Oklahoma að valda Lakers og Dallas vandræðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 16:01 Shai Gilgeous-Alexander og félagar í Oklahoma City Thunder ætla sér í úrslitakeppnina. Alex Goodlett/Getty Images Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks lagði Kevin Durant-laust lið Phoenix Suns nokkuð þægilega. Los Angeles Lakers sneri aftur á sigurbraut og þá vann Oklahoma City Thunder góðan endurkomusigur á Brooklyn Nets. Sá sigur lagði stein í götu Dallas Mavericks sem og Lakers. Nets var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var tíu stigum yfir, staðan 62-52. Í þriðja leikhluta fór allt á flug hjá Thunder sem vann á endanum leikinn 121-107. Þeirra sjötti sigur í síðustu sjö leikjum. Eins og svo oft áður var Shai Gilgeous-Alexander þeirra stigahæsti maður en hann skoraði 35 stig í nótt. Josh Giddey bauð hins vegar upp á þrefalda tvennu. Hann skoraði 15 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Another night, another SGA 30 piece 35 PTS7 REB4 ASTW pic.twitter.com/56COcyYgMb— NBA (@NBA) March 15, 2023 Sigur, og sigrar OKC, að undanförnu eru ekki góðar fréttir fyrir Dallas og Lakers. Baráttan um sæti í úrslitakeppni Vesturdeildar er hörð og sem stendur hafa öll þrjú liðin unnið 34 leiki og tapað 35. OKC er hins vegar í 8. sæti á meðan hin tvö reka lestina vegna innbyrðisviðureigna. Dallas og Lakers höfðu gert sér vonir um að sleppa við að fara í umspilið og komast beint í úrslitakeppnina en til að það gangi eftir þarf Lakers að halda áfram að vinna leiki – liðið hefur unnið 7 af síðustu 10 – og Dallas þarf að snúa gengi sínu við hratt – liðið hefur unnið 3 af síðustu 10. Eftir að tapa fyrir New York Knicks í síðustu umferð þá vann Los Angeles Lakers 15 stiga sigur á New Orleans Pelicans í nótt, lokatölur 123-108. Lakers lagði grunninn að frábærum sigri með ótrúlegum fyrri hálfleik en munurinn var 35 stig þegar liðin gengu til búningsherbergja. Sjálfkrafa slakaði liðið ef til vill full mikið á klónni í síðari hálfleik. Anthony Davis var stigahæstur í liði Lakers með 35 stig ásamt því að taka 17 fráköst. Malik Beasley skoraði 24 stig. Í liði Pelicans voru þrír leikmenn með 20 stig eða meira: Trey Murphy III og Herb Jones skoruðu 20 á meðan Brandon Ingram var stigahæstur með 22 stig. Anthony Davis. Dominant. 35 points17 reboundsWFor more, download the NBA app: https://t.co/EfGWQh0QrC pic.twitter.com/mSIi6Jlwg7— NBA (@NBA) March 15, 2023 Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig og tók 11 fráköst þegar Bucks vann tólf stiga sigur á Suns í nótt, lokatölur 116-104. Brook Lopez skoraði 21 stig og tók 10 fráköst í liði Bucks á meðan Devin Booker var stigahæstur hjá Suns með 30 stig. Bucks eru áfram á toppnum í Austrinu og gætu nú tapað öllum þeim leikjum sem eftir eru í deildarkeppninni en samt komist í úrslitakeppnina. Suns virðast hins vegar á hraðri leið niður töfluna í Vestrinu með þessu áframhaldi. Giannis tonight 36 points11 rebounds8 assistsBucks get their 50th win and secure a spot in the #NBAPlayoffs. pic.twitter.com/npK3oKsxZi— NBA (@NBA) March 15, 2023 Fred VanVleet skoraði 36 stig þegar Toronto Raptors skelltu Nikola Jokić og félögum í Denver Nuggets, 125-110. Jokić skoraði 28 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Önnur úrslit Washington Wizards 117-97 Detroit PistonsPortland Trail Blazers 107-123 New York KnicksSan Antonio Spurs 132-114 Orlando MagicCharlotte Hornets 104-120 Cleveland Cavaliers 50 wins and an #NBAPlayoffs spot for the Bucks.Tuesday night's updated standings are here. https://t.co/02ml5YIBRq pic.twitter.com/Hb1gTJ29yv— NBA (@NBA) March 15, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Nets var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var tíu stigum yfir, staðan 62-52. Í þriðja leikhluta fór allt á flug hjá Thunder sem vann á endanum leikinn 121-107. Þeirra sjötti sigur í síðustu sjö leikjum. Eins og svo oft áður var Shai Gilgeous-Alexander þeirra stigahæsti maður en hann skoraði 35 stig í nótt. Josh Giddey bauð hins vegar upp á þrefalda tvennu. Hann skoraði 15 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Another night, another SGA 30 piece 35 PTS7 REB4 ASTW pic.twitter.com/56COcyYgMb— NBA (@NBA) March 15, 2023 Sigur, og sigrar OKC, að undanförnu eru ekki góðar fréttir fyrir Dallas og Lakers. Baráttan um sæti í úrslitakeppni Vesturdeildar er hörð og sem stendur hafa öll þrjú liðin unnið 34 leiki og tapað 35. OKC er hins vegar í 8. sæti á meðan hin tvö reka lestina vegna innbyrðisviðureigna. Dallas og Lakers höfðu gert sér vonir um að sleppa við að fara í umspilið og komast beint í úrslitakeppnina en til að það gangi eftir þarf Lakers að halda áfram að vinna leiki – liðið hefur unnið 7 af síðustu 10 – og Dallas þarf að snúa gengi sínu við hratt – liðið hefur unnið 3 af síðustu 10. Eftir að tapa fyrir New York Knicks í síðustu umferð þá vann Los Angeles Lakers 15 stiga sigur á New Orleans Pelicans í nótt, lokatölur 123-108. Lakers lagði grunninn að frábærum sigri með ótrúlegum fyrri hálfleik en munurinn var 35 stig þegar liðin gengu til búningsherbergja. Sjálfkrafa slakaði liðið ef til vill full mikið á klónni í síðari hálfleik. Anthony Davis var stigahæstur í liði Lakers með 35 stig ásamt því að taka 17 fráköst. Malik Beasley skoraði 24 stig. Í liði Pelicans voru þrír leikmenn með 20 stig eða meira: Trey Murphy III og Herb Jones skoruðu 20 á meðan Brandon Ingram var stigahæstur með 22 stig. Anthony Davis. Dominant. 35 points17 reboundsWFor more, download the NBA app: https://t.co/EfGWQh0QrC pic.twitter.com/mSIi6Jlwg7— NBA (@NBA) March 15, 2023 Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig og tók 11 fráköst þegar Bucks vann tólf stiga sigur á Suns í nótt, lokatölur 116-104. Brook Lopez skoraði 21 stig og tók 10 fráköst í liði Bucks á meðan Devin Booker var stigahæstur hjá Suns með 30 stig. Bucks eru áfram á toppnum í Austrinu og gætu nú tapað öllum þeim leikjum sem eftir eru í deildarkeppninni en samt komist í úrslitakeppnina. Suns virðast hins vegar á hraðri leið niður töfluna í Vestrinu með þessu áframhaldi. Giannis tonight 36 points11 rebounds8 assistsBucks get their 50th win and secure a spot in the #NBAPlayoffs. pic.twitter.com/npK3oKsxZi— NBA (@NBA) March 15, 2023 Fred VanVleet skoraði 36 stig þegar Toronto Raptors skelltu Nikola Jokić og félögum í Denver Nuggets, 125-110. Jokić skoraði 28 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Önnur úrslit Washington Wizards 117-97 Detroit PistonsPortland Trail Blazers 107-123 New York KnicksSan Antonio Spurs 132-114 Orlando MagicCharlotte Hornets 104-120 Cleveland Cavaliers 50 wins and an #NBAPlayoffs spot for the Bucks.Tuesday night's updated standings are here. https://t.co/02ml5YIBRq pic.twitter.com/Hb1gTJ29yv— NBA (@NBA) March 15, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira