„Ég verð sáttur ef þeir gefa okkur þessi tvö stig til baka“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. febrúar 2023 21:01 Mikel Arteta var eðlilega ósáttur með dómgæsluna í leik Arsenal og Brentford. Clive Mason/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að hann verði ekki sáttur nema enska úrvalsdeildin gefi liðinu tvö stig til baka eftir að mistök í VAR-herberginu urðu til þess að Arsenal þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Brentford um liðna helgi. Ivan Toney bjargaði stigi fyrir Brentford þegar liðið heimsótti Arsenal síðastliðinn laugardag. Toney jafnaði metin á 74. mínútu leiksins, en endursýningar sýndu að Christian Norgaard var rangstæður í aðdraganda marksins. Lee Mason, sen var VAR-dómari leiksins, gleymdi hins vegar að teikna upp línurnar í VAR-herberginu og sá því ekki rangstöðuna og markið fékk að standa. Í kjölfarið baðst enska dómarasambandið afsökunar á mannlegum mistökum sem höfðu veruleg áhrif á leiki laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arteta segir að mistökin hafi kostað sína menn tvö stig í toppbaráttunni, en Arsenal situr á toppi deildarinnar, nú aðeins þremur stigum fyrir ofan Manchester City sem situr í öðru sæti. Arsenal og City mætast einmitt á morgun í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar og Arteta er ekki tilbúinn að taka undir að um mannleg mistök hafi verið að ræða í leiknum gegn Brentford. „Þetta voru ekki mannleg mistök. Þetta var stórt fæmi um einhvern sem skilur ekki starfið sitt. Það er óásættanlegt og kostaði okkur tvö stig sem við fáum ekki aftur,“ sagði Arteta. „Þannig að núna þurfum við að ná í þessi tvö stig einhvers staðar annars staðar. En á sama tíma þá kunnum við að meta afsökunarbeiðnina og útskýringarnar sem fylgdu henni.“ Aðspurður að því hvort hann væri sáttur með afsökunarbeiðnina frá dómarasambandinu sagðist Arteta hins vegar ekki verða sáttur fyrr en liðið fengi þessi tvö stig sem tekin voru af liðinu. „Ég verð sáttur þegar þeir gefa okkur þessi tvö stig til baka,“ grínaðist Spánverjinn. „En það er ekki að fara að gerast.“ „Við fengum einlæga og hreinskilna afsökunarbeiðni, sem er gott. En það breytir ekki þeirri staðreynd að við erum með tveimur stigum minna í deildinni en við ættum að vera með.“ Enski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Sjá meira
Ivan Toney bjargaði stigi fyrir Brentford þegar liðið heimsótti Arsenal síðastliðinn laugardag. Toney jafnaði metin á 74. mínútu leiksins, en endursýningar sýndu að Christian Norgaard var rangstæður í aðdraganda marksins. Lee Mason, sen var VAR-dómari leiksins, gleymdi hins vegar að teikna upp línurnar í VAR-herberginu og sá því ekki rangstöðuna og markið fékk að standa. Í kjölfarið baðst enska dómarasambandið afsökunar á mannlegum mistökum sem höfðu veruleg áhrif á leiki laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arteta segir að mistökin hafi kostað sína menn tvö stig í toppbaráttunni, en Arsenal situr á toppi deildarinnar, nú aðeins þremur stigum fyrir ofan Manchester City sem situr í öðru sæti. Arsenal og City mætast einmitt á morgun í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar og Arteta er ekki tilbúinn að taka undir að um mannleg mistök hafi verið að ræða í leiknum gegn Brentford. „Þetta voru ekki mannleg mistök. Þetta var stórt fæmi um einhvern sem skilur ekki starfið sitt. Það er óásættanlegt og kostaði okkur tvö stig sem við fáum ekki aftur,“ sagði Arteta. „Þannig að núna þurfum við að ná í þessi tvö stig einhvers staðar annars staðar. En á sama tíma þá kunnum við að meta afsökunarbeiðnina og útskýringarnar sem fylgdu henni.“ Aðspurður að því hvort hann væri sáttur með afsökunarbeiðnina frá dómarasambandinu sagðist Arteta hins vegar ekki verða sáttur fyrr en liðið fengi þessi tvö stig sem tekin voru af liðinu. „Ég verð sáttur þegar þeir gefa okkur þessi tvö stig til baka,“ grínaðist Spánverjinn. „En það er ekki að fara að gerast.“ „Við fengum einlæga og hreinskilna afsökunarbeiðni, sem er gott. En það breytir ekki þeirri staðreynd að við erum með tveimur stigum minna í deildinni en við ættum að vera með.“
Enski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Sjá meira