Opinbera nýjan leik gerðan á Íslandi og í Finnlandi Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2023 16:30 Pax Dei gerist á myrkum tímum ævintýraheims þar sem goðsagnir, draugar og galdrar eru raunverulegir. Mainframe Industries Tölvuleikjafyrirtækið Mainframe Industries opinberaði í dag nýjan leik sem starfsmenn fyrirtækisins hafa unnið að. Sá kallast Pax Dei og er ævintýra- og fjölspilunarleikur. Fyrirtækið er skipað fólki sem vann áður hjá CCP við EVE Online og fólki frá Blizzard, Ubisoft og Ninja Theory, svo einhver fyrirtæki séu nefnd. Starfsstöðvar fyrirtækisins eru hér á Íslandi og í Finnlandi. Pax Dei gerist á myrkum tímum ævintýraheims þar sem goðsagnir, draugar og galdrar eru raunverulegir, samkvæmt Reyni Harðarsyni eins og stofnendum Mainframe Industries. Í tilkynningu er haft eftir honum að leikurinn opinn stóran, dularfullan og fallegan leikvöll sem spilarar geti fyllt af eigin sögum. Spilarar þurfi að taka höndum saman til að byggja upp þorp og fylkingar en samkvæmt tilkynningunni er allt í leiknum framleitt af spilurunum. Þeir geta einnig barist við skrímsli og óvætti, auk þess að berjast við hvorn annan. Pax Dei keyrir á grafík Unreal Engin 5. Áhugasamir geta skráð sig í alpha-prófanir leiksins með því að fara á heimasíðu leiksins og er einnig hægt að fylgjast með þróun hans á Steam. Leikjavísir Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Fyrirtækið er skipað fólki sem vann áður hjá CCP við EVE Online og fólki frá Blizzard, Ubisoft og Ninja Theory, svo einhver fyrirtæki séu nefnd. Starfsstöðvar fyrirtækisins eru hér á Íslandi og í Finnlandi. Pax Dei gerist á myrkum tímum ævintýraheims þar sem goðsagnir, draugar og galdrar eru raunverulegir, samkvæmt Reyni Harðarsyni eins og stofnendum Mainframe Industries. Í tilkynningu er haft eftir honum að leikurinn opinn stóran, dularfullan og fallegan leikvöll sem spilarar geti fyllt af eigin sögum. Spilarar þurfi að taka höndum saman til að byggja upp þorp og fylkingar en samkvæmt tilkynningunni er allt í leiknum framleitt af spilurunum. Þeir geta einnig barist við skrímsli og óvætti, auk þess að berjast við hvorn annan. Pax Dei keyrir á grafík Unreal Engin 5. Áhugasamir geta skráð sig í alpha-prófanir leiksins með því að fara á heimasíðu leiksins og er einnig hægt að fylgjast með þróun hans á Steam.
Leikjavísir Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira