Juventus. Buy option clause won’t be triggered. 🔴 #LFC“He’s been unlucky with injuries, Arthur is now back but I think he will return to Juventus in July”, agent Pastorello told Tmw. pic.twitter.com/ilfwYP96oU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 21, 2023 Í lánssamningi leikmannsins við Liverpool er klásúla sem gerir félaginu kleift að kaupa Arthur frá Juventus á 37,5 milljónir evra, en svo virðist sem Liverpool ætli ekki að nýta sér það.
Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Sjá meira