Ljósleiðaradeildin í beinni: Þrjú lið berjast um deildarmeistaratitilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. febrúar 2023 19:06 Leikir kvöldsins. Lokaumferð deildarkeppninnar í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO klárast í kvöld þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Þór, Atlantic Esports og ríkjandi meistarar Dusty mæta öll til leiks í kvöld og öll geta þessi þrjú lið tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Dusty er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar og því getur liðið varið titilinn með sigri, sama hvernig aðrir leikir kvöldsins fara. Við hefjum leik á viðureign Ármanns og FH klukkan 19:30 áður en alvaran tekur við. Atlantic mætir Ten5ion klukkan 20:30 í leik sem ætti að vera skyldusigur fyrir Atlantic, enda situr Ten5ion í næst neðsta sæti deildarinnar með jafn mörg stig og botnlið Fylkis. Liðsmenn Atlantic munu svo bíða spenntir eftir seinustu viðureign kvöldsins þegar Dusty og Þór mætast klukkan 21:30. Eins og áður segir tryggir Dusty sér deildarmeistaratitilinn með sigri, en tapi liðið gegn Þór eru liðsmenn Atlantic deildarmeistarar. Eini möguleiki Þórs á deildarmeistaratitlinum er að Atlantic tapi gegn Ten5ion og Þórsarar vinni svo sigur gegn Dusty. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti
Þór, Atlantic Esports og ríkjandi meistarar Dusty mæta öll til leiks í kvöld og öll geta þessi þrjú lið tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Dusty er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar og því getur liðið varið titilinn með sigri, sama hvernig aðrir leikir kvöldsins fara. Við hefjum leik á viðureign Ármanns og FH klukkan 19:30 áður en alvaran tekur við. Atlantic mætir Ten5ion klukkan 20:30 í leik sem ætti að vera skyldusigur fyrir Atlantic, enda situr Ten5ion í næst neðsta sæti deildarinnar með jafn mörg stig og botnlið Fylkis. Liðsmenn Atlantic munu svo bíða spenntir eftir seinustu viðureign kvöldsins þegar Dusty og Þór mætast klukkan 21:30. Eins og áður segir tryggir Dusty sér deildarmeistaratitilinn með sigri, en tapi liðið gegn Þór eru liðsmenn Atlantic deildarmeistarar. Eini möguleiki Þórs á deildarmeistaratitlinum er að Atlantic tapi gegn Ten5ion og Þórsarar vinni svo sigur gegn Dusty.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti