„Íslenski hesturinn var besti vinur minn" Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. mars 2023 09:30 Noomi Rapace ólst að hluta til upp á hér á landi og tengist Íslandi sterkum böndum. Getty/Vittorio Zunino Celotto Leikkonan Noomi Rapace segir undirbúninginn fyrir hlutverk hennar í sjónvarpsseríunni Django hafa hafist strax í barnæsku, enda sé hún alin upp í kringum íslenska hesta. Django þættirnir eru væntanlegir til sýninga hjá Sky Atlantic í Bretlandi í byrjun mars en um er að ræða endurgerð af klassísku vestrakvikmyndinni Django frá 1966, en með nýju sniði. Líkt og áður hefur komið fram tengist Noomi Íslandi sterkum böndum, en hún ólst að hluta til upp hér á landi, hjá sænskri móður sinni og íslenskum fósturföður á Flúðum. Hún er því alvön reiðmennsku. Í samtali við Virgin Radio í Bretlandi segir Noomi að allt frá því hún var barn hafi hana dreymt um að leika í vestramynd, enda sé hún alin upp í kringum hesta. Hennar besti vinur í æsku var íslenski hesturinn hennar. „Ég ólst upp á sveitabæ, átti enga vini og langaði alltaf að leika í vestramynd. Þannig að ég hef í raun verið að undirbúa mig undir þetta hlutverk alveg frá því ég var fjögurra ára gömul, á litlum íslenskum hestum. Ég hef verið í kringum hesta eins lengi og ég man eftir mér,“ segir hún en bætir svo við að það sé reyndar ekki alltaf auðvelt að leika í atriði með hestum, enda láti þeir ekki alltaf að stjórn og geti verið óstýrilátir. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Django þættirnir eru væntanlegir til sýninga hjá Sky Atlantic í Bretlandi í byrjun mars en um er að ræða endurgerð af klassísku vestrakvikmyndinni Django frá 1966, en með nýju sniði. Líkt og áður hefur komið fram tengist Noomi Íslandi sterkum böndum, en hún ólst að hluta til upp hér á landi, hjá sænskri móður sinni og íslenskum fósturföður á Flúðum. Hún er því alvön reiðmennsku. Í samtali við Virgin Radio í Bretlandi segir Noomi að allt frá því hún var barn hafi hana dreymt um að leika í vestramynd, enda sé hún alin upp í kringum hesta. Hennar besti vinur í æsku var íslenski hesturinn hennar. „Ég ólst upp á sveitabæ, átti enga vini og langaði alltaf að leika í vestramynd. Þannig að ég hef í raun verið að undirbúa mig undir þetta hlutverk alveg frá því ég var fjögurra ára gömul, á litlum íslenskum hestum. Ég hef verið í kringum hesta eins lengi og ég man eftir mér,“ segir hún en bætir svo við að það sé reyndar ekki alltaf auðvelt að leika í atriði með hestum, enda láti þeir ekki alltaf að stjórn og geti verið óstýrilátir.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira