Hetja helgarinnar: Gaf litlu stelpunum líklega eitthvað til að öskra yfir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2023 12:31 Caitlin Clark fagnar sigurkörfu sinni um helgina og eins og sjá má varð allt vitlaust í stúkunni í höllinni í Iowa City. AP/Charlie Neibergall Körfuboltakonan Caitlin Clark er stórstjarna í bandaríska háskólakörfuboltanum og hún stóð heldur betur undir nafni um helgina. Clark skoraði þá ótrúlega þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu leiksins sem tryggði liði hennar frá Iowa háskólanum sigur á Indiana Hoosiers. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Indiana Hoosiers er í öðru sæti á styrkleikalistanum í háskólaboltanum og þetta var því risastór sigur fyrir Iowa liðið fyrir framan troðfulla fimmtán þúsund manna höll. Caitlin Clark er svakalega skytta sem hún hefur margoft sýnt en í þessum leik var hún með 34 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Það eru samt allir að tala um sigurkörfuna. Iowa hafði aðeins nokkrar sekúndur til að búa eitthvað til og það vissu allir í húsinu að Clark væri að fara að fá boltann. Henni tókst engu að síður að losa sig og ná upp skotinu úr erfiðri stöðu. Það var ekki að spyrja að niðurstöðunni því eins og hjá alvöru hetjum þá fór skotið í körfuna. Clark fagnaði skiljanlega gríðarlega og þakið sprakk af húsinu. „Ég hef skorað nokkrar flautukörfur á ferlinum en enga eins og þessa og í þessum kringumstæðum. Þessi er pottþétt númer eitt,“ sagði Caitlin Clark eftir leikinn. „Þú veist að ég vil gera allt til að kvennakarfan vaxi og dafni og ég er ánægð með það að gefa litlu stelpunum líklega eitthvað til að öskra yfir. Þegar ég var yngri þá var ég að gera það saman fyrir framan sjónvarpið mitt,“ sagði Clark. Það má sjá körfuna og fagnaðarlætin hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Clark skoraði þá ótrúlega þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu leiksins sem tryggði liði hennar frá Iowa háskólanum sigur á Indiana Hoosiers. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Indiana Hoosiers er í öðru sæti á styrkleikalistanum í háskólaboltanum og þetta var því risastór sigur fyrir Iowa liðið fyrir framan troðfulla fimmtán þúsund manna höll. Caitlin Clark er svakalega skytta sem hún hefur margoft sýnt en í þessum leik var hún með 34 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Það eru samt allir að tala um sigurkörfuna. Iowa hafði aðeins nokkrar sekúndur til að búa eitthvað til og það vissu allir í húsinu að Clark væri að fara að fá boltann. Henni tókst engu að síður að losa sig og ná upp skotinu úr erfiðri stöðu. Það var ekki að spyrja að niðurstöðunni því eins og hjá alvöru hetjum þá fór skotið í körfuna. Clark fagnaði skiljanlega gríðarlega og þakið sprakk af húsinu. „Ég hef skorað nokkrar flautukörfur á ferlinum en enga eins og þessa og í þessum kringumstæðum. Þessi er pottþétt númer eitt,“ sagði Caitlin Clark eftir leikinn. „Þú veist að ég vil gera allt til að kvennakarfan vaxi og dafni og ég er ánægð með það að gefa litlu stelpunum líklega eitthvað til að öskra yfir. Þegar ég var yngri þá var ég að gera það saman fyrir framan sjónvarpið mitt,“ sagði Clark. Það má sjá körfuna og fagnaðarlætin hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira