Dagný um súra endinn á 2022: Gott að koma saman núna og byrja upp á nýtt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 13:30 Dagný Brynjarsdóttir sést hér eftir tapleikinn á móti Portúgal þar sem íslenska liðið missti af HM. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið varð í gær Pinatar Cup meistari eftir 5-0 sigur á Filippseyjum í þriðja og síðasta leik sínum á æfingarmótinu á Spáni. Íslenska liðið var taplaust á mótinu, vann tvo af þremur leikjum og fékk ekki á sig mark. Markatalan var 7-0 Íslandi í vil. Dagný Brynjarsdóttir ræddi við KSÍ TV eftir leikinn í gær en hún var með fyrirliðabandið þar sem Glódís Perla Viggósdóttir hvíld í þessum leik. „Mér fannst við laga margt sem við þurftum að laga eftir síðustu tvo leiki á undan. Það var stígandi í þessu hjá okkur með hverjum leik,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. „Þetta lið hefur ekki verið að fá mikið af mörkum á sig þannig að það var mjög gott að skora fimm mörk hjá þeim. Við höldum hreinu allt mótið og það er líka jákvætt. Við sköpuðu fleiri færi í dag heldur en í hinum leikjunum og kláruðum þau,“ sagði Dagný. Er Dagný sátt með mótið í heild sinni? „Já, já. Auðvitað hefðum við viljað spila betur á móti Wales og Skotlandi því það voru ekki okkar bestu leikir en kannski er ekki það besta fyrir okkur að spila leiki á þessum tíma. Það eru ekki margir leikmenn byrjaðir að spila með sínum liðum og við erum með fáa leikmenn í vetrardeildum,“ sagði Dagný. „Það var því við því að búast að þetta yrðu ekki okkar sterkustu leikir strax og við höfum náttúrulega ekki spilað saman síðan í október. Við hefðum kannski átt að byrja hina tvo leikina aðeins betur en kannski er það eðlilegt miðað við árstíma og hvar leikmenn eru á sínum tímabilum í dag,“ sagði Dagný. Íslenska liðið var saman á Spáni í tíu daga og hvernig metur Dagný ferðina. „Þetta var flott. Við náðum að þjappa hópnum aðeins saman. Það voru nokkrir nýliðar eins og Diljá og Olla sem fengu að kynnast hópnum vel. Síðast þegar við vorum saman þá töpuðum við á móti Portúgal og enduðum síðasta ár því erfiðlega. Það var erfitt að rífa sig upp úr því og það var því gott að koma saman núna og byrja upp á nýtt,“ sagði Dagný. Íslenska liðið endaði árið 2022 á að tapa á móti Portúgal í leik þar sem sigur hefði komið okkar stelpum inn á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn. Það má sjá allt viðtalið við Dagnýju hér fyrir neðan. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
Íslenska liðið var taplaust á mótinu, vann tvo af þremur leikjum og fékk ekki á sig mark. Markatalan var 7-0 Íslandi í vil. Dagný Brynjarsdóttir ræddi við KSÍ TV eftir leikinn í gær en hún var með fyrirliðabandið þar sem Glódís Perla Viggósdóttir hvíld í þessum leik. „Mér fannst við laga margt sem við þurftum að laga eftir síðustu tvo leiki á undan. Það var stígandi í þessu hjá okkur með hverjum leik,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. „Þetta lið hefur ekki verið að fá mikið af mörkum á sig þannig að það var mjög gott að skora fimm mörk hjá þeim. Við höldum hreinu allt mótið og það er líka jákvætt. Við sköpuðu fleiri færi í dag heldur en í hinum leikjunum og kláruðum þau,“ sagði Dagný. Er Dagný sátt með mótið í heild sinni? „Já, já. Auðvitað hefðum við viljað spila betur á móti Wales og Skotlandi því það voru ekki okkar bestu leikir en kannski er ekki það besta fyrir okkur að spila leiki á þessum tíma. Það eru ekki margir leikmenn byrjaðir að spila með sínum liðum og við erum með fáa leikmenn í vetrardeildum,“ sagði Dagný. „Það var því við því að búast að þetta yrðu ekki okkar sterkustu leikir strax og við höfum náttúrulega ekki spilað saman síðan í október. Við hefðum kannski átt að byrja hina tvo leikina aðeins betur en kannski er það eðlilegt miðað við árstíma og hvar leikmenn eru á sínum tímabilum í dag,“ sagði Dagný. Íslenska liðið var saman á Spáni í tíu daga og hvernig metur Dagný ferðina. „Þetta var flott. Við náðum að þjappa hópnum aðeins saman. Það voru nokkrir nýliðar eins og Diljá og Olla sem fengu að kynnast hópnum vel. Síðast þegar við vorum saman þá töpuðum við á móti Portúgal og enduðum síðasta ár því erfiðlega. Það var erfitt að rífa sig upp úr því og það var því gott að koma saman núna og byrja upp á nýtt,“ sagði Dagný. Íslenska liðið endaði árið 2022 á að tapa á móti Portúgal í leik þar sem sigur hefði komið okkar stelpum inn á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn. Það má sjá allt viðtalið við Dagnýju hér fyrir neðan.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira