Maus, Bríet og Laddi mæta á Bræðsluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. mars 2023 11:12 Bríet treður upp og mun væntanlega flytja alla sína helstu slagara. vísiR/Daníel Þór Tilkynnt hefur verið um listamenn sem troða upp á Bræðslunni á Borgarfirði eystra laugardaginn 29. júlí í sumar. Maus, Bríet og Laddi eru á meðal þeirra sem koma fram. Bræðslan fer fram í 18. skipti í sumar, í gamalli síldarbræðslu sem Borgfirðingar breyta í tónleikahöll eitt kvöld ár hvert. Í ár kom fram Maus, Bríet, Laddi, Karlotta, Una Torfa, Jói Pé og Króli auk Jóns Arngríms og Valla Skúla. Miðasala hefst föstudaginn 10. mars en sem fyrr eru um 900 miðar í boði. „Ungt tónlistarfólk fær tækifæri á Bræðslunni ár hvert og í þetta skiptið er það ung og efnileg söngkona, Karlotta sem mun opna hátíðina. Úr yngri deildinni koma líka snillingarnir Jói P. & Króli og hin frábæra Bríet mun snúa aftur í Bræðsluna þar sem hún átti eftirminnilega frammistöðu fyrir fáeinum árum,“ segir í tilkynningu. „Önnur frábær söngkona sem hefur heldur betur slegið í gegn á undanförnum mánuðum er Una Torfa og hún mun stíga á Bræðslusviðið í sumar eftir að hafa tekið þátt í föstudagsforleik Bræðslunnar í fyrra. Hin goðsagnakennda rokksveit Maus mun síðan snúa aftur eftir langt hlé en sveitin mun halda upp á 30 ára afmæli sitt í Bræðslunni.“ Þá sé ekki allt talið. „Fulltrúar heimamanna sem munu sjá um að Bræðslugestir fái að heyra borgfirsk ættjarðarlög eru þeir Jón Arngrímsson og Valgeir Skúlason sem hafa samið og flutt tónlist fyrir Austfirðinga um áratugaskeið. Og síðastan, en alls ekki sístann kynnum við Ladda sem mun flytja öll sín bestu lög ásamt hljómsveit á Bræðslunni í sumar. Sannarlega fjölbreytt dagskrá.“ Í tilkynningu segir að Borgarfjörður eystra hafi eflst gríðarlega sem áfangastaður fyrir ferðafólk á síðustu árum og gestir Bræðslunnar hvattir til að kanna hvað sé í boði á vefnum borgarfjordureystri.is. „Þar má fræðast um framboð gistingar, veitingastaða og afþreyingar, en göngusvæðið í kringum Borgarfjörð er einstakt og upplagt að tengja ferðalag þangað við heimsókn í Bræðsluna. Önnur dagskrá í firðinum í sumar og þá sérstaklega í aðdraganda Bræðslu verður svo kynnt sérstaklega þegar nær dregur, en miðasala á þá viðburði fer fram síðar.“ Bræðslan Múlaþing Tónlist Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Bræðslan fer fram í 18. skipti í sumar, í gamalli síldarbræðslu sem Borgfirðingar breyta í tónleikahöll eitt kvöld ár hvert. Í ár kom fram Maus, Bríet, Laddi, Karlotta, Una Torfa, Jói Pé og Króli auk Jóns Arngríms og Valla Skúla. Miðasala hefst föstudaginn 10. mars en sem fyrr eru um 900 miðar í boði. „Ungt tónlistarfólk fær tækifæri á Bræðslunni ár hvert og í þetta skiptið er það ung og efnileg söngkona, Karlotta sem mun opna hátíðina. Úr yngri deildinni koma líka snillingarnir Jói P. & Króli og hin frábæra Bríet mun snúa aftur í Bræðsluna þar sem hún átti eftirminnilega frammistöðu fyrir fáeinum árum,“ segir í tilkynningu. „Önnur frábær söngkona sem hefur heldur betur slegið í gegn á undanförnum mánuðum er Una Torfa og hún mun stíga á Bræðslusviðið í sumar eftir að hafa tekið þátt í föstudagsforleik Bræðslunnar í fyrra. Hin goðsagnakennda rokksveit Maus mun síðan snúa aftur eftir langt hlé en sveitin mun halda upp á 30 ára afmæli sitt í Bræðslunni.“ Þá sé ekki allt talið. „Fulltrúar heimamanna sem munu sjá um að Bræðslugestir fái að heyra borgfirsk ættjarðarlög eru þeir Jón Arngrímsson og Valgeir Skúlason sem hafa samið og flutt tónlist fyrir Austfirðinga um áratugaskeið. Og síðastan, en alls ekki sístann kynnum við Ladda sem mun flytja öll sín bestu lög ásamt hljómsveit á Bræðslunni í sumar. Sannarlega fjölbreytt dagskrá.“ Í tilkynningu segir að Borgarfjörður eystra hafi eflst gríðarlega sem áfangastaður fyrir ferðafólk á síðustu árum og gestir Bræðslunnar hvattir til að kanna hvað sé í boði á vefnum borgarfjordureystri.is. „Þar má fræðast um framboð gistingar, veitingastaða og afþreyingar, en göngusvæðið í kringum Borgarfjörð er einstakt og upplagt að tengja ferðalag þangað við heimsókn í Bræðsluna. Önnur dagskrá í firðinum í sumar og þá sérstaklega í aðdraganda Bræðslu verður svo kynnt sérstaklega þegar nær dregur, en miðasala á þá viðburði fer fram síðar.“
Bræðslan Múlaþing Tónlist Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira