Æfingin sem allir eru að gera á hlaupabrettinu þessa dagana Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. mars 2023 07:00 12-3-30 hlaupaæfingin nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok. Getty Ákveðin hlaupaæfing hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarin misseri. Þeir notendur sem hafa prófað æfinguna segja hana afar árangursríka. Eflaust eru einhverjir þeirrar skoðunar að samfélagsmiðlar séu tilgangslaus tímaþjófur. En ef rétt er farið með þá geta þeir sannarlega nýst manni sem botnlaus uppspretta fróðleiks, hugmynda, uppskrifta og jafnvel æfinga. 12-3-30 hlaupaæfingin hefur verið afar áberandi á samfélagsmiðlinum TikTok. Æfingin á upphaf sitt að rekja til áhrifavaldsins Lauren Giraldo sem setti inn myndband af æfingunni árið 2019. Í dag hafa um 64 milljónir TikTok-notenda horft á myndbönd tengd æfingunni. Þá hafa fjölmargir sett inn myndbönd þar sem þeir dásama æfinguna og segjast hafa náð gríðarlegum árangri eftir að þeir fóru að gera hana reglulega. @aimsgains low intensity cardio is the best way to target fat loss! credits to @Lauren Giraldo for the workout! #treadmillchallenge #treadmillworkout #fatloss In Ha Mood - Ice Spice Samfélagsmiðillinn TikTok gengur að miklu leyti út á „trend“ og er stöðugt flæði á þeim. Þegar eitt „trend“ skýtur upp kollinum er annað jafn fljótt að hverfa. Það er því athyglisvert að það hefur alls ekki verið raunin með 12-3-30 hlaupatrendið. Vinsældirnar eru jafn miklar í dag og þegar æfingin birtist fyrst á TikTok fyrir nokkrum árum síðan. Það sem gerir æfinguna sérstaka er hve einföld hún er í raun og veru: Skelltu þér á hlaupabrettið. Stilltu hallann á 12. Stilltu hraðann á 3. (Hér er um að ræða bandarískan mælikvarða og samsvarar þetta því hraðanum 4,8 á íslenskum hlaupabrettum.) Labbaðu í 30 mínútur. Hægt er að aðlaga æfinguna bæði að byrjendum og þeim sem eru lengra komnir og ætti æfingin því að henta öllum. Hægt er að byrja með minni halla og hraða en hækka svo með tímanum eftir því sem þolið eykst. Þeir sem eru lengra komnir ættu að forðast það að halda í hlaupabrettið og styðja sig við. Hendur ættu að vera lausar til þess að fá sem mest út úr æfingunni. Þá er hægt að bæta við léttum handlóðum eins og sýnt er í myndbandinu hér fyrir neðan. @stepheintz Take your 12-3-30 hot girl walk cardio to the next level and add in arm weights so that you can work on that arm fat by tightening and toning up your arms! Women genetically carry more fat in our arms than men do so don t skip arms as always you must eat healthy and be in a calorie deficit if you want a body transformation in the gym. #gymtok #cardio #workout #armworkout #motivation Love You So - The King Khan & BBQ Show Heilsa Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Eflaust eru einhverjir þeirrar skoðunar að samfélagsmiðlar séu tilgangslaus tímaþjófur. En ef rétt er farið með þá geta þeir sannarlega nýst manni sem botnlaus uppspretta fróðleiks, hugmynda, uppskrifta og jafnvel æfinga. 12-3-30 hlaupaæfingin hefur verið afar áberandi á samfélagsmiðlinum TikTok. Æfingin á upphaf sitt að rekja til áhrifavaldsins Lauren Giraldo sem setti inn myndband af æfingunni árið 2019. Í dag hafa um 64 milljónir TikTok-notenda horft á myndbönd tengd æfingunni. Þá hafa fjölmargir sett inn myndbönd þar sem þeir dásama æfinguna og segjast hafa náð gríðarlegum árangri eftir að þeir fóru að gera hana reglulega. @aimsgains low intensity cardio is the best way to target fat loss! credits to @Lauren Giraldo for the workout! #treadmillchallenge #treadmillworkout #fatloss In Ha Mood - Ice Spice Samfélagsmiðillinn TikTok gengur að miklu leyti út á „trend“ og er stöðugt flæði á þeim. Þegar eitt „trend“ skýtur upp kollinum er annað jafn fljótt að hverfa. Það er því athyglisvert að það hefur alls ekki verið raunin með 12-3-30 hlaupatrendið. Vinsældirnar eru jafn miklar í dag og þegar æfingin birtist fyrst á TikTok fyrir nokkrum árum síðan. Það sem gerir æfinguna sérstaka er hve einföld hún er í raun og veru: Skelltu þér á hlaupabrettið. Stilltu hallann á 12. Stilltu hraðann á 3. (Hér er um að ræða bandarískan mælikvarða og samsvarar þetta því hraðanum 4,8 á íslenskum hlaupabrettum.) Labbaðu í 30 mínútur. Hægt er að aðlaga æfinguna bæði að byrjendum og þeim sem eru lengra komnir og ætti æfingin því að henta öllum. Hægt er að byrja með minni halla og hraða en hækka svo með tímanum eftir því sem þolið eykst. Þeir sem eru lengra komnir ættu að forðast það að halda í hlaupabrettið og styðja sig við. Hendur ættu að vera lausar til þess að fá sem mest út úr æfingunni. Þá er hægt að bæta við léttum handlóðum eins og sýnt er í myndbandinu hér fyrir neðan. @stepheintz Take your 12-3-30 hot girl walk cardio to the next level and add in arm weights so that you can work on that arm fat by tightening and toning up your arms! Women genetically carry more fat in our arms than men do so don t skip arms as always you must eat healthy and be in a calorie deficit if you want a body transformation in the gym. #gymtok #cardio #workout #armworkout #motivation Love You So - The King Khan & BBQ Show
Heilsa Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“