Man City rúllaði yfir Bournemouth Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. febrúar 2023 19:24 Marki fagnað. vísir/Getty Manchester City átti ekki í teljandi vandræðum með Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Julian Alvarez fékk tækifæri í byrjunarliðinu í dag og lék með Erling Haaland í fremstu víglínunni og þeir skoruðu sitt markið hvor á fyrsta hálftímanum áður en Phil Foden kom sér á markalistann á lokaandartökum fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi því 0-3 fyrir Man City. Snemma í síðari hálfleik skoraði Chris Mepham, varnarmaður Bournemouth, sjálfsmark og staðan orðin 0-4. Heimamenn náðu þó að klóra í bakkann áður en yfir lauk því Jefferson Lerma minnkaði muninn í 1-4 á 83.mínútu. Enski boltinn
Manchester City átti ekki í teljandi vandræðum með Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Julian Alvarez fékk tækifæri í byrjunarliðinu í dag og lék með Erling Haaland í fremstu víglínunni og þeir skoruðu sitt markið hvor á fyrsta hálftímanum áður en Phil Foden kom sér á markalistann á lokaandartökum fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi því 0-3 fyrir Man City. Snemma í síðari hálfleik skoraði Chris Mepham, varnarmaður Bournemouth, sjálfsmark og staðan orðin 0-4. Heimamenn náðu þó að klóra í bakkann áður en yfir lauk því Jefferson Lerma minnkaði muninn í 1-4 á 83.mínútu.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti