Stórmeistaramótið í CS:GO | Atlantic lagði Breiðablik og mætir Dusty á föstudaginn Snorri Rafn Hallsson skrifar 21. mars 2023 22:46 Stórmeistaramót Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO hófst í kvöld þegar átta lið tókust á. Auk Atlantic komust Dusty, Þór og FH áfram í undanúrslit. Atlantic 2 – 0 Breiðablik Í beinni á Stöð 2 Esport var viðureign Atlantic og Breiðabliks. Fyrsti leikurinn fór fram í Overpass þar sem Atlantic náði snemma forystunni og komst í 4–0 áður en Breiðablik minnkaði muninn í 4–3. Brnr og Pandaz stóðu sig virkilega vel á meðan Blikar voru klaufalegir í leik sínum. Misstu þeir frá sér nokkrar lotur í röð og Atlantic komst í öruggari stöðu á ný. Blikar réðu illa við Atlantic sem vann hálfleikinn 10–5. Breiðablik vann skammbyssulotuna í síðari hálfleik þar sem Saxi og Furious björguðu málunum. Atlantic voru þó fremri á öllum vígstöðvum og komust í 13–6 áður en Breiðablik krækti sér aftur í stig. Blikar komust þó aldrei almennilega á skrið og hafði Atlantic því betur í fyrsta leik kvöldsins. Leikur 1: Atlantic 16 – 7 Breiðablik Næst tókust liðin á í Mirage þar sem Breiðablik byrjaði í vörn og hafði betur í skammbyssulotunni. Á ótrúlegan hátt bjargaði LiLLehh annarri lotunni fyrir horn og liðið komst í 2–0. Atlantic voru þó fljótir að jafna, koma sér yfir og virtust ætla að taka stjórn á leiknum þegar Blikar jöfnuðu á ný. WNKR, Furious og Viruz voru loks komnir í gang og leiddu liðið til forystu. Í stöðunni 7–3 fyrir Blikum náði Atlantic sér aðeins á strik aftur en ekki nægilega til að ógna stöðu Breiðabliks sem vann hálfleikinn 10–5 eftir fjórfalda fellu frá WNKR. Atlantic héldu uppi þéttri vörn í upphafi síðari hálfleiks og var ekki lengi að jafna metin 10–10. Hvorki gekk né rak hjá blönkum Blikum sem töpuðu hverri lotunni á fætur annarri. Leikmenn Atlantic voru aftur á móti sjóðheitir og unnu ellefu lotur í röð til að tryggja sér sigurinn og sæti í undanúrslitum. Leikur 2: Atlantic 16 –10 Breiðablik Dusty 2– 0 Xatefanclub Sigurvegarar Ljósleiðaradeildarinnar, Dusty, tóku á móti Xatefanclub og eins og aðrir leikir kvöldsins var hann sýndur á hliðarrás Rafíþróttasambandsins á Twitch. Liðin mættust fyrst í Overpass og hafði Dusty mikla yfirburði framan af. Voru þeir ekki lengi að loka fyrri hálfleiknum 13–2. Ekki gekk Xatefanclub betur í síðari hálfleik og vann Dusty öruggan sigur.Leikur 1: Dusty 16 –2 Xatefanclub Annar leikurinn fór fram í Nuke og byrjaði Dusty í sókn. Tóku meistararnir fyrstu lotuna en Xatefanclub jafnaði um hæl og komst yfir 3–1. Dusty tók þá leikhlé sem skilaði sér í þremur lotum í röð fyrir liðið en Xatefanclub jafnaði aftur. Dusty lét það ekki á sig fá, komst í 8-4 og lauk hálfleiknum 10-5. Xatefanclub olli miklum skaða í upphafi síðari hálfleiks en Dusty náði engu að síður í stigin. Hálfleikurinn var þó ekki jafn snaggaralegur og í fyrri hálfleiknum þar sem Xatefanclub hélt uppi góðri sókn og nældi sér í hvorki meira né minna en sex lotur í röð til að koma sér vel inn í leikinn aftur. Vantaði Dusty þá einungis tvær lotur til að koma sér í undanúrslitin og hafðist það að lokum. Leikur 2: Dusty 16 – 11 Xatefanclub Þór 2 – 1 TEN5ION Fyrsti leikur Þórs og TEN5ION fór fram í Nuke og strax frá upphafi gaf TEN5ION ekkert eftir, náði 6–3 forystu í sókn en Þórsurum tókst að jafna metin 6–6. TEN5ION sigldi þó hálfleiknum heim 9–6. Vörn Þórs í byrjun fyrri hálfleiks hélt vel og jöfnuðu þeir leika aftur og komust yfir 10–9. Leikmenn TEN5ION voru þó ekki á því að leggjast niður og gefast upp og sóttu hart til að vinna fimm lotur í röð. Þórsarar kræktu ekki í nema eina lotu til viðbótar áður en yfir lauk. Leikur 1: Þór 11 –16 TEN5ION Annar leikur liðanna var í Ancient. Þórsarar byrjuðu í sókn og tóku fyrstu þrjár loturnar áður en TEN5ION jafnaði og tók forystuna. Um miðbik hálfleiksins voru liðin aftur jöfn og allt í járnum. Staðan var svo 8-7 fyrir Þór þegar liðin skiptu um hlutverk. Þórsarar voru öllu sterkari framan af síðari hálfleik og juku forskot sitt í 12–7 áður en Viðstöðu náði sér í stig. Tókst þeim að fikra sig örlítið nær þeim áður en Þórsarar gerðu út um leikinn. Leikur 2: Þór 16 – 10 TEN5ION Þar sem allt var jafnt þurftu liðin að mætast í þriðja sinn og varð Anubis fyrir valinu. Þór vann hnífalotuna, byrjaði í vörn og tók fyrstu þrjár lotur leiksins. Þegar TEN5ION gat vopnast tóku þeir tökin á leiknum og unnu átta lotur í röð þar til Þór kom nokkrum vörnum við og fór fyrri hálfleikur 9–6 fyrir TEN5ION. Þór minnkaði muninn enn frekar með hraðri sókn í byrjun síðari hálfleiks og var komið yfir eftir fjórar lotur, 10–9. Vörn TEN5ION hélt áfram að leka lotum og komst liðið ekki á blað fyrr en í 22. lotu þegar Moshii minnkaði muninn í 10–12. TEN5ION vann einungis eina lotu til viðbótar og gat Þór því tryggt sér sigurinn. Leikur 3: Þór 16 – 11 TEN5ION Viðstöðu 0 – 2 FH Fyrsti leikurinn sem var í Mirage var jafn framan af en um miðbik hálfleiksins sigldi FH fram úr Viðstöðu og vann 6 lotur í röð til að komast í 9–3. Viðstöðu náði þá í tvær lotur áður en FH kláraði hálfleikinn 10–5. FH hélt uppreknum hætti í síðari hálfleik og vann allar sex loturnar til að tryggja sér sigurinn. Leikur 1: Viðstöðu 5 – 16 FH Þá mættust liðin í Nuke. Viðstöðu byrjaði í vörn, vann skammbyssulotuna og næstu tvær lotur eftir það áður en FH komst á blað og jafnaði með beittri sókn. Þétti Viðstöðu þá raðirnar með góðum árangri og náðu þriggja lotu forskoti sem liðið hélt þar til undir lok hálfleiks þegar FH tókst að jafna, en Viðstöðu var yfir 8–7 þegar liðin skiptu um hlutverk. Allt var í járnum framan af síðari hálfleik en leikmenn FH náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum og völtuðu yfir Viðstöðu til að koma sér í undanúrslitin. Leikur 2: Viðstöðu 9 – 16 FH Undanúrslitin fara fram föstudagskvöldið 24. mars og verða leikirnir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport og Twitch-rásum Rafíþróttasambands Íslands. Atlantic og Dusty mætast 17:30 og Þór keppir við FH klukkan 20:30. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti
Atlantic 2 – 0 Breiðablik Í beinni á Stöð 2 Esport var viðureign Atlantic og Breiðabliks. Fyrsti leikurinn fór fram í Overpass þar sem Atlantic náði snemma forystunni og komst í 4–0 áður en Breiðablik minnkaði muninn í 4–3. Brnr og Pandaz stóðu sig virkilega vel á meðan Blikar voru klaufalegir í leik sínum. Misstu þeir frá sér nokkrar lotur í röð og Atlantic komst í öruggari stöðu á ný. Blikar réðu illa við Atlantic sem vann hálfleikinn 10–5. Breiðablik vann skammbyssulotuna í síðari hálfleik þar sem Saxi og Furious björguðu málunum. Atlantic voru þó fremri á öllum vígstöðvum og komust í 13–6 áður en Breiðablik krækti sér aftur í stig. Blikar komust þó aldrei almennilega á skrið og hafði Atlantic því betur í fyrsta leik kvöldsins. Leikur 1: Atlantic 16 – 7 Breiðablik Næst tókust liðin á í Mirage þar sem Breiðablik byrjaði í vörn og hafði betur í skammbyssulotunni. Á ótrúlegan hátt bjargaði LiLLehh annarri lotunni fyrir horn og liðið komst í 2–0. Atlantic voru þó fljótir að jafna, koma sér yfir og virtust ætla að taka stjórn á leiknum þegar Blikar jöfnuðu á ný. WNKR, Furious og Viruz voru loks komnir í gang og leiddu liðið til forystu. Í stöðunni 7–3 fyrir Blikum náði Atlantic sér aðeins á strik aftur en ekki nægilega til að ógna stöðu Breiðabliks sem vann hálfleikinn 10–5 eftir fjórfalda fellu frá WNKR. Atlantic héldu uppi þéttri vörn í upphafi síðari hálfleiks og var ekki lengi að jafna metin 10–10. Hvorki gekk né rak hjá blönkum Blikum sem töpuðu hverri lotunni á fætur annarri. Leikmenn Atlantic voru aftur á móti sjóðheitir og unnu ellefu lotur í röð til að tryggja sér sigurinn og sæti í undanúrslitum. Leikur 2: Atlantic 16 –10 Breiðablik Dusty 2– 0 Xatefanclub Sigurvegarar Ljósleiðaradeildarinnar, Dusty, tóku á móti Xatefanclub og eins og aðrir leikir kvöldsins var hann sýndur á hliðarrás Rafíþróttasambandsins á Twitch. Liðin mættust fyrst í Overpass og hafði Dusty mikla yfirburði framan af. Voru þeir ekki lengi að loka fyrri hálfleiknum 13–2. Ekki gekk Xatefanclub betur í síðari hálfleik og vann Dusty öruggan sigur.Leikur 1: Dusty 16 –2 Xatefanclub Annar leikurinn fór fram í Nuke og byrjaði Dusty í sókn. Tóku meistararnir fyrstu lotuna en Xatefanclub jafnaði um hæl og komst yfir 3–1. Dusty tók þá leikhlé sem skilaði sér í þremur lotum í röð fyrir liðið en Xatefanclub jafnaði aftur. Dusty lét það ekki á sig fá, komst í 8-4 og lauk hálfleiknum 10-5. Xatefanclub olli miklum skaða í upphafi síðari hálfleiks en Dusty náði engu að síður í stigin. Hálfleikurinn var þó ekki jafn snaggaralegur og í fyrri hálfleiknum þar sem Xatefanclub hélt uppi góðri sókn og nældi sér í hvorki meira né minna en sex lotur í röð til að koma sér vel inn í leikinn aftur. Vantaði Dusty þá einungis tvær lotur til að koma sér í undanúrslitin og hafðist það að lokum. Leikur 2: Dusty 16 – 11 Xatefanclub Þór 2 – 1 TEN5ION Fyrsti leikur Þórs og TEN5ION fór fram í Nuke og strax frá upphafi gaf TEN5ION ekkert eftir, náði 6–3 forystu í sókn en Þórsurum tókst að jafna metin 6–6. TEN5ION sigldi þó hálfleiknum heim 9–6. Vörn Þórs í byrjun fyrri hálfleiks hélt vel og jöfnuðu þeir leika aftur og komust yfir 10–9. Leikmenn TEN5ION voru þó ekki á því að leggjast niður og gefast upp og sóttu hart til að vinna fimm lotur í röð. Þórsarar kræktu ekki í nema eina lotu til viðbótar áður en yfir lauk. Leikur 1: Þór 11 –16 TEN5ION Annar leikur liðanna var í Ancient. Þórsarar byrjuðu í sókn og tóku fyrstu þrjár loturnar áður en TEN5ION jafnaði og tók forystuna. Um miðbik hálfleiksins voru liðin aftur jöfn og allt í járnum. Staðan var svo 8-7 fyrir Þór þegar liðin skiptu um hlutverk. Þórsarar voru öllu sterkari framan af síðari hálfleik og juku forskot sitt í 12–7 áður en Viðstöðu náði sér í stig. Tókst þeim að fikra sig örlítið nær þeim áður en Þórsarar gerðu út um leikinn. Leikur 2: Þór 16 – 10 TEN5ION Þar sem allt var jafnt þurftu liðin að mætast í þriðja sinn og varð Anubis fyrir valinu. Þór vann hnífalotuna, byrjaði í vörn og tók fyrstu þrjár lotur leiksins. Þegar TEN5ION gat vopnast tóku þeir tökin á leiknum og unnu átta lotur í röð þar til Þór kom nokkrum vörnum við og fór fyrri hálfleikur 9–6 fyrir TEN5ION. Þór minnkaði muninn enn frekar með hraðri sókn í byrjun síðari hálfleiks og var komið yfir eftir fjórar lotur, 10–9. Vörn TEN5ION hélt áfram að leka lotum og komst liðið ekki á blað fyrr en í 22. lotu þegar Moshii minnkaði muninn í 10–12. TEN5ION vann einungis eina lotu til viðbótar og gat Þór því tryggt sér sigurinn. Leikur 3: Þór 16 – 11 TEN5ION Viðstöðu 0 – 2 FH Fyrsti leikurinn sem var í Mirage var jafn framan af en um miðbik hálfleiksins sigldi FH fram úr Viðstöðu og vann 6 lotur í röð til að komast í 9–3. Viðstöðu náði þá í tvær lotur áður en FH kláraði hálfleikinn 10–5. FH hélt uppreknum hætti í síðari hálfleik og vann allar sex loturnar til að tryggja sér sigurinn. Leikur 1: Viðstöðu 5 – 16 FH Þá mættust liðin í Nuke. Viðstöðu byrjaði í vörn, vann skammbyssulotuna og næstu tvær lotur eftir það áður en FH komst á blað og jafnaði með beittri sókn. Þétti Viðstöðu þá raðirnar með góðum árangri og náðu þriggja lotu forskoti sem liðið hélt þar til undir lok hálfleiks þegar FH tókst að jafna, en Viðstöðu var yfir 8–7 þegar liðin skiptu um hlutverk. Allt var í járnum framan af síðari hálfleik en leikmenn FH náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum og völtuðu yfir Viðstöðu til að koma sér í undanúrslitin. Leikur 2: Viðstöðu 9 – 16 FH Undanúrslitin fara fram föstudagskvöldið 24. mars og verða leikirnir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport og Twitch-rásum Rafíþróttasambands Íslands. Atlantic og Dusty mætast 17:30 og Þór keppir við FH klukkan 20:30.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti