„Ég bind miklar vonir við sveppi" Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. mars 2023 16:19 Björk segir að lífið á Íslandi geri henni kleift að komast niður á jörðina. Getty Björk Guðmundsdóttir var í viðtali við franska miðilinn Numéro nú á dögunum og fór þar um víðan völl. Tíunda hljómplata Bjarkar , Fossora, kom út í október síðastliðnum og líkt og fram kemur í viðtalinu koma sveppir þar víða við sögu, bæði í texta og myndum. Aðspurð um hvað sé svona heillandi við sveppi segist Björk vera heilluð af lækningamætti þeirra, útlit þeirra og orku, og tengingu þeirra við taugakerfi manna. „Í dag erum við að uppgötva svo margt um sveppi: á Chernobyl svæðinu og öðrum stöðum þar sem kjarnorkuhamfarir áttu sér stað eru sveppirnir fyrstu lífverurnar sem byrja að vaxa á ný. Ég bind miklar vonir við sveppi þegar kemur að loftlagskrísunni sem við stöndum frammi fyrir. Við ættum að veita þeim sem eru að rannsaka sveppi nánari gaum.“ Elskar að vera á Íslandi Í viðtalinu ræðir Björk einnig um lífið á Íslandi, en hún var búsett í London á tíunda áratugnum og síðan í New York í fjölda ára, áður en hún flutti alfarið til Íslands. „Þegar ég átti hús í London eða í Brooklyn þá bjó ég samt sem áður helminginn af tímanum á Íslandi, þar af leiðandi eru þessar tvær borgir mitt annað heimili. Ég elska að vera á Íslandi, ég var himinlifandi þegar ferðatakmarkanir voru settar á og ég þurfti þar af leiðandi hvorki af yfirgefa heimilið mitt á Íslandi eða fara á flugvöllinn, sem var ótrúlegt.“ Þá segir Björk að lífið á Íslandi geri henni kleift að komast niður á jörðina. „Að búa í þorpi af þessari stærð gerir lífið afar auðvelt. Ég elska að ef mig langar að fara og sjá sýningu þá tekur það mig fimm mínútur að komast þangað. Ef ég vil eiga heimspekilegar samræður við vin minn, þá þarf ég ekki annað en að senda honum skilaboð og hitt hann svo á kaffihúsi eftir tíu mínútur. Ef ég vil sjá nýju Star Wars myndina þá er það í nokkurra mínútna göngufæri frá heimilinu mínu.“ Björk segir veðrið og smæð Reykjavíkur gera það að verkum að Íslendingar eru afar óheflaðir og frjálslegir. „Hér þarft þú ekki að plana hlutina fyrirfram. Ef þú segir við Íslending: „Þú getur komið í mat til mín eftir viku,“ þá heldur viðkomandi að maður sé eitthvað klikkaður, eins og ég upplifði þegar ég var að tala við Lundúnabúa eða New York búa! Í dag upplifi ég það ekki eins og ég sé að fórna öllum þessum hlutum sem ég gæti verið að gera í þessum stórborgum. Það er eiginlega þveröfugt. Núna er mikið af sýningum, leikverkum og tónleikum sem koma hingað til Íslands, þannig var það ekki þegar ég var á þrítugsaldri.“ Björk Mest lesið Hulk Hogan er látinn Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Hin fullkomna vatnsdeigsbolla - Uppskrift Matur Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Rene Kirby er látinn Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Tíunda hljómplata Bjarkar , Fossora, kom út í október síðastliðnum og líkt og fram kemur í viðtalinu koma sveppir þar víða við sögu, bæði í texta og myndum. Aðspurð um hvað sé svona heillandi við sveppi segist Björk vera heilluð af lækningamætti þeirra, útlit þeirra og orku, og tengingu þeirra við taugakerfi manna. „Í dag erum við að uppgötva svo margt um sveppi: á Chernobyl svæðinu og öðrum stöðum þar sem kjarnorkuhamfarir áttu sér stað eru sveppirnir fyrstu lífverurnar sem byrja að vaxa á ný. Ég bind miklar vonir við sveppi þegar kemur að loftlagskrísunni sem við stöndum frammi fyrir. Við ættum að veita þeim sem eru að rannsaka sveppi nánari gaum.“ Elskar að vera á Íslandi Í viðtalinu ræðir Björk einnig um lífið á Íslandi, en hún var búsett í London á tíunda áratugnum og síðan í New York í fjölda ára, áður en hún flutti alfarið til Íslands. „Þegar ég átti hús í London eða í Brooklyn þá bjó ég samt sem áður helminginn af tímanum á Íslandi, þar af leiðandi eru þessar tvær borgir mitt annað heimili. Ég elska að vera á Íslandi, ég var himinlifandi þegar ferðatakmarkanir voru settar á og ég þurfti þar af leiðandi hvorki af yfirgefa heimilið mitt á Íslandi eða fara á flugvöllinn, sem var ótrúlegt.“ Þá segir Björk að lífið á Íslandi geri henni kleift að komast niður á jörðina. „Að búa í þorpi af þessari stærð gerir lífið afar auðvelt. Ég elska að ef mig langar að fara og sjá sýningu þá tekur það mig fimm mínútur að komast þangað. Ef ég vil eiga heimspekilegar samræður við vin minn, þá þarf ég ekki annað en að senda honum skilaboð og hitt hann svo á kaffihúsi eftir tíu mínútur. Ef ég vil sjá nýju Star Wars myndina þá er það í nokkurra mínútna göngufæri frá heimilinu mínu.“ Björk segir veðrið og smæð Reykjavíkur gera það að verkum að Íslendingar eru afar óheflaðir og frjálslegir. „Hér þarft þú ekki að plana hlutina fyrirfram. Ef þú segir við Íslending: „Þú getur komið í mat til mín eftir viku,“ þá heldur viðkomandi að maður sé eitthvað klikkaður, eins og ég upplifði þegar ég var að tala við Lundúnabúa eða New York búa! Í dag upplifi ég það ekki eins og ég sé að fórna öllum þessum hlutum sem ég gæti verið að gera í þessum stórborgum. Það er eiginlega þveröfugt. Núna er mikið af sýningum, leikverkum og tónleikum sem koma hingað til Íslands, þannig var það ekki þegar ég var á þrítugsaldri.“
Björk Mest lesið Hulk Hogan er látinn Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Hin fullkomna vatnsdeigsbolla - Uppskrift Matur Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Rene Kirby er látinn Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“