Arsenal tapaði tveimur stigum í titilbaráttunni Hjörvar Ólafsson skrifar 11. febrúar 2023 17:04 Ivan Toney fagnar jöfnunarmarki Brentford í leik liðsins gegn Arsenal í dag. Vísir/Getty Leandro Trossard, sem kom frá Brighton í janúarglugganum, kom Arsenal yfir um miðbik seinni hálfleiks skömmu eftir að hafa komið inná sem varamaður. Ivan Toney jafnaði hins vegar metin þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum og jafntefli niðurstaðan. Arsenal, sem laut í lægra haldi gegn Everton í síðustu umferð deildarinnar, hefur nú sex stiga forystu á ríkjandi Englandsmeistara, Manchester City, þegar bæði lið hafa spilað 21 leik. Manchester City fær Aston Villa í heimsókn á morgun og getur þar minnkað forskot Skyttanna með hagstæðum úrslitum í þeim leik. Enski boltinn
Leandro Trossard, sem kom frá Brighton í janúarglugganum, kom Arsenal yfir um miðbik seinni hálfleiks skömmu eftir að hafa komið inná sem varamaður. Ivan Toney jafnaði hins vegar metin þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum og jafntefli niðurstaðan. Arsenal, sem laut í lægra haldi gegn Everton í síðustu umferð deildarinnar, hefur nú sex stiga forystu á ríkjandi Englandsmeistara, Manchester City, þegar bæði lið hafa spilað 21 leik. Manchester City fær Aston Villa í heimsókn á morgun og getur þar minnkað forskot Skyttanna með hagstæðum úrslitum í þeim leik.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti