Sló þögn á salinn eftir óvænta frammistöðu McClung Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 10:45 Stjörnur NBA-deildarinnar vissu augljóslega ekki við hverju mátti búast þegar Mac McClung steig á svið. Alex Goodlett/Getty Images Segja má að hinn óþekkti Mac McClung hafi komið, séð og sigrað í troðslukeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Þá fór Damian Lillard með sigur af hólmi í þriggja stiga keppninni. Stjörnuhelgi NBA deildarinnar fer nú fram sem þýðir að í nótt fór troðslu- og þriggja stiga keppnin fram á meðan Stjörnuleikurinn sjálfur er annað kvöld, aðfaranótt mánudags. Hinn 24 ára gamli McClung hefur aðeins spilað tvo leiki í NBA deildinni þrátt fyrir að hafa verið á mála hjá Chicago Bulls, Los Angeles Lakers og nú Philadelphia 76ers. Hann er hins vegar meiri æfingaleikmaður og er spilar aðallega fyrir varalið félaganna í G-deildinni. Það breytti því ekki að McClung var kokhraustur í aðdraganda troðslukeppninnar og átti hann greinilega innistæðu fyrir því. McClung talaði um að eiga inni tvær troðslur sem höfðu ekki áður verið framkvæmdar í keppninni og miðað við viðbrögð áhorfenda í salnum – sem var fullur af leikmönnum úr NBA deildinni – og dómara þá hafði hann rétt fyrir sér. Mac McClung had the Association STUNNED #ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday pic.twitter.com/7UN6YyfYVC— NBA (@NBA) February 19, 2023 Sjón er sögu ríkari og því má sjá allar troðslur McClung hér að neðan. Trey Murphy III úr New Orleans Pelicans varð að sætta sig við annað sætið. OVER 2 PEOPLE. TAP OFF THE BACKBOARD.GOODNESS, MAC MCCLUNG.#ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday : Live on TNT pic.twitter.com/kEzCbDofEd— NBA (@NBA) February 19, 2023 5 4 0 for the W.#ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday pic.twitter.com/giXOVIwooa— NBA (@NBA) February 19, 2023 Buddy Hield gaf Damian Lillard góða keppni í þriggja stiga keppninni en á endanum fór Lillard með sigur af hólmi. Hann hafði tvívegis áður tekið þátt en ekki farið með sigur af hólmi. Hann var því einkar ánægður í lok kvölds eftir að hafa tryggt sér sigurinn. „Ég vildi vinna keppnina allavega einu sinni áður en ég hætti að spila. Þess vegna tók ég þetta af meiri alvöru en áður og því fór sem fór.“ DAME. IS. CLUTCH. #NBAAllStar pic.twitter.com/zMSrnJo28C— Portland Trail Blazers (@trailblazers) February 19, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sjá meira
Stjörnuhelgi NBA deildarinnar fer nú fram sem þýðir að í nótt fór troðslu- og þriggja stiga keppnin fram á meðan Stjörnuleikurinn sjálfur er annað kvöld, aðfaranótt mánudags. Hinn 24 ára gamli McClung hefur aðeins spilað tvo leiki í NBA deildinni þrátt fyrir að hafa verið á mála hjá Chicago Bulls, Los Angeles Lakers og nú Philadelphia 76ers. Hann er hins vegar meiri æfingaleikmaður og er spilar aðallega fyrir varalið félaganna í G-deildinni. Það breytti því ekki að McClung var kokhraustur í aðdraganda troðslukeppninnar og átti hann greinilega innistæðu fyrir því. McClung talaði um að eiga inni tvær troðslur sem höfðu ekki áður verið framkvæmdar í keppninni og miðað við viðbrögð áhorfenda í salnum – sem var fullur af leikmönnum úr NBA deildinni – og dómara þá hafði hann rétt fyrir sér. Mac McClung had the Association STUNNED #ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday pic.twitter.com/7UN6YyfYVC— NBA (@NBA) February 19, 2023 Sjón er sögu ríkari og því má sjá allar troðslur McClung hér að neðan. Trey Murphy III úr New Orleans Pelicans varð að sætta sig við annað sætið. OVER 2 PEOPLE. TAP OFF THE BACKBOARD.GOODNESS, MAC MCCLUNG.#ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday : Live on TNT pic.twitter.com/kEzCbDofEd— NBA (@NBA) February 19, 2023 5 4 0 for the W.#ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday pic.twitter.com/giXOVIwooa— NBA (@NBA) February 19, 2023 Buddy Hield gaf Damian Lillard góða keppni í þriggja stiga keppninni en á endanum fór Lillard með sigur af hólmi. Hann hafði tvívegis áður tekið þátt en ekki farið með sigur af hólmi. Hann var því einkar ánægður í lok kvölds eftir að hafa tryggt sér sigurinn. „Ég vildi vinna keppnina allavega einu sinni áður en ég hætti að spila. Þess vegna tók ég þetta af meiri alvöru en áður og því fór sem fór.“ DAME. IS. CLUTCH. #NBAAllStar pic.twitter.com/zMSrnJo28C— Portland Trail Blazers (@trailblazers) February 19, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum