Fréttaskýring: Hvað í fjandanum gerðist hjá Brooklyn Nets? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2023 11:31 Kyrie Irving, Kevin Durant og James Harden unnu 13 af 16 leikjum sínum saman en leikirnir urðu svona fáir vegna alls konar vandamála innan sem utan vallar. Getty/ Jim McIsaac Hvernig getur lið með þremur súperstjörnum klúðrað málunum svo svakalega að enginn fékk ekki einu sinni að vita hvað hefði getað orðið? Þetta er stóra spurningin eftir að Durant-Irving-Harden ævintýrið endaði skyndilega í vikunni. Brooklyn Nets virtist vera með allt í höndunum til að vinna fyrsta NBA-titilinn í sögu félagsins en í stað þessa að fagna sigrum og titlum þá hefur tími ofurliðsins farið í endalaus vandræði og vesen innan sem utan vallar. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Brooklyn Nets tókst vissulega að safna í lið sitt þremur af bestu leikjum NBA-deildarinnar í körfubolta en aðeins tveimur árum síðar stendur félagið aftur á byrjunarreit og með engin afrek frá þessum furðulega tíma. Spiluðu mjög fáa leiki saman Súperstjörnurnar Kevin Durant, Kyrie Irving og James Harden voru ekki nálægt því að ná þeim hæðum með liðinu sem langflestir bjuggust við. Það sem meira er þeir spiluðu mjög fáa leiki saman þar sem meiðsli, kórónuveirubólusetningar og leikbönn reyndust oft erfiðari andstæðingur en hin liðin í deildinni. Durant, Irving og Harden spiluðu aðeins sextán leiki saman og Nets liðið vann þrettán þeirra þar af fimm af sex í úrslitakeppninni. Þetta gefur ástæðu til að halda að við höfum í raun aldrei fengið sönnun á því hvort samvinna þeirra gengi upp eða ekki. Þetta sigurhlutfall er frábært en leikirnir eru hreinlega alltof fáir til að við séum við fullgilda niðurstöðu. James Harden, Kevin Durant and Kyrie Irving played in only 16 games together.The Nets went 13-3 in those games (8-2 in the regular season and 5-1 in the playoffs). pic.twitter.com/DzVP9wX9Sj— CBS Sports (@CBSSports) February 10, 2022 Eftir að Brooklyn Nets sendi Kevin Durant, og síðustu þrjú árin af samningi hans, til Phoenix Suns varð endanlega ljóst að metnaðarfulli litli bróðirinn í New York stendur enn á ný á upphafsreit. Nokkrum dögum fyrr hafði Brooklyn sent Kyrie Irving til Dallas Mavericks og fyrir ári síðan fór James Harden til Philadelphia 76ers. Allar þessar stórstjörnur höfðu óskað eftir því að vera skipt frá félaginu. Fyrir komu þríeykisins var Brooklyn Nets rómað fyrir að finna óslípaða demanta og gera úr þeim flotta og vel nothæfa leikmenn. Liðið var mjög ungan og spennandi kjarna þegar öllu var fórnað sumarið 2019 til að næla í eitthvað af stóru stjörnunum. Liðið vantaði stjörnur og til þess að ná í þó var miklu fórnað. Fallegu sögunni fórnað Félag sem hafði tímabilið á undan verið eitt af fallegu sögunum úr deildinni eftir að það fór nánast stjörnulaust inn í úrslitakeppnina. Kenny Atkinson var að gera flotta hluti sem þjálfari og inn á vellinum voru ungir guttar eins og D'Angelo Russell, Spencer Dinwiddie og Caris LeVert að skapa sér nafn með því að spila fyrir liðið og fyrir hvern annan. Tímalínan Júlí 2019 Sömdu við Kyrie Irving Júlí 2019 Fengu Kevin Durant í skiptum við Golden State Wariors Janúar 2021 Fengu James Harden í skiptum við Houston Rockets Febrúar 2022 Skiptu James Harden til Philadelphia 76ers 6. febrúar 2023 Skiptu Kyrie Irving til Dallas Mavericks 8. febrúar 2023 Skiptu Kevin Durant til Phoenix Suns Gott orðspor liðsins og félagsins hefur aftur á móti farið beint út um gluggann eftir vandræði og vitleysu síðustu ára. Súperstjörnurnar gengu eftir eigin takti og meiðsli Kevin Durant voru ekki að hjálpa mikið. Hann missti alveg af fyrsta tímabilinu og hefur síðan meiðst ítrekað síðan. Harden sá fyrsti í fýlu James Harden var sá fyrsti sem fór í fýlu og vildi í burtu eftir að hafa ekki lengur getað ráðið öllu eins og hjá Houston Rockets og þá eru óupptalin vandræði Kyrie Irving utan vallar. Ef Irving máttu ekki spila af því að hann vildi ekki bólusetja sig þá var hann að vinna sér inn bann fyrir gyðingahatur og almenna þrjósku á samfélagsmiðlum. Það hjálpaði ekki í Harden skiptunum að það gekk mjög illa að koma manninum, sem félagið fékk í staðinn, hreinlega inn á völlinn. Ben Simmons missti af öllu síðasta tímabili og hefur verið í tómum vandræðum í vetur. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Þrjóska Kyrie þýddi að hann kenndi öllum öðrum um vandræði sín og tók enga ábyrgð sjálfur. Þegar forráðamenn Brooklyn Nets vildu fá einhvern vott af því geta dregið hann til einhverjar ábyrgðar í nýjum samningi þá var Kyrie fljótur að skella hurðum og tala um vanvirðingu félagsins. Segist fegin að Durant losnaði líka Frá skiptunum hefur Kyrie verið duglegur að gagnrýna stjórnarhætti hjá Nets og sagðist nú síðast vera feginn að Durant hafi líka losnað úr prísundinni. Eins og vanalega þá var þetta allt öðrum að kenna. Þríeykinu til varnar þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem Brooklyn Nets safnar að sér stjörnum og allt fer til fjandans. Það muna eflaust einhverjir eftir Nets-liðinu þegar menn þar á bæ söfnuðu að sér gömlum hetjum í skiptum við Boston Celtic og fengu til sín Paul Pierce, Kevin Garnett og Jason Terry. Gömul hetja fékk líka að þjálfa liðið en það var Jason Kidd. Nú var það Steve Nash sem fékk að þjálfar stjörnuprýtt Nets-liðið. Þetta hljómar allt svolítið svipað og gefur tilefni til að vísa gagnrýninni á stjórn félagsins. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Nú hefur stjörnuleit Brooklyn Nets endað með stjörnuhrapi í tvígang á síðasta áratug og enn á ný þurfa menn að byrja upp á nýtt. Algjörlega nýtt lið á nokkrum dögum Liðið hefur skipt mönnum hingað og þangað og safnað að sér nýjum leikmönnum og fullt af valréttum. Á nokkrum dögum er hreinlega komið algjörlega nýtt lið hjá Brooklyn Nets. Hvort Brooklyn gefi sér tíma til að byggja upp nýtt lið er hins vegar allt önnur saga. Hingað til hefur liðið freistast af stjörnunum og að búa til meistaralið á augabragði. Eins og með Los Angeles Clippers þá þrá forráðamenn Brooklyn Nets ekkert heitar en að komast út úr skugga stóra bróður í New York Knicks hinum megin við East River. Bæði félög hafa hins margsannað að þú býrð ekki til meistaralið á einum degi. NBA Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
Brooklyn Nets virtist vera með allt í höndunum til að vinna fyrsta NBA-titilinn í sögu félagsins en í stað þessa að fagna sigrum og titlum þá hefur tími ofurliðsins farið í endalaus vandræði og vesen innan sem utan vallar. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Brooklyn Nets tókst vissulega að safna í lið sitt þremur af bestu leikjum NBA-deildarinnar í körfubolta en aðeins tveimur árum síðar stendur félagið aftur á byrjunarreit og með engin afrek frá þessum furðulega tíma. Spiluðu mjög fáa leiki saman Súperstjörnurnar Kevin Durant, Kyrie Irving og James Harden voru ekki nálægt því að ná þeim hæðum með liðinu sem langflestir bjuggust við. Það sem meira er þeir spiluðu mjög fáa leiki saman þar sem meiðsli, kórónuveirubólusetningar og leikbönn reyndust oft erfiðari andstæðingur en hin liðin í deildinni. Durant, Irving og Harden spiluðu aðeins sextán leiki saman og Nets liðið vann þrettán þeirra þar af fimm af sex í úrslitakeppninni. Þetta gefur ástæðu til að halda að við höfum í raun aldrei fengið sönnun á því hvort samvinna þeirra gengi upp eða ekki. Þetta sigurhlutfall er frábært en leikirnir eru hreinlega alltof fáir til að við séum við fullgilda niðurstöðu. James Harden, Kevin Durant and Kyrie Irving played in only 16 games together.The Nets went 13-3 in those games (8-2 in the regular season and 5-1 in the playoffs). pic.twitter.com/DzVP9wX9Sj— CBS Sports (@CBSSports) February 10, 2022 Eftir að Brooklyn Nets sendi Kevin Durant, og síðustu þrjú árin af samningi hans, til Phoenix Suns varð endanlega ljóst að metnaðarfulli litli bróðirinn í New York stendur enn á ný á upphafsreit. Nokkrum dögum fyrr hafði Brooklyn sent Kyrie Irving til Dallas Mavericks og fyrir ári síðan fór James Harden til Philadelphia 76ers. Allar þessar stórstjörnur höfðu óskað eftir því að vera skipt frá félaginu. Fyrir komu þríeykisins var Brooklyn Nets rómað fyrir að finna óslípaða demanta og gera úr þeim flotta og vel nothæfa leikmenn. Liðið var mjög ungan og spennandi kjarna þegar öllu var fórnað sumarið 2019 til að næla í eitthvað af stóru stjörnunum. Liðið vantaði stjörnur og til þess að ná í þó var miklu fórnað. Fallegu sögunni fórnað Félag sem hafði tímabilið á undan verið eitt af fallegu sögunum úr deildinni eftir að það fór nánast stjörnulaust inn í úrslitakeppnina. Kenny Atkinson var að gera flotta hluti sem þjálfari og inn á vellinum voru ungir guttar eins og D'Angelo Russell, Spencer Dinwiddie og Caris LeVert að skapa sér nafn með því að spila fyrir liðið og fyrir hvern annan. Tímalínan Júlí 2019 Sömdu við Kyrie Irving Júlí 2019 Fengu Kevin Durant í skiptum við Golden State Wariors Janúar 2021 Fengu James Harden í skiptum við Houston Rockets Febrúar 2022 Skiptu James Harden til Philadelphia 76ers 6. febrúar 2023 Skiptu Kyrie Irving til Dallas Mavericks 8. febrúar 2023 Skiptu Kevin Durant til Phoenix Suns Gott orðspor liðsins og félagsins hefur aftur á móti farið beint út um gluggann eftir vandræði og vitleysu síðustu ára. Súperstjörnurnar gengu eftir eigin takti og meiðsli Kevin Durant voru ekki að hjálpa mikið. Hann missti alveg af fyrsta tímabilinu og hefur síðan meiðst ítrekað síðan. Harden sá fyrsti í fýlu James Harden var sá fyrsti sem fór í fýlu og vildi í burtu eftir að hafa ekki lengur getað ráðið öllu eins og hjá Houston Rockets og þá eru óupptalin vandræði Kyrie Irving utan vallar. Ef Irving máttu ekki spila af því að hann vildi ekki bólusetja sig þá var hann að vinna sér inn bann fyrir gyðingahatur og almenna þrjósku á samfélagsmiðlum. Það hjálpaði ekki í Harden skiptunum að það gekk mjög illa að koma manninum, sem félagið fékk í staðinn, hreinlega inn á völlinn. Ben Simmons missti af öllu síðasta tímabili og hefur verið í tómum vandræðum í vetur. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Þrjóska Kyrie þýddi að hann kenndi öllum öðrum um vandræði sín og tók enga ábyrgð sjálfur. Þegar forráðamenn Brooklyn Nets vildu fá einhvern vott af því geta dregið hann til einhverjar ábyrgðar í nýjum samningi þá var Kyrie fljótur að skella hurðum og tala um vanvirðingu félagsins. Segist fegin að Durant losnaði líka Frá skiptunum hefur Kyrie verið duglegur að gagnrýna stjórnarhætti hjá Nets og sagðist nú síðast vera feginn að Durant hafi líka losnað úr prísundinni. Eins og vanalega þá var þetta allt öðrum að kenna. Þríeykinu til varnar þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem Brooklyn Nets safnar að sér stjörnum og allt fer til fjandans. Það muna eflaust einhverjir eftir Nets-liðinu þegar menn þar á bæ söfnuðu að sér gömlum hetjum í skiptum við Boston Celtic og fengu til sín Paul Pierce, Kevin Garnett og Jason Terry. Gömul hetja fékk líka að þjálfa liðið en það var Jason Kidd. Nú var það Steve Nash sem fékk að þjálfar stjörnuprýtt Nets-liðið. Þetta hljómar allt svolítið svipað og gefur tilefni til að vísa gagnrýninni á stjórn félagsins. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Nú hefur stjörnuleit Brooklyn Nets endað með stjörnuhrapi í tvígang á síðasta áratug og enn á ný þurfa menn að byrja upp á nýtt. Algjörlega nýtt lið á nokkrum dögum Liðið hefur skipt mönnum hingað og þangað og safnað að sér nýjum leikmönnum og fullt af valréttum. Á nokkrum dögum er hreinlega komið algjörlega nýtt lið hjá Brooklyn Nets. Hvort Brooklyn gefi sér tíma til að byggja upp nýtt lið er hins vegar allt önnur saga. Hingað til hefur liðið freistast af stjörnunum og að búa til meistaralið á augabragði. Eins og með Los Angeles Clippers þá þrá forráðamenn Brooklyn Nets ekkert heitar en að komast út úr skugga stóra bróður í New York Knicks hinum megin við East River. Bæði félög hafa hins margsannað að þú býrð ekki til meistaralið á einum degi.
Tímalínan Júlí 2019 Sömdu við Kyrie Irving Júlí 2019 Fengu Kevin Durant í skiptum við Golden State Wariors Janúar 2021 Fengu James Harden í skiptum við Houston Rockets Febrúar 2022 Skiptu James Harden til Philadelphia 76ers 6. febrúar 2023 Skiptu Kyrie Irving til Dallas Mavericks 8. febrúar 2023 Skiptu Kevin Durant til Phoenix Suns
NBA Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira