Yfirskriftin í þessum leik er kannski að liðsheildin vinnur einstaklinginn Siggeir F. Ævarsson skrifar 10. febrúar 2023 22:56 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga í Subway-deild karla, var að vonum ósáttur í leikslok þar sem hans menn töpuðu stórt gegn grönnum sínum úr Njarðvík, lokatölur 71-94. Jóhann tók undir orð blaðamanns að fyrri hálfleikurinn hefði reynst þeim dýr þar sem mikið vantaði uppá frammistöðu hans manna á báðum endum vallarins. „Algjörlega. Við grófum okkur djúpa holu í fyrri hálfeik. Gerðum góða tilraun til að koma til baka í þeim seinni. En þetta er ansi gott Njarðvíkurlið, og yfirskriftin í þessum leik er kannski að liðsheildin vinnur einstaklinginn. Það hefur alltaf verið þannig og var þannig í kvöld.“ Grindvíkinga virtist skorta bæði orku og áræðni í sínum aðgerðum. Aðspurður sagðist Jóhann einfaldlega ekki vita hvernig það gerist, enda ef hann vissi það hefði leikurinn sennilega þróast allt öðruvísi. Hans menn virtust hreinlega ekki hafa trú á verkefninu og því sem lagt var upp með fyrir leik. Vísir/Hulda Margrét „Ef ég vissi það maður. Ég hef bara engin svör við því. En sem þjálfari þá er ég mjög svekktur yfir því að við leggjum leikinn upp og erum með ákveðið prógram í gangi en það er einhvern veginn eins og menn trúi ekki á það sem við erum að leggja fram. Svo kemur þarna smá neisti í seinni en þegar við þurfum að vera klárir þá voru menn í einhverjum hetjuleik. En þetta er gott Njarðvíkurlið, bara hrós á þá. Eins og staðan er í dag eru þeir talsvert betri en við.“ Nú er pakkinn í neðri hluta deildarinnar orðinn ansi þéttur. Það er stutt upp en jafnvel styttra niður. „Þetta er bara grafalvarlegt mál. Eins og umferðin fer núna þá eru öll liðin fyrir neðan okkur að vinna og við erum með allt í skrúfunni ennþá. Við þurfum að fara að leggjast yfir þetta, maður er svo sem að því alla daga en við þurfum að fara að setja stig á töfluna. Það er alveg ljóst.“ Það þýðir lítið fyrir Grindvíkinga að svekkja sig um of á þessum úrslitum. Er það ekki bara gamla klisjan, áfram gakk? „Það er enginn uppgjöf eða neitt þannig. Við bara höldum okkar striki. Það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þurfa að vera til staðar til að við getum sett upp frammistöðu sem við erum sáttir við. Þetta er mjög einfalt. En það hefur vantað svolítið uppá eftir jól. Við þurfum að reyna að finna það aftur og koma okkur á rétta braut.“ Vísir/Hulda Margrét Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 71-94 | Sjóðheitir Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á nágrönnum sínum Njarðvík vann öruggan sigur á Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Njarðvík hefur nú unnið sex deildarleiki í röð. 10. febrúar 2023 22:10 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
„Algjörlega. Við grófum okkur djúpa holu í fyrri hálfeik. Gerðum góða tilraun til að koma til baka í þeim seinni. En þetta er ansi gott Njarðvíkurlið, og yfirskriftin í þessum leik er kannski að liðsheildin vinnur einstaklinginn. Það hefur alltaf verið þannig og var þannig í kvöld.“ Grindvíkinga virtist skorta bæði orku og áræðni í sínum aðgerðum. Aðspurður sagðist Jóhann einfaldlega ekki vita hvernig það gerist, enda ef hann vissi það hefði leikurinn sennilega þróast allt öðruvísi. Hans menn virtust hreinlega ekki hafa trú á verkefninu og því sem lagt var upp með fyrir leik. Vísir/Hulda Margrét „Ef ég vissi það maður. Ég hef bara engin svör við því. En sem þjálfari þá er ég mjög svekktur yfir því að við leggjum leikinn upp og erum með ákveðið prógram í gangi en það er einhvern veginn eins og menn trúi ekki á það sem við erum að leggja fram. Svo kemur þarna smá neisti í seinni en þegar við þurfum að vera klárir þá voru menn í einhverjum hetjuleik. En þetta er gott Njarðvíkurlið, bara hrós á þá. Eins og staðan er í dag eru þeir talsvert betri en við.“ Nú er pakkinn í neðri hluta deildarinnar orðinn ansi þéttur. Það er stutt upp en jafnvel styttra niður. „Þetta er bara grafalvarlegt mál. Eins og umferðin fer núna þá eru öll liðin fyrir neðan okkur að vinna og við erum með allt í skrúfunni ennþá. Við þurfum að fara að leggjast yfir þetta, maður er svo sem að því alla daga en við þurfum að fara að setja stig á töfluna. Það er alveg ljóst.“ Það þýðir lítið fyrir Grindvíkinga að svekkja sig um of á þessum úrslitum. Er það ekki bara gamla klisjan, áfram gakk? „Það er enginn uppgjöf eða neitt þannig. Við bara höldum okkar striki. Það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þurfa að vera til staðar til að við getum sett upp frammistöðu sem við erum sáttir við. Þetta er mjög einfalt. En það hefur vantað svolítið uppá eftir jól. Við þurfum að reyna að finna það aftur og koma okkur á rétta braut.“ Vísir/Hulda Margrét
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 71-94 | Sjóðheitir Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á nágrönnum sínum Njarðvík vann öruggan sigur á Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Njarðvík hefur nú unnið sex deildarleiki í röð. 10. febrúar 2023 22:10 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 71-94 | Sjóðheitir Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á nágrönnum sínum Njarðvík vann öruggan sigur á Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Njarðvík hefur nú unnið sex deildarleiki í röð. 10. febrúar 2023 22:10