Heimurinn varð jákvæðari eftir að Villi Neto hitti Kristján Óla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. febrúar 2023 22:35 Tveir heimar mætast í nýjasta myndbandi Geðhjálpar. skjáskot Í nýju myndbandi Geðhjálpar er það heldur betur ólíklegt dúó sem fer á kostum, þeir Vilhelm Neto grínisti og Kristján Óli Sigurðsson, fótboltaspekúlant. Vilhelm segir að heimurinn hafi orðið örlítið jákvæðari eftir að hafa hitt Kristján Óla. Í G-Vítamín dagatali Geðhjálpar bjóða landssamtökin upp á hollráð yfir þorrann til að bæta geðheilsu, og njóta til þess fulltingis Vilhelms Neto leikara og Hannesar Þórs Halldórssonar, leikstjóra. Í myndböndunum er tekið er fyrir eitt hollráð í einu og bregður jafnan fyrir þjóðþekktum einstaklingum sem leika á móti Villa Neto. Í nýjasta myndbandi dagatalsins er áherslan lögð á að hrósa. Kristján Óli, sem er einn stjórnenda hlaðvarpsins Þungavigtin er ekki þekktur fyrir að skafa utan af hlutunum, hvort sem um er að ræða frammistöðu knattspyrnumanna eða leikara í skaupinu. Kristján virtist einmitt ekki hrifinn af framlagi Vilhelms Neto í áramótaskaupinu síðasta og sagðist á Twitter enn eiga eftir að hlægja að honum. Vilfred Neto = Leiðindi. Takk. Sleppi því að horfa miðað við viðbrögðin. #Skaupið— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) December 31, 2021 Nú hafa þeir kumpánar slíðrað sverðin og lagt fúkyrðin til hliðar. Í myndbandinu hrósar Kristján Villa fyrir frammistöðu sína í þáttunum „Hver drap Frikka Dór?“ og því næst Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara sem hefur fær alla jafna sinn skerf af gagnrýni eftir slæma leiki landsliðs karla í knattspyrnu. „Maður var eitthvað illa fyrir kallaður þarna, það er bara eins og það er. En ég held að þú eigir skilið að fá hrós núna,“ segir Kristján í myndbandinu eftir að Villi hefur lesið leiðindin frá Kristjáni. Villi birti myndbandið í heild sinni á Twitter: Ólíklelagasta dúó landsins hendir í myndband fyrir Geðhjálp.Höfðinginn & Neto pic.twitter.com/sImaN00oga— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) February 12, 2023 „Ég vissi ekki hvar samband okkar stóð,“ segir Villi í samtali við fréttastofu. „Mér fannst heimurinn aðeins jákvæðari eftir að hafa hitt hann. Það var bara mjög gott að hittast, það er gaman að sjá að allir eru til í að hjálpa með eitthvað svona mikilvægt verkefni.“ Fleiri myndbönd geðhjálpar má nálgast á gvitamin.is. Geðheilbrigði Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Í G-Vítamín dagatali Geðhjálpar bjóða landssamtökin upp á hollráð yfir þorrann til að bæta geðheilsu, og njóta til þess fulltingis Vilhelms Neto leikara og Hannesar Þórs Halldórssonar, leikstjóra. Í myndböndunum er tekið er fyrir eitt hollráð í einu og bregður jafnan fyrir þjóðþekktum einstaklingum sem leika á móti Villa Neto. Í nýjasta myndbandi dagatalsins er áherslan lögð á að hrósa. Kristján Óli, sem er einn stjórnenda hlaðvarpsins Þungavigtin er ekki þekktur fyrir að skafa utan af hlutunum, hvort sem um er að ræða frammistöðu knattspyrnumanna eða leikara í skaupinu. Kristján virtist einmitt ekki hrifinn af framlagi Vilhelms Neto í áramótaskaupinu síðasta og sagðist á Twitter enn eiga eftir að hlægja að honum. Vilfred Neto = Leiðindi. Takk. Sleppi því að horfa miðað við viðbrögðin. #Skaupið— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) December 31, 2021 Nú hafa þeir kumpánar slíðrað sverðin og lagt fúkyrðin til hliðar. Í myndbandinu hrósar Kristján Villa fyrir frammistöðu sína í þáttunum „Hver drap Frikka Dór?“ og því næst Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara sem hefur fær alla jafna sinn skerf af gagnrýni eftir slæma leiki landsliðs karla í knattspyrnu. „Maður var eitthvað illa fyrir kallaður þarna, það er bara eins og það er. En ég held að þú eigir skilið að fá hrós núna,“ segir Kristján í myndbandinu eftir að Villi hefur lesið leiðindin frá Kristjáni. Villi birti myndbandið í heild sinni á Twitter: Ólíklelagasta dúó landsins hendir í myndband fyrir Geðhjálp.Höfðinginn & Neto pic.twitter.com/sImaN00oga— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) February 12, 2023 „Ég vissi ekki hvar samband okkar stóð,“ segir Villi í samtali við fréttastofu. „Mér fannst heimurinn aðeins jákvæðari eftir að hafa hitt hann. Það var bara mjög gott að hittast, það er gaman að sjá að allir eru til í að hjálpa með eitthvað svona mikilvægt verkefni.“ Fleiri myndbönd geðhjálpar má nálgast á gvitamin.is.
Geðheilbrigði Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira