Vinjettuskáldið og heimsborgarinn Ármann Reynisson bauð Sindra Sindrasyni heim til sín í nýjasta þættinum af Heimsókn á Stöð 2 en þátturinn var á dagskrá í gærkvöldi.
Ármann býr í smekklegri eign í fjölbýlishúsi í austurbæ Reykjavíkur. Hann þykir með eindæmum smekklegur og á mikið og stórt fatasafn. Ármann er til að mynda með stútfullan fataskáp af jakkafötum og eru sum þeirra vel fjörutíu ára gömul eins og sjá má í brotinu hér að neðan.