Tvær vítaspyrnur Leverkusen komu í veg fyrir að Bayern kæmist aftur á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2023 18:50 Bayer Leverkusen vann 2-1 sigur á Þýskalandsmeisturum Bayern í dag. Federico Gambarini/Getty Images Eftir stórsigur Borussia Dortmund í gær, laugardag, þá var ljóst að Bayern þurfti á sigri að halda gegn Leverkusen til að komast aftur á topp deildarinnar. Þegar Joshua Kimmich skoraði um miðbik fyrri hálfleiks virtist sem allt væri að fara ganga upp. Gestirnir frá Bæjaralandi voru 1-0 yfir í hálfleik en Julian Nagelsmann, þjálfari liðsins, ákvað að gera þrjár skiptingar í hálfleik og virtist það riðla leik gestanna. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fékk heimaliðið vítaspyrnu. Exequiel Palacios skoraði af öryggi úr spyrnunni og staðan orðin 1-1. Þegar tæpar tuttugu mínútur lifðu leiks fengu heimamenn aðra vítaspyrnu. Aftur var það myndbandsdómari leiksins sem steig inn í. Aftur fór Palacios á punktinn og aftur skoraði hann þó Yann Sommer, markvörður Bayern, hafi náð að slæma hendi í knöttinn þá fór hann samt sem áður í netið og Leverkusen komið 2-1 yfir. Reyndust það lokatölur og annað tap Bayern í síðustu 5 deildarleikjum staðreynd. Die #BayArena bebt! #B04FCB 2:1 | #Bayer04 | #Werkself pic.twitter.com/RNJjXJAiv2— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) March 19, 2023 Staðan í deildinni er þannig að Dortmund er á toppnum með 53 stig eftir 25 leiki. Bayern er í 2. sæti með 52 stig en Leverkusen er í 8. sæti með 37 stig. Þýski boltinn
Eftir stórsigur Borussia Dortmund í gær, laugardag, þá var ljóst að Bayern þurfti á sigri að halda gegn Leverkusen til að komast aftur á topp deildarinnar. Þegar Joshua Kimmich skoraði um miðbik fyrri hálfleiks virtist sem allt væri að fara ganga upp. Gestirnir frá Bæjaralandi voru 1-0 yfir í hálfleik en Julian Nagelsmann, þjálfari liðsins, ákvað að gera þrjár skiptingar í hálfleik og virtist það riðla leik gestanna. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fékk heimaliðið vítaspyrnu. Exequiel Palacios skoraði af öryggi úr spyrnunni og staðan orðin 1-1. Þegar tæpar tuttugu mínútur lifðu leiks fengu heimamenn aðra vítaspyrnu. Aftur var það myndbandsdómari leiksins sem steig inn í. Aftur fór Palacios á punktinn og aftur skoraði hann þó Yann Sommer, markvörður Bayern, hafi náð að slæma hendi í knöttinn þá fór hann samt sem áður í netið og Leverkusen komið 2-1 yfir. Reyndust það lokatölur og annað tap Bayern í síðustu 5 deildarleikjum staðreynd. Die #BayArena bebt! #B04FCB 2:1 | #Bayer04 | #Werkself pic.twitter.com/RNJjXJAiv2— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) March 19, 2023 Staðan í deildinni er þannig að Dortmund er á toppnum með 53 stig eftir 25 leiki. Bayern er í 2. sæti með 52 stig en Leverkusen er í 8. sæti með 37 stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti