Messi hótað og fjórtán byssukúlum skotið á verslun tengdaforeldranna Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2023 08:31 Skotið var í gegnum gler verslunarinnar sem tengdaforeldrar Lionels Messi eiga. Hann var sjálfur í París í gær og æfði með liði sínu PSG. AP/Getty Byssumenn skutu á verslun tengdaforeldra Lionels Messi í Rosario í Argentínu í gær. Þeir skildu eftir hótunarbréf til argentínska knattspyrnugoðsins. Þetta hefur lögreglan í Rosario staðfest. Talið er að tveir byssumenn á mótorhjólum hafi skotið samtals fjórtán skotum að Unico-matvöruverslun snemma í gærmorgun. Foreldrar Antonelu Roccuzzo, eiginkonu Messis, eiga verslunina. Engan sakaði í árásinni og ekki liggur fyrir hvers vegna byssumennirnir skutu á verslunina eða hvers vegna þeir skildu eftir hótunarbréfið til Messis. Í því stóð: „Messi, við erum að bíða eftir þér. Javkin er dópsali. Hann mun ekki passa upp á þig.“ Javkin þessi er Pablo Javkin, borgarstjóri Rosario sem er þriðja stærsta borg Argentínu. Hann ræddi við fjölmiðla eftir árásina í gær um aukið ofbeldi í borginni og þörfina fyrir að auka löggæslu. Hvorki Messi né Roccuzzo hafa tjáð sig um árásina að svo stöddu. Þau eru bæði frá Rosario og heimsækja borgina reglulega en eru búsett í Frakklandi þar sem Messi spilar fyrir Paris Saint-Germain. Hann mætti þar til æfinga í gærmorgun. Messi er fyrirliði argentínska landsliðsins sem varð heimsmeistari í desember og var á mánudaginn kjörinn besti leikmaður heims 2022. Samningur þessa 35 ára leikmanns við PSG rennur út í sumar en hann hefur átt í viðræðum við félagið um nýjan samning. Þeim möguleika hefur þó verið velt upp að ferli hans gæti lokið hjá einu af félögunum í Rosario; Newell‘s Old Boys. Argentína Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Sjá meira
Þetta hefur lögreglan í Rosario staðfest. Talið er að tveir byssumenn á mótorhjólum hafi skotið samtals fjórtán skotum að Unico-matvöruverslun snemma í gærmorgun. Foreldrar Antonelu Roccuzzo, eiginkonu Messis, eiga verslunina. Engan sakaði í árásinni og ekki liggur fyrir hvers vegna byssumennirnir skutu á verslunina eða hvers vegna þeir skildu eftir hótunarbréfið til Messis. Í því stóð: „Messi, við erum að bíða eftir þér. Javkin er dópsali. Hann mun ekki passa upp á þig.“ Javkin þessi er Pablo Javkin, borgarstjóri Rosario sem er þriðja stærsta borg Argentínu. Hann ræddi við fjölmiðla eftir árásina í gær um aukið ofbeldi í borginni og þörfina fyrir að auka löggæslu. Hvorki Messi né Roccuzzo hafa tjáð sig um árásina að svo stöddu. Þau eru bæði frá Rosario og heimsækja borgina reglulega en eru búsett í Frakklandi þar sem Messi spilar fyrir Paris Saint-Germain. Hann mætti þar til æfinga í gærmorgun. Messi er fyrirliði argentínska landsliðsins sem varð heimsmeistari í desember og var á mánudaginn kjörinn besti leikmaður heims 2022. Samningur þessa 35 ára leikmanns við PSG rennur út í sumar en hann hefur átt í viðræðum við félagið um nýjan samning. Þeim möguleika hefur þó verið velt upp að ferli hans gæti lokið hjá einu af félögunum í Rosario; Newell‘s Old Boys.
Argentína Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Sjá meira