Fyrsti titill Man Utd í sex ár í höfn Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. febrúar 2023 18:30 Casemiro að skora vísir/Getty Manchester United er enskur deildabikarmeistari eftir sannfærandi 2-0 sigur á Newcastle United í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag. Leikurinn var nokkuð fjörugur frá upphafi til enda en það voru Newcastle menn sem voru betri aðilinn til að byrja með þar sem Norðanmenn voru meira með boltann og sköpuðu hættulegri stöður á fyrsta hálftíma leiksins. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins þegar Brasilíumaðurinn öflugi, Casemiro, náði forystunni fyrir Man Utd þegar hann stangaði aukaspyrnu Luke Shaw í netið á 33.mínútu. Frábær spyrna og skallinn góður hjá Brassanum. 1-0 varð 2-0 skömmu síðar þegar hinn sjóðheiti Marcus Rashford fann leiðina í mark Newcastle. Wout Weghorst gerði hrikalega vel í að finna Rashford í hlaupi innfyrir vörnina. Hann skaut að marki, boltinn breytti um stefnu af Sven Botman og skrúfaðist yfir Karius í markinu sem var kominn í hreyfingu og náði ekki að verja. Staðan í leikhléi 2-0 og gerði Eddie Howe sóknarsinnaða breytingu í leikhléi þar sem Alexander Isak kom inná. Newcastle sótti mun meira í síðari hálfleik á meðan lærisveinar Erik Ten Hag lögðust aftar á völlinn og vörðust sóknaratlotum Norðanmanna vel. Fór að lokum svo að Newcastle náði ekki að minnka muninn og 2-0 sigur Man Utd staðreynd. Enski boltinn
Manchester United er enskur deildabikarmeistari eftir sannfærandi 2-0 sigur á Newcastle United í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag. Leikurinn var nokkuð fjörugur frá upphafi til enda en það voru Newcastle menn sem voru betri aðilinn til að byrja með þar sem Norðanmenn voru meira með boltann og sköpuðu hættulegri stöður á fyrsta hálftíma leiksins. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins þegar Brasilíumaðurinn öflugi, Casemiro, náði forystunni fyrir Man Utd þegar hann stangaði aukaspyrnu Luke Shaw í netið á 33.mínútu. Frábær spyrna og skallinn góður hjá Brassanum. 1-0 varð 2-0 skömmu síðar þegar hinn sjóðheiti Marcus Rashford fann leiðina í mark Newcastle. Wout Weghorst gerði hrikalega vel í að finna Rashford í hlaupi innfyrir vörnina. Hann skaut að marki, boltinn breytti um stefnu af Sven Botman og skrúfaðist yfir Karius í markinu sem var kominn í hreyfingu og náði ekki að verja. Staðan í leikhléi 2-0 og gerði Eddie Howe sóknarsinnaða breytingu í leikhléi þar sem Alexander Isak kom inná. Newcastle sótti mun meira í síðari hálfleik á meðan lærisveinar Erik Ten Hag lögðust aftar á völlinn og vörðust sóknaratlotum Norðanmanna vel. Fór að lokum svo að Newcastle náði ekki að minnka muninn og 2-0 sigur Man Utd staðreynd.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti