Fyrirliðinn ekki með á HM í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2023 18:31 Wendie Renard hefur verið fyrirliði franska landsliðsins síðustu árin. Vísir/Getty Fyrirliði franska kvennalandsliðsins í knattspyrnu Wendie Renard tilkynnti í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér fyrir heimsmeistaramótið í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins. Wendie Renard hefur verið lykilmaður í hinu geysisterka franska liði síðustu árin en hún leikur sem miðvörður og hefur íslenska landsliðið þurft að berjast við hana í nokkur skipti. Renard tilkynnti á Instagram-síðu sinni í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér í franska landsliðið fyrir heimsmeistaramótið í sumar þar sem hún getur ekki lengur stutt það kerfi sem viðgengst í kringum franska liðið. „Ég hef barist fyrir bláa, hvíta og rauða búninginn í 142 skipti af ástríðu, virðingu og fagmennsku. Ég elska Frakkland meira en nokkuð annað, ég er ekki fullkomin langt í frá, en ég get ekki lengur stutt það kerfi sem er langt frá þeim kröfum sem eru settar á hæsta getustigi. Þetta er sorgardagur en nauðsynlegur til að standa vörð um mína eigin andlegu heilsu,“ skrifaði Renard á Instagram í dag. View this post on Instagram A post shared by Wendie Renard (@wendie_renard) Fréttir hafa borist af óánægju leikmanna með forráðamenn landsliðsins, meðal annars þjálfarann Corinne Diacre. Gagnrýnin snýr að því hvernig valið er í landsliðshópinn. „Það eru þung skref að tilkynna um ákvörðun mína að draga mig úr franska liðinu. Ég mun ekki spila á heimsmeistaramótinu í þessum aðstæðum. Sársaukinn sést ekki í andliti mínu en mér líður illa í hjartanu og mig langar ekki að líða illa áfram,“ skrifaði Renard sömuleiðis. Sara Björk Gunnarsdóttir er meðal þeirra sem hefur tjáð sig við færslu Renard og skrifar að ákvörðun Renard sé virðingarverð. Renard lék síðast með Frakklandi í nýliðinni landsleikjatörn og kom við sögu bæði gegn Dönum og Úrugvæ. Fyrir Evrópumótið síðasta sumar bárust fregnir af stirðu sambandi þjálfarans Diacre við nokkrar af stjörnum liðsins, meðal annars Sara Bouhaddi, Amandine Henry og Eugenie Le Sommer. Þær voru á endanum ekki valdar í franska liðið sem féll úr leik í undanúrslitum gegn Þýskalandi. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Wendie Renard hefur verið lykilmaður í hinu geysisterka franska liði síðustu árin en hún leikur sem miðvörður og hefur íslenska landsliðið þurft að berjast við hana í nokkur skipti. Renard tilkynnti á Instagram-síðu sinni í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér í franska landsliðið fyrir heimsmeistaramótið í sumar þar sem hún getur ekki lengur stutt það kerfi sem viðgengst í kringum franska liðið. „Ég hef barist fyrir bláa, hvíta og rauða búninginn í 142 skipti af ástríðu, virðingu og fagmennsku. Ég elska Frakkland meira en nokkuð annað, ég er ekki fullkomin langt í frá, en ég get ekki lengur stutt það kerfi sem er langt frá þeim kröfum sem eru settar á hæsta getustigi. Þetta er sorgardagur en nauðsynlegur til að standa vörð um mína eigin andlegu heilsu,“ skrifaði Renard á Instagram í dag. View this post on Instagram A post shared by Wendie Renard (@wendie_renard) Fréttir hafa borist af óánægju leikmanna með forráðamenn landsliðsins, meðal annars þjálfarann Corinne Diacre. Gagnrýnin snýr að því hvernig valið er í landsliðshópinn. „Það eru þung skref að tilkynna um ákvörðun mína að draga mig úr franska liðinu. Ég mun ekki spila á heimsmeistaramótinu í þessum aðstæðum. Sársaukinn sést ekki í andliti mínu en mér líður illa í hjartanu og mig langar ekki að líða illa áfram,“ skrifaði Renard sömuleiðis. Sara Björk Gunnarsdóttir er meðal þeirra sem hefur tjáð sig við færslu Renard og skrifar að ákvörðun Renard sé virðingarverð. Renard lék síðast með Frakklandi í nýliðinni landsleikjatörn og kom við sögu bæði gegn Dönum og Úrugvæ. Fyrir Evrópumótið síðasta sumar bárust fregnir af stirðu sambandi þjálfarans Diacre við nokkrar af stjörnum liðsins, meðal annars Sara Bouhaddi, Amandine Henry og Eugenie Le Sommer. Þær voru á endanum ekki valdar í franska liðið sem féll úr leik í undanúrslitum gegn Þýskalandi.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira