Juventus tók á móti Freiburg á heimavelli sínum í Tórínó í kvöld. Heimamönnum gekk illa að brjóta Þjóðverjana á bak aftur og staðan í hálfleik var markalaus. Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Angel Di Maria síðan eina mark leiksins en það er spurning hvort sigurinn dugi Juventus fyrir síðari leikinn í næstu viku.
Á Spáni vann Sevilla 2-0 sigur á Fenerbache. Joan Jordan og Erik Lamela skoruðu mörk Sevilla en liðin mætast í Tyrklandi í síðari leiknum.
Í Evrópudeildinni vann Fiorentina 1-0 sigur á Sivasspor þar sem Antonín Barak skoraði eina mark leiksins.
Önnur úrslit kvöldsins:
Evrópudeildin
Shakhtar Donetsk - Feyenoord 1-1
Sambandsdeildin
Gent - Instanbul Buyuksehir 1-1
Basel - Slovan Bratislava 2-2
Lech Poznan - Djurgården 2-0