Gestirnir í PAOK tóku forystuna strax í upphafi leiks þegar Norðmaðurinn Ivan Nasberg kom boltanum í netið. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Varamaðurinn Brandon Thomas tvöfaldaði svo forystu PAOK þegar aðeins átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Sverrir og félagar því í ansi góðri stöðu fyrir lokamínúturnar.
Á einhvern ótrúlegan hátt tókst heimamönnum þó að skora tvö mörk í uppbótartíma leiksins og tryggja sér þannig ótrúlegt jafntefli. Lokatölur 2-2 og PAOK situr nú í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir Panathinaikos sem trónir á toppnum.
#FinalScore Τελικό αποτέλεσμα στο "Θεόδωρος Κολοκοτρώνης": Αστέρας Τρίπολης-ΠΑΟΚ 2-2 #ASTPAOK #slgr #StoiximanSuperLeague #stoiximan pic.twitter.com/XJ3d2Ykuay
— PAOK FC (@PAOK_FC) February 13, 2023