Tvö félög lið í efstu deild búin að draga lið sín úr keppni vegna jarðskjálftanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2023 07:31 Tjöld á fótboltaleikvangi fyrir þá sem misstu heimili sín í jarðaskjálftunum. Tyrknesku efstudeildarliðin Gaziantep FK og Hatayspor hafa nú bæði dregið lið sín úr keppni í tyrknesku fótboltadeildinni. Hatayspor var fyrri til að hætta við þátttöku í deildinni en Gaziantep bættist í hópinn um helgina. Gaziantep var í tíunda sæti deildarinnar með 25 stig í 22 leikjum en Hatayspor var í þrettánda sæti með 23 stig í 21 leik. Hatayspor ve Gaziantep FK'dan Türkiye Futbol Federasyonu'na talep!https://t.co/ZMCU7rWrr2— Ayk r (@aykiricomtr) February 9, 2023 Christian Atsu, ganverski leikmaður Hatayspor liðsins, er enn týndur sem og íþróttastjóri félagsins Taner Savut. Varaforseti Hatayspor tilkynnti heiminum að Atsu hefði fundist og verið fluttur á sjúkrahús en seinna kom í ljós að það var ekki rétt. Gaziantep FK tók sér aðeins lengri tíma í að meta stöðuna en það félag kemur frá svæðinu sem varð hvað verst úti í jarðskjálftunum. Félagið tilkynnti um helgina að það væri ómögulegt að halda keppni áfram undir þessum erfiðu kringumstæðum. Stjórn félagsins ákvað því að draga liðið úr keppni í bæði deild og bikar. Heimavöllur Gaziantep FK hefur meðal annars verið notaður undir tjöld fyrir þá sem hafa misst heimili sín í jarðskjálftanum. Hatayspor ve Gaziantep FK'den ortak talephttps://t.co/PvUk8r4vXl pic.twitter.com/Nv73aqEjyf— gazetekap (@gztkapi) February 8, 2023 Nítján lið voru í deildinni en tyrkneska knattspyrnusambandið gaf það út að ætlunin væri að klára tímabilið með sautján liðum. Fleiri lið hafa dregið lið sín úr keppni þar á meðal B-deildarliðin Yeni Malatyaspor og Adanaspor. Að minnsta kosti 33 þúsund manns fórust eftir tvo öfluga jarðskjálfta í suðaustur Tyrklandi fyrir viku síðan en það er óttast að sú tala geti hækkað mikið. Jarðskjálftarnir voru upp á 7,7 og 7,6 og höfðu upptök í Kahramanmaras sýslu. Björgunarstörf standa enn yfir en eyðileggingin er mjög mikil. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkneski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
Hatayspor var fyrri til að hætta við þátttöku í deildinni en Gaziantep bættist í hópinn um helgina. Gaziantep var í tíunda sæti deildarinnar með 25 stig í 22 leikjum en Hatayspor var í þrettánda sæti með 23 stig í 21 leik. Hatayspor ve Gaziantep FK'dan Türkiye Futbol Federasyonu'na talep!https://t.co/ZMCU7rWrr2— Ayk r (@aykiricomtr) February 9, 2023 Christian Atsu, ganverski leikmaður Hatayspor liðsins, er enn týndur sem og íþróttastjóri félagsins Taner Savut. Varaforseti Hatayspor tilkynnti heiminum að Atsu hefði fundist og verið fluttur á sjúkrahús en seinna kom í ljós að það var ekki rétt. Gaziantep FK tók sér aðeins lengri tíma í að meta stöðuna en það félag kemur frá svæðinu sem varð hvað verst úti í jarðskjálftunum. Félagið tilkynnti um helgina að það væri ómögulegt að halda keppni áfram undir þessum erfiðu kringumstæðum. Stjórn félagsins ákvað því að draga liðið úr keppni í bæði deild og bikar. Heimavöllur Gaziantep FK hefur meðal annars verið notaður undir tjöld fyrir þá sem hafa misst heimili sín í jarðskjálftanum. Hatayspor ve Gaziantep FK'den ortak talephttps://t.co/PvUk8r4vXl pic.twitter.com/Nv73aqEjyf— gazetekap (@gztkapi) February 8, 2023 Nítján lið voru í deildinni en tyrkneska knattspyrnusambandið gaf það út að ætlunin væri að klára tímabilið með sautján liðum. Fleiri lið hafa dregið lið sín úr keppni þar á meðal B-deildarliðin Yeni Malatyaspor og Adanaspor. Að minnsta kosti 33 þúsund manns fórust eftir tvo öfluga jarðskjálfta í suðaustur Tyrklandi fyrir viku síðan en það er óttast að sú tala geti hækkað mikið. Jarðskjálftarnir voru upp á 7,7 og 7,6 og höfðu upptök í Kahramanmaras sýslu. Björgunarstörf standa enn yfir en eyðileggingin er mjög mikil.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkneski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira