Isak hetja New­cast­le í Skíris­skógi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað. Nigel French/Getty Images

Newcastle United vann 2-1 útisigur á Nottingham Forest í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Emmanuel Dennis kom heimamönnum í Nottingham yfir um miðbik fyrri hálfleiks en Alexander Isak jafnaði metin rétt áður en flautað var til hálfleiks.

Varamaðurinn Elliott Anderson hélt hann hefði komið Newcastle yfir þegar klukkustund var liðin af leiknum. Markið hins vegar dæmt af. Það var svo í uppbótartíma sem gestirnir fengu vítaspyrnu. Isak fór á punktinn og tryggði Newcastle dýrmætan sigur.

Newcastle er í 5. sæti með 47 stig, þremur minna en Manchester United í 3. sætinu. Forest er í 14. sæti með 26 stig, aðeins fjórum stigum minna en botnlið Southampton.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira