Ótrúlegur gluggadagur í NBA: Fleiri breytingar hjá Lakers og Crowder stoppaði stutt í Brooklyn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. febrúar 2023 23:30 Jae Crowder er mættur í Milwaukee Bucks. Ron Jenkins/Getty Images Það má segja að mikið hafi gengið á undir lok félagaskiptagluggans í NBA deildinni í körfubolta. Kevin Durant og Kyrie Irving yfirgáfu Brooklyn Nets og nú undir lok kvölds hefur fjöldinn allur af vistaskiptum gengið í gegn. Stærstu skipti gluggans eru án efa vistaskipti Durant og Irving. Sá fyrrnefndi vildi skipta um lið síðasta sumar en það varð ekkert af því. Eftir að Irving stökk frá borði og hélt til Dallas fyrir nokkrum dögum síðan var í raun staðfest að Durant myndi fá draum sinn uppfylltan. Það gekk eftir en hann er nú orðinn leikmaður Phoenix Suns. Það virðist sem skiptin hjá Durant og Irving hafi hrundið af stað flóðbylgju sem hefur verið óstöðvandi undanfarna klukkutíma en það virðist sem nærri öll lið deildarinnar hafi ákveðið að hrista upp í leikmannahópum sínum. Eins og einn helst NBA ofviti landsins, Sigurður Orri Kristjánsson, sagði einfaldlega að NBA deildin væri drukkin. NBA deildin er drunk.— Sigurður O (@SiggiOrr) February 9, 2023 Hér að neðan verður reynt að leysa úr flækjunni sem félagaskipti kvöldsins eru. Við byrjum á Los Angeles Lakers. Það hefur töluvert gengið á hjá Lakers á síðustu klukkustundum. Liðið losaði sig við Russell Westbrook og fékk í staðinn D´Angelo Russell aftur í sínar raðir ásamt þeim Malik Beasley og Jarred Vanderbilt. Í kvöld sendi Lakers svo Thomas Bryant til Denver Nuggets. Í staðinn gengur Davon Reed í raðir Lakers og þá fær liðið samtals þrjá valrétti í nýliðavalinu árin 2025, 2026 og 2029. Um er að ræða annarrar umferðar valrétti en Lakers hefur nýtt þá vel undanfarin ár. Þá var Patrick Beverley sendur til Orlando MAgic ásamt einum annarrar umferðar valrétti til Orlando Magic og miðherjinn Mo Bamba er genginn í raðir Lakers. The gang is Back https://t.co/LCxJY1GfDI— Patrick Beverley (@patbev21) February 9, 2023 Denver Nuggets fékk svo Bones Hyland frá LA Clippers. Í staðinn fær Clippers tvo valrétti. Báða í annarri umferð árin 2024 og 2025. Það hefur einnig mikið gengið á hjá Portland Trail Blazers sem sendi Josh Hart til New York Knicks fyrir Cam Reddish, Svi Mykhailiuk, Ryan Arcidiacono og fyrstu umferðar valrétt síðar á þessu ári. Þá er Matisse Thybulle við það að verða leikmaður Trail Blazers en hann kemur frá Philadelphia 76ers í því sem er þekkt sem „þriggja liða díll.“ Philadelphia 76ers fær Jalen McDaniels á meðan þriðja liði, Charlotte Hornets, fær Mykhailiuk [frá Trail Blazers] og fjölda valrétta. Clippers, Houston Rockets og Memphis Grizzlies fóru þriggja liða skiptidíl. Eric Gordon fór frá Rockets til Clippers, Luke Kennard fór frá Clippers til Grizzlies, Danny Green fór frá Memphis til Houston og Houston fær þrjá annarrar umferðar valrétti frá Grizzlies. Jae Crowder staldraði stutt við í Brooklyn en honum hefur verið skipt til Milwaukee Bucks. Um er að ræða annan þriggja liða díl. Bucks fær Crowder, Nets fær fimm annarrar umferðar valrétti og Indiana Pacers fær George Hill, Jordan Nwora, Serge Ibaka og tvo valrétti sem eru gildir í annarri umferð nýliðavalsins. 414 BUCKSNATION X MUNATION ITS TIME TO WORK.!!! IM GLAD TO BE BACK HOME.!! https://t.co/B9703s4aMR— JAE CROWDER (@CJC9BOSS) February 9, 2023 Það virðist sem Pacers ætli strax að losa Ibaka undan samningi og honum er því frjálst að semja við hvaða lið sem er. Charlotte Hornets sendi Mason Plumlee til LA Clippers. Á móti var Reggie Jackson sendur til Hornets. New Orleans Pelicans sendu Devonte Graham ásamt fjórum annarrar umferðar valréttum til San Antonio Spurs fyrir Josh Richardson. Meistarar Golden State Warriors sendu James Wiseman til Detroit Pistons í skiptum fyrir Saddiq Bey. Sá var strax sendur frá Warriors til Atlanta Hawks fyrir fimm annarrar umferðar valrétti. Einnig var Kevin Knox sendur frá Detoit til Golden State. Hann stoppaði sömuleiðis stutt við og er nú leikmaður Portland. . Gart Payton II er hins vegar mættur aftur í Golden State en meistararnir senda þess í stað fimm annarrar umferðar valrétti til Portland. Körfubolti NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Stærstu skipti gluggans eru án efa vistaskipti Durant og Irving. Sá fyrrnefndi vildi skipta um lið síðasta sumar en það varð ekkert af því. Eftir að Irving stökk frá borði og hélt til Dallas fyrir nokkrum dögum síðan var í raun staðfest að Durant myndi fá draum sinn uppfylltan. Það gekk eftir en hann er nú orðinn leikmaður Phoenix Suns. Það virðist sem skiptin hjá Durant og Irving hafi hrundið af stað flóðbylgju sem hefur verið óstöðvandi undanfarna klukkutíma en það virðist sem nærri öll lið deildarinnar hafi ákveðið að hrista upp í leikmannahópum sínum. Eins og einn helst NBA ofviti landsins, Sigurður Orri Kristjánsson, sagði einfaldlega að NBA deildin væri drukkin. NBA deildin er drunk.— Sigurður O (@SiggiOrr) February 9, 2023 Hér að neðan verður reynt að leysa úr flækjunni sem félagaskipti kvöldsins eru. Við byrjum á Los Angeles Lakers. Það hefur töluvert gengið á hjá Lakers á síðustu klukkustundum. Liðið losaði sig við Russell Westbrook og fékk í staðinn D´Angelo Russell aftur í sínar raðir ásamt þeim Malik Beasley og Jarred Vanderbilt. Í kvöld sendi Lakers svo Thomas Bryant til Denver Nuggets. Í staðinn gengur Davon Reed í raðir Lakers og þá fær liðið samtals þrjá valrétti í nýliðavalinu árin 2025, 2026 og 2029. Um er að ræða annarrar umferðar valrétti en Lakers hefur nýtt þá vel undanfarin ár. Þá var Patrick Beverley sendur til Orlando MAgic ásamt einum annarrar umferðar valrétti til Orlando Magic og miðherjinn Mo Bamba er genginn í raðir Lakers. The gang is Back https://t.co/LCxJY1GfDI— Patrick Beverley (@patbev21) February 9, 2023 Denver Nuggets fékk svo Bones Hyland frá LA Clippers. Í staðinn fær Clippers tvo valrétti. Báða í annarri umferð árin 2024 og 2025. Það hefur einnig mikið gengið á hjá Portland Trail Blazers sem sendi Josh Hart til New York Knicks fyrir Cam Reddish, Svi Mykhailiuk, Ryan Arcidiacono og fyrstu umferðar valrétt síðar á þessu ári. Þá er Matisse Thybulle við það að verða leikmaður Trail Blazers en hann kemur frá Philadelphia 76ers í því sem er þekkt sem „þriggja liða díll.“ Philadelphia 76ers fær Jalen McDaniels á meðan þriðja liði, Charlotte Hornets, fær Mykhailiuk [frá Trail Blazers] og fjölda valrétta. Clippers, Houston Rockets og Memphis Grizzlies fóru þriggja liða skiptidíl. Eric Gordon fór frá Rockets til Clippers, Luke Kennard fór frá Clippers til Grizzlies, Danny Green fór frá Memphis til Houston og Houston fær þrjá annarrar umferðar valrétti frá Grizzlies. Jae Crowder staldraði stutt við í Brooklyn en honum hefur verið skipt til Milwaukee Bucks. Um er að ræða annan þriggja liða díl. Bucks fær Crowder, Nets fær fimm annarrar umferðar valrétti og Indiana Pacers fær George Hill, Jordan Nwora, Serge Ibaka og tvo valrétti sem eru gildir í annarri umferð nýliðavalsins. 414 BUCKSNATION X MUNATION ITS TIME TO WORK.!!! IM GLAD TO BE BACK HOME.!! https://t.co/B9703s4aMR— JAE CROWDER (@CJC9BOSS) February 9, 2023 Það virðist sem Pacers ætli strax að losa Ibaka undan samningi og honum er því frjálst að semja við hvaða lið sem er. Charlotte Hornets sendi Mason Plumlee til LA Clippers. Á móti var Reggie Jackson sendur til Hornets. New Orleans Pelicans sendu Devonte Graham ásamt fjórum annarrar umferðar valréttum til San Antonio Spurs fyrir Josh Richardson. Meistarar Golden State Warriors sendu James Wiseman til Detroit Pistons í skiptum fyrir Saddiq Bey. Sá var strax sendur frá Warriors til Atlanta Hawks fyrir fimm annarrar umferðar valrétti. Einnig var Kevin Knox sendur frá Detoit til Golden State. Hann stoppaði sömuleiðis stutt við og er nú leikmaður Portland. . Gart Payton II er hins vegar mættur aftur í Golden State en meistararnir senda þess í stað fimm annarrar umferðar valrétti til Portland.
Körfubolti NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum