Ófrískar konur mega nú taka þátt í Ungfrú Ísland Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 15:58 Ungfrú Ísland/Arnór Trausti-Vísir/Vilhelm Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland hefur snúið aftur en nú í breyttri mynd. Mæður, giftar og ófrískar konur mega nú taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdarstjóri keppninnar, fagnar þessum tímabæru breytingum. „Aðalmarkmiðið er að finna konu sem er fyrirmynd og allir geta speglað sig í á einhvern hátt. Við höfum verið bundin við það síðustu sjötíu ár sem þessi keppni hefur verið haldin, að Miss Universe hefur ekki leyft mæður eða giftar konur. Þannig þetta er rosalega stórt skref,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Undankeppni Miss Universe hét áður Miss Universe Iceland og var það Manuela sem fór fyrir þeirri keppni ásamt Pageant Smart. Nú hafa þau hins vegar tekið yfir Ungfrú Ísland vörumerkið og tekur sú keppni við af Miss Universe Iceland. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missuniverseiceland) Skrifar gagnrýni á fáfræði Manuela segir umhverfi fegurðarsamkeppna vera gjörbreytt frá því að hún var sjálf krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Þá hafi keppendur verið settir á vigt og úlitskröfurnar hafi verið allsráðandi. Það er nú liðin tíð samkvæmt Manuelu. „Það er ekkert leyndarmál að fegurðarsamkeppnir fá á sig gagnrýni en ég skrifa það alltaf bara á fáfræði. Í dag er þetta svo rosalega breytt. Það er ekkert eftir af þessum gömlu hugmyndum sem voru áður ríkjandi. Keppnin sjálf er kannski eins upp byggð en áherslurnar eru allt allt aðrar. Það er alveg ástæða fyrir því að margar stelpur taka þátt aftur og aftur. Þær fá svo rosalega mikið út úr því að keppa, jafnvel þótt þær vinni ekki,“ segir Manuela. Leita að einhverri sem er tilbúin að fara „all-in“ Hún segir keppnina í dag snúast að miklu leyti um sjálfsvinnu og að skapa vettvang fyrir konur til þess að nota röddina sína og láta gott af sér leiða. Engar útlitskröfur eru gerðar, heldur eru einu skilyrðin fyrir þátttöku að vera kona á aldrinum 18-28 ára. Þó þarf sigurvegarinn að vera tilbúinn að takast á við það stóra verkefni sem Miss Universe er. Sú sem hreppir annað sætið fer einnig út í stóra keppni, Miss Supranational. „Það eru margar sem gera sér ekki grein fyrir því hvað það er raunverulega erfitt að fara í svona stóra keppni. Það er brjáluð keyrsla og þetta tekur á bæði andlega og líkamlega. Við náttúrlega reynum að undirbúa okkar keppendur fyrir stóru keppnina eins vel og við getum. Þannig það þarf einhverja sem er tilbúin í að fara „all-in“ í alla þá vinnu sem fylgir.“ View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missuniverseiceland) Miss Universe er fyrir allar konur Manuela segir fjölbreytileikann stöðugt vera að aukast í keppninni erlendis. Til að mynda hafi fyrsta trans konan tekið þátt í keppninni árið 2018 fyrir hönd Spánar. Þá hafi konur sem notast við hjólastól einnig tekið þátt í undankeppnunum erlendis. Hún tekur því þessum nýju breytingum fagnandi, enda eru þær til þess fallnar að auka fjölbreytileikann enn frekar. „Mér finnst þetta bara frábær leið til að undirstrika að Miss Universe er fyrir allar konur og ég vonast bara til að sjá fjölbreyttan hóp umsækjenda og fá glæsilegar giftar mæður í hópinn í ár,“ segir Manuela sem hvetur allar áhugasamar konur á aldrinum 18-28 ára til þess að sækja um. Ungfrú Ísland Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Hrafnhildur flogin út í lokakeppni Miss Universe Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe Iceland, hélt síðastliðinn miðvikudag vestur um haf til að taka þátt í aðalkeppni Miss Universe. 30. desember 2022 11:46 Svona var Miss Universe Iceland árið 2022 valin Hrafnhildur Haraldsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland 2022. Sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. 27. ágúst 2022 10:01 „Ég bjóst alls ekki við þessu“ „Það var spennufall í gær, það er sama hversu oft ég geri þetta ég fer alltaf að grenja og það eru alltaf allar tilfinningarnar,“ segir Manuela Ósk Harðardótir framkvæmdastjóri keppninnar Miss Universe Iceland eftir keppnina í gær. 25. ágúst 2022 15:31 Elísa Gróa er Miss Universe Iceland 2021 Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 29. september 2021 22:59 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
„Aðalmarkmiðið er að finna konu sem er fyrirmynd og allir geta speglað sig í á einhvern hátt. Við höfum verið bundin við það síðustu sjötíu ár sem þessi keppni hefur verið haldin, að Miss Universe hefur ekki leyft mæður eða giftar konur. Þannig þetta er rosalega stórt skref,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Undankeppni Miss Universe hét áður Miss Universe Iceland og var það Manuela sem fór fyrir þeirri keppni ásamt Pageant Smart. Nú hafa þau hins vegar tekið yfir Ungfrú Ísland vörumerkið og tekur sú keppni við af Miss Universe Iceland. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missuniverseiceland) Skrifar gagnrýni á fáfræði Manuela segir umhverfi fegurðarsamkeppna vera gjörbreytt frá því að hún var sjálf krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Þá hafi keppendur verið settir á vigt og úlitskröfurnar hafi verið allsráðandi. Það er nú liðin tíð samkvæmt Manuelu. „Það er ekkert leyndarmál að fegurðarsamkeppnir fá á sig gagnrýni en ég skrifa það alltaf bara á fáfræði. Í dag er þetta svo rosalega breytt. Það er ekkert eftir af þessum gömlu hugmyndum sem voru áður ríkjandi. Keppnin sjálf er kannski eins upp byggð en áherslurnar eru allt allt aðrar. Það er alveg ástæða fyrir því að margar stelpur taka þátt aftur og aftur. Þær fá svo rosalega mikið út úr því að keppa, jafnvel þótt þær vinni ekki,“ segir Manuela. Leita að einhverri sem er tilbúin að fara „all-in“ Hún segir keppnina í dag snúast að miklu leyti um sjálfsvinnu og að skapa vettvang fyrir konur til þess að nota röddina sína og láta gott af sér leiða. Engar útlitskröfur eru gerðar, heldur eru einu skilyrðin fyrir þátttöku að vera kona á aldrinum 18-28 ára. Þó þarf sigurvegarinn að vera tilbúinn að takast á við það stóra verkefni sem Miss Universe er. Sú sem hreppir annað sætið fer einnig út í stóra keppni, Miss Supranational. „Það eru margar sem gera sér ekki grein fyrir því hvað það er raunverulega erfitt að fara í svona stóra keppni. Það er brjáluð keyrsla og þetta tekur á bæði andlega og líkamlega. Við náttúrlega reynum að undirbúa okkar keppendur fyrir stóru keppnina eins vel og við getum. Þannig það þarf einhverja sem er tilbúin í að fara „all-in“ í alla þá vinnu sem fylgir.“ View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missuniverseiceland) Miss Universe er fyrir allar konur Manuela segir fjölbreytileikann stöðugt vera að aukast í keppninni erlendis. Til að mynda hafi fyrsta trans konan tekið þátt í keppninni árið 2018 fyrir hönd Spánar. Þá hafi konur sem notast við hjólastól einnig tekið þátt í undankeppnunum erlendis. Hún tekur því þessum nýju breytingum fagnandi, enda eru þær til þess fallnar að auka fjölbreytileikann enn frekar. „Mér finnst þetta bara frábær leið til að undirstrika að Miss Universe er fyrir allar konur og ég vonast bara til að sjá fjölbreyttan hóp umsækjenda og fá glæsilegar giftar mæður í hópinn í ár,“ segir Manuela sem hvetur allar áhugasamar konur á aldrinum 18-28 ára til þess að sækja um.
Ungfrú Ísland Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Hrafnhildur flogin út í lokakeppni Miss Universe Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe Iceland, hélt síðastliðinn miðvikudag vestur um haf til að taka þátt í aðalkeppni Miss Universe. 30. desember 2022 11:46 Svona var Miss Universe Iceland árið 2022 valin Hrafnhildur Haraldsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland 2022. Sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. 27. ágúst 2022 10:01 „Ég bjóst alls ekki við þessu“ „Það var spennufall í gær, það er sama hversu oft ég geri þetta ég fer alltaf að grenja og það eru alltaf allar tilfinningarnar,“ segir Manuela Ósk Harðardótir framkvæmdastjóri keppninnar Miss Universe Iceland eftir keppnina í gær. 25. ágúst 2022 15:31 Elísa Gróa er Miss Universe Iceland 2021 Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 29. september 2021 22:59 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Hrafnhildur flogin út í lokakeppni Miss Universe Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe Iceland, hélt síðastliðinn miðvikudag vestur um haf til að taka þátt í aðalkeppni Miss Universe. 30. desember 2022 11:46
Svona var Miss Universe Iceland árið 2022 valin Hrafnhildur Haraldsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland 2022. Sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. 27. ágúst 2022 10:01
„Ég bjóst alls ekki við þessu“ „Það var spennufall í gær, það er sama hversu oft ég geri þetta ég fer alltaf að grenja og það eru alltaf allar tilfinningarnar,“ segir Manuela Ósk Harðardótir framkvæmdastjóri keppninnar Miss Universe Iceland eftir keppnina í gær. 25. ágúst 2022 15:31
Elísa Gróa er Miss Universe Iceland 2021 Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 29. september 2021 22:59