Flutt í burtu eftir áfallið og vill að Birkir komi með Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2023 07:30 Sophie Gordon og Birkir Bjarnason hafa búið í Tyrklandi frá árinu 2021 þegar Birkir gekk í raðir Adana Demirspor. @gordonsophie Eftir að hafa vaknað upp við jarðskjálfta að stærð 7,8, ein í íbúð þeirra Birkis Bjarnasonar í Adana, hefur fyrirsætan Sophie Gordon ákveðið að yfirgefa Tyrkland fyrir fullt og allt. Sophie greinir frá þessu í færslu á Instagram sem Birkir hefur nú deilt, og kveðst vonast til þess að ástin sín, Birkir, þurfi ekki að snúa aftur til Adana. Þar stendur enn yfir björgunarstarf eftir skjálftann mikla sem valdið hefur dauða að minnsta kosti 20.000 manns í Tyrklandi og Sýrlandi. Adana er ein af þeim borgum sem urðu verst úti vegna skjálftans. Birkir fann ekki fyrir skjálftanum því hann var í Istanbúl þar sem landsliðsmaðurinn átti að spila fótboltaleik með liði Adana Demirspor síðastliðinn mánudag. Sophie fann hins vegar verulega fyrir skjálftanum og hringdi í Birki um nóttina. Í færslu sinni segir Sophie að nú sé kominn tími til að fara aftur heim til Frakklands og kveðja Tyrkland, sem hún dásamar þó mjög í skrifum sínum. Ástæðan fyrir flutningunum er jarðskjálftinn. „Enginn ætti að þurfa að upplifa einn það sem ég fór í gegnum á mánudaginn. Þetta var sennilega eitt klikkaðasta og hræðilegasta augnablik ævi minnar. En það er í lagi með mig tilfinningalega og andlega,“ skrifaði Sophie. Færslan sem Sophie Gordon birti á Instagram.@gordonsophie „Hjarta mitt er í molum yfir því að þurfa að yfirgefa Adana og ástina mína, því við vitum ekki hvað mun gerast núna,“ skrifaði Sophie en Birkir er samningsbundinn Adana Demirspor til loka júní í sumar. Allri íþróttakeppni hefur verið frestað í Tyrklandi vegna skjálftans en liðsfélagi Birkis brást hneykslaður við tilkynningu um að til stæði að spila næstu umferð í tyrknesku úrvalsdeildinni eftir rúma viku. Sophie segir alls kostar óvíst hvað taki við hjá sér og Birki. Nú snúist allt um björgunarstarf enda séu byggingar enn að falla og fólki sagt að snúa ekki aftur til Adana í bili. „Ég veit ekki hvenær ég fæ að sjá hann aftur. Ég veit ekki hvort að hann getur farið aftur til Adana (ég vil ekki að hann geri það). Eða hvort að fótboltadeildin heldur áfram. VIÐ VITUM EKKI… Ég vildi að hann gæti komið með mér,“ skrifaði Sophie. Hún hvetur að lokum stjórnvöld í Tyrklandi til að gera allt sem þau geti til að hjálpa þeim sem eigi um sárt að binda vegna skjálftans, og ráðleggur fólki sem hefur efni á því að sýna stuðning í verki með fjárframlögum. Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Sophie greinir frá þessu í færslu á Instagram sem Birkir hefur nú deilt, og kveðst vonast til þess að ástin sín, Birkir, þurfi ekki að snúa aftur til Adana. Þar stendur enn yfir björgunarstarf eftir skjálftann mikla sem valdið hefur dauða að minnsta kosti 20.000 manns í Tyrklandi og Sýrlandi. Adana er ein af þeim borgum sem urðu verst úti vegna skjálftans. Birkir fann ekki fyrir skjálftanum því hann var í Istanbúl þar sem landsliðsmaðurinn átti að spila fótboltaleik með liði Adana Demirspor síðastliðinn mánudag. Sophie fann hins vegar verulega fyrir skjálftanum og hringdi í Birki um nóttina. Í færslu sinni segir Sophie að nú sé kominn tími til að fara aftur heim til Frakklands og kveðja Tyrkland, sem hún dásamar þó mjög í skrifum sínum. Ástæðan fyrir flutningunum er jarðskjálftinn. „Enginn ætti að þurfa að upplifa einn það sem ég fór í gegnum á mánudaginn. Þetta var sennilega eitt klikkaðasta og hræðilegasta augnablik ævi minnar. En það er í lagi með mig tilfinningalega og andlega,“ skrifaði Sophie. Færslan sem Sophie Gordon birti á Instagram.@gordonsophie „Hjarta mitt er í molum yfir því að þurfa að yfirgefa Adana og ástina mína, því við vitum ekki hvað mun gerast núna,“ skrifaði Sophie en Birkir er samningsbundinn Adana Demirspor til loka júní í sumar. Allri íþróttakeppni hefur verið frestað í Tyrklandi vegna skjálftans en liðsfélagi Birkis brást hneykslaður við tilkynningu um að til stæði að spila næstu umferð í tyrknesku úrvalsdeildinni eftir rúma viku. Sophie segir alls kostar óvíst hvað taki við hjá sér og Birki. Nú snúist allt um björgunarstarf enda séu byggingar enn að falla og fólki sagt að snúa ekki aftur til Adana í bili. „Ég veit ekki hvenær ég fæ að sjá hann aftur. Ég veit ekki hvort að hann getur farið aftur til Adana (ég vil ekki að hann geri það). Eða hvort að fótboltadeildin heldur áfram. VIÐ VITUM EKKI… Ég vildi að hann gæti komið með mér,“ skrifaði Sophie. Hún hvetur að lokum stjórnvöld í Tyrklandi til að gera allt sem þau geti til að hjálpa þeim sem eigi um sárt að binda vegna skjálftans, og ráðleggur fólki sem hefur efni á því að sýna stuðning í verki með fjárframlögum.
Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira