Hugmyndin of góð til þess að framkvæma hana ekki Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2023 14:00 Diljá segist vera orðin ótrúlega spennt fyrir laugardagskvöldinu. Mummi Lú Fyrsti þáttur hlaðvarpsins Powergang Podcast kom út í gær. Þar fara Diljá Pétursdóttir og Pálmi Ragnar Ásgeirsson yfir hvernig lagið Power sem Diljá syngur í Söngvakeppninni varð til. Diljá segist vilja leyfa fólki að kynnast sér og Pálma betur. Laginu Power er spáð góðu gengi í Söngvakeppninni á laugardaginn. Í skoðanakönnun í Facebook-hópnum Júrónördar er Diljá spáð sigri og situr íslenska útgáfa lagsins í 11. sæti vinsældalista Spotify á Íslandi, efst allra keppenda. Til þess að leyfa fólki að kynnast Diljá og Pálma betur ákváðu þau að gera fimm hlaðvarpsþætti um ferlið. Fyrsti þátturinn kom út í gær og kemur nýr þáttur út á hverjum degi fram að keppni. Í samtali við fréttastofu segir Diljá að þættirnir fjalli um þau tvö, lagið sjálft og svo ferlið allt. „Svo líka að mig hefur alltaf langað til að gera podcast. En ég hef ekki fundið alveg um hvað mínir þættir ættu að vera svo kom Pálmi með þessa hugmynd og þá hugsaði ég að þetta væri of gott til þess að gera það ekki. Og leyfa fólki að kynnast okkur aðeins betur,“ segir Diljá. Skyldu þau vinna keppnina á laugardaginn og keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd ætla þau að gefa út einn þátt í viku fram að keppninni og sýna frá því hvernig það er að vera Eurovision-framlag þjóðarinnar. „Bara leyfa fólki að fylgjast með hvernig þetta er. Maður einhvern veginn veit ekkert, ég veit ekkert hvernig þetta ferli er, hversu mikil vinna þetta er og hvers konar vinna. Þannig bara leyfa fólki að fylgjast með hvernig það er að vera að fara út í Eurovision,“ segir Diljá. Diljá og teymið sem kemur að atriðinu.Mummi Lú Hún segir viðtökurnar hafa verið frábærar. Nýlega var hún merkt í myndband á Instagram hjá svæfingalækni í Mexíkó sem var að hlusta á lagið hennar á meðan aðgerð var í gangi. „Þetta er það ruglaðasta myndband sem ég hef fengið sent á ævi minni. En mér fannst það bara fáránlega fyndið,“ segir Diljá. Hún er orðin afar spennt fyrir laugardagskvöldinu og er bjartsýn á að allt gangi vel. „Eina sem ég hef vald yfir er að gera mitt besta og ég hef góða tilfinningu fyrir því að ég muni gera það,“ segir Diljá. Tónlist Eurovision Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Laginu Power er spáð góðu gengi í Söngvakeppninni á laugardaginn. Í skoðanakönnun í Facebook-hópnum Júrónördar er Diljá spáð sigri og situr íslenska útgáfa lagsins í 11. sæti vinsældalista Spotify á Íslandi, efst allra keppenda. Til þess að leyfa fólki að kynnast Diljá og Pálma betur ákváðu þau að gera fimm hlaðvarpsþætti um ferlið. Fyrsti þátturinn kom út í gær og kemur nýr þáttur út á hverjum degi fram að keppni. Í samtali við fréttastofu segir Diljá að þættirnir fjalli um þau tvö, lagið sjálft og svo ferlið allt. „Svo líka að mig hefur alltaf langað til að gera podcast. En ég hef ekki fundið alveg um hvað mínir þættir ættu að vera svo kom Pálmi með þessa hugmynd og þá hugsaði ég að þetta væri of gott til þess að gera það ekki. Og leyfa fólki að kynnast okkur aðeins betur,“ segir Diljá. Skyldu þau vinna keppnina á laugardaginn og keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd ætla þau að gefa út einn þátt í viku fram að keppninni og sýna frá því hvernig það er að vera Eurovision-framlag þjóðarinnar. „Bara leyfa fólki að fylgjast með hvernig þetta er. Maður einhvern veginn veit ekkert, ég veit ekkert hvernig þetta ferli er, hversu mikil vinna þetta er og hvers konar vinna. Þannig bara leyfa fólki að fylgjast með hvernig það er að vera að fara út í Eurovision,“ segir Diljá. Diljá og teymið sem kemur að atriðinu.Mummi Lú Hún segir viðtökurnar hafa verið frábærar. Nýlega var hún merkt í myndband á Instagram hjá svæfingalækni í Mexíkó sem var að hlusta á lagið hennar á meðan aðgerð var í gangi. „Þetta er það ruglaðasta myndband sem ég hef fengið sent á ævi minni. En mér fannst það bara fáránlega fyndið,“ segir Diljá. Hún er orðin afar spennt fyrir laugardagskvöldinu og er bjartsýn á að allt gangi vel. „Eina sem ég hef vald yfir er að gera mitt besta og ég hef góða tilfinningu fyrir því að ég muni gera það,“ segir Diljá.
Tónlist Eurovision Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira