Vill láta kné fylgja kviði með landsliðinu: „Getum gert helling í þessum riðli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. mars 2023 19:00 Hákon Arnar í einum af sjö A-landsleikjum sínum. Vísir/Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson æfði ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sem kom saman í München í Bæjaralandi í dag enda spilaði hann með félagi sínu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Hann gekk hins vegar frá nýjum samningi við félagið áður en haldið var í landsliðsverkefnið. Æfing dagsins á æfingasvæði 4. deildarliðsins Unterhaching í útjaðri München var í rólegri kantinum þar sem flestallir spiluðu með félögunum sínum um helgina. Fram undan eru fyrstu leikir Íslands í undankeppni EM 2024 en liðið mætir Bosníu ytra á fimmtudag og Liectenstein í Vaduz á sunnudag. Fáir koma í betra formi inn í verkefnið en Hákon hefur raðað inn mörkum og stoðsendingum með FCK að undanförnu. Hann var verðlaunaður með nýjum samningi sem tilkynnt var um í dag. „Ég er glaður í Köben og líður vel þar,“ segir Hákon. Aðspurður hverju hann þakki gott form að undanförnu segir hann betri spilamennsku FCK liðsins alls hafa sitt að segja. „Það er auðveldara að spila í góðu liði, þegar liðinu gengur vel. Ég á helling af góðum liðsfélögum sem hjálpa mér og ég hjálpa þeim. Þetta er bara liðið og ég að koma okkur betur saman og spila betur sem hjálpar helling,“ Ísland geti gert vel í riðlinum „Mig langar að taka þetta form með mér [í landsleikina]. Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við erum með hörkuhóp og erum klárir í þessa tvo leiki þar sem við þurfum að sýna hvað í okkur býr,“ „Mér finnst við búnir að bæta okkur leik og bæta helling á liðið og spila betur. Við byrjum á núlli og getum gert helling í þessum riðli,“ segir Hákon. Á pappír á Ísland miserfiða leiki fyrir höndum og hefur leik í Bosníu sem hefur líkt og Ísland gengið illa að vinna leiki að undanförnu og er á svipuðum stað. Búist er þá við sigri gegn liði Liechtenstein á sunnudag. „Auðvitað stefnir maður alltaf á að vinna báða leiki en við sjáum hvernig leikirnir verða. Vonandi fáum við sex stig en annars fjögur. Við eigum að vinna Liectenstein og svo sjáum við hvernig leikurinn verður á móti Bosníu, þetta er mjög erfiður útivöllur,“ segir Hákon Arnar. Ísland mætir Bosníu á fimmtudag og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Æfing dagsins á æfingasvæði 4. deildarliðsins Unterhaching í útjaðri München var í rólegri kantinum þar sem flestallir spiluðu með félögunum sínum um helgina. Fram undan eru fyrstu leikir Íslands í undankeppni EM 2024 en liðið mætir Bosníu ytra á fimmtudag og Liectenstein í Vaduz á sunnudag. Fáir koma í betra formi inn í verkefnið en Hákon hefur raðað inn mörkum og stoðsendingum með FCK að undanförnu. Hann var verðlaunaður með nýjum samningi sem tilkynnt var um í dag. „Ég er glaður í Köben og líður vel þar,“ segir Hákon. Aðspurður hverju hann þakki gott form að undanförnu segir hann betri spilamennsku FCK liðsins alls hafa sitt að segja. „Það er auðveldara að spila í góðu liði, þegar liðinu gengur vel. Ég á helling af góðum liðsfélögum sem hjálpa mér og ég hjálpa þeim. Þetta er bara liðið og ég að koma okkur betur saman og spila betur sem hjálpar helling,“ Ísland geti gert vel í riðlinum „Mig langar að taka þetta form með mér [í landsleikina]. Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við erum með hörkuhóp og erum klárir í þessa tvo leiki þar sem við þurfum að sýna hvað í okkur býr,“ „Mér finnst við búnir að bæta okkur leik og bæta helling á liðið og spila betur. Við byrjum á núlli og getum gert helling í þessum riðli,“ segir Hákon. Á pappír á Ísland miserfiða leiki fyrir höndum og hefur leik í Bosníu sem hefur líkt og Ísland gengið illa að vinna leiki að undanförnu og er á svipuðum stað. Búist er þá við sigri gegn liði Liechtenstein á sunnudag. „Auðvitað stefnir maður alltaf á að vinna báða leiki en við sjáum hvernig leikirnir verða. Vonandi fáum við sex stig en annars fjögur. Við eigum að vinna Liectenstein og svo sjáum við hvernig leikurinn verður á móti Bosníu, þetta er mjög erfiður útivöllur,“ segir Hákon Arnar. Ísland mætir Bosníu á fimmtudag og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira