Fyrsti sigur Chelsea í 59 daga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 17:36 Wesley Fofana skoraði sigurmark Chelsea í dag. Vísir/Getty Chelsea hefur byrjað nýtt ár skelfilega og fyrir daginn í dag hafði liðið aðeins unnið einn leik í öllum keppnum síðan nýtt ár gekk í garð. Liðið vann þó loksins langþráðan 1-0 sigur gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það var Wesley Fofana sem skoraði eina mark leiksins á 53. mínútu eftir stoðsendingu frá Ben Chilwell og niðurstaðan því 1-0 sigur Chelsea. Þetta var fyrsti sigur Chelsea síðan liðið vann 1-0 sigur gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni þann 15. janúar síðastliðinn. Eins og áður segir hefur gengi Chelsea undanfarnar vikur og mánuði ekki verið upp á marga fiska, en með seigrinum í dag meðtöldum hefur liðið aðeins unnið þrjá leiki af seinustu 17 í öllum keppnum. Chelsea situr nú í tíunda sæti deildarinnar með 34 stig eftir 25 leiki, ellefu stigum á eftir Tottenham sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu. Leeds situr hins vegar í 17. sæti með 22 stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Enski boltinn
Chelsea hefur byrjað nýtt ár skelfilega og fyrir daginn í dag hafði liðið aðeins unnið einn leik í öllum keppnum síðan nýtt ár gekk í garð. Liðið vann þó loksins langþráðan 1-0 sigur gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það var Wesley Fofana sem skoraði eina mark leiksins á 53. mínútu eftir stoðsendingu frá Ben Chilwell og niðurstaðan því 1-0 sigur Chelsea. Þetta var fyrsti sigur Chelsea síðan liðið vann 1-0 sigur gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni þann 15. janúar síðastliðinn. Eins og áður segir hefur gengi Chelsea undanfarnar vikur og mánuði ekki verið upp á marga fiska, en með seigrinum í dag meðtöldum hefur liðið aðeins unnið þrjá leiki af seinustu 17 í öllum keppnum. Chelsea situr nú í tíunda sæti deildarinnar með 34 stig eftir 25 leiki, ellefu stigum á eftir Tottenham sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu. Leeds situr hins vegar í 17. sæti með 22 stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti