Endurtekur leikinn fyrir Píeta: „Í ár stefnum við bara enn hærra“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. febrúar 2023 19:31 Rósa Björk gengur undir nafninu g00nhunter þegar hún spilar. Vísir/Aðsend Tölvuleikjaspilarinn Rósa Björk stendur fyrir góðgerðarstreymi í sólarhring til styrktar Píeta samtakanna á morgun. Í fyrra safnaði hún 1,4 milljónum króna og stefnir enn hærra í ár með stútfullri dagskrá. Hún segir Píeta eiga sérstakan stað í hjarta hennar og stefnir á að þetta verði árlegur viðburður. Rósa Björk, sem gengur undir nafninu g00nhunter á tölvuleikjastreymisveitunni Twitch, ákvað upprunalega að streyma í sólarhring í fyrra eftir að hún fékk óviðeigandi skilaboð um bróðir hennar, sem féll fyrir eigin hendi árið 2007. Fyrst hafi hún ætlað að hætta en síðar ákveðið að gera eitthvað gott úr málinu. Þannig ákvað hún að allur ágóðinn af streyminu myndi renna til Píeta samtakanna, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess sem þau styðja við aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Óhætt er að segja að streymið hafi gengið vel og mun hún endurtaka leikinn á morgun. „Það var svo vel tekið í þetta og mikil eftirspurn eftir öðru svona og mig langaði ógeðslega mikið að gera þetta aftur,“ segir Rósa. „Í fyrra söfnuðum við 1,4 milljónum fyrir Píeta samtökin og í ár þá stefnum við bara enn þá hærra. Flottari gestir, bara allt flottara.“ Frægir gestir, vinningar og stútfull dagskrá Streymið hefst klukkan þrjú eftir hádegi á morgun og verður streymt á Vísi allan sólarhringinn. Rósa fær meðal annars til sín þjóðþekkta einstaklinga á borð við Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Birgi Hákon og Flóna og saman munu þau taka áskorunum, til að mynda munu hún og Friðrik Dór borða ógeðslegan mat með bundið fyrir augun. Þá verður viðburður í anda Bachelor þáttanna vinsælu og bingó svo fátt eitt sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Pi eta Samto kin (@pietasamtokin) >/center> Það er ekki allt og sumt en þau hafa fengið stuðning frá ýmsum fyrirtækjum og verða vinningar gefnir út, Play hefur til að mynda lagt fram tvö flugmiða og Bleksmiðjan gefur gjafabréf. Þó svona viðburðir séu yfirleitt gerðir fyrir áhugafólk um tölvuleiki þá ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í ár. „Í fyrra þá var ég rosalega mikið með þetta miðað að tölvuleikjasamfélaginu en í ár þá langar okkur að gera þetta miklu stærra og flottara þannig við ætlum að hafa þetta svolítið fyrir alla og ég mun spila tölvuleiki miklu minna,“ segir Rósa en hún reiknar með að spila eitthvað tölvuleikinn Counterstrike. Getur ekki beðið eftir morgundeginum Aðspurð um hvort hún sé tilbúin andlega og líkamlega fyrir morgundaginn segir hún svo vera. „Ég verð að segja að það er alveg erfitt að vera vakandi í 24 tíma, það er ekkert létt og ég var næstum búin að sofna í fyrra, en það er svo mikið stuð í kringum þetta sem gerir þetta mun léttara,“ segir Rósa létt í bragði og bætir við að hún sé spennt fyrir morgundeginum. „Ég bara get ekki beðið, þetta er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Rósa Björk ræddi einnig við þáttastjórnendur Brennslunnar á FM957 í morgun. Hún stefnir á að gera þetta að árlegum viðburði, stærri og skemmtilegri með hverju árinu. Þá sér hún fyrir sér að halda áfram að styrkja Píeta samtökin, sem eigi sérstakan stað í hjarta hennar. „Mér finnst að ef ég ætla að gera eitthvað svona góðgerðarstreymi og styrkja eitthvað málefni sem mér þykir vænt um, þá verður það eiginlega bara að vera Píeta samtökin. Þau hafa gert svo rosalega mikið fyrir mig,“ segir Rósa. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Rafíþróttir Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Rósa Björk, sem gengur undir nafninu g00nhunter á tölvuleikjastreymisveitunni Twitch, ákvað upprunalega að streyma í sólarhring í fyrra eftir að hún fékk óviðeigandi skilaboð um bróðir hennar, sem féll fyrir eigin hendi árið 2007. Fyrst hafi hún ætlað að hætta en síðar ákveðið að gera eitthvað gott úr málinu. Þannig ákvað hún að allur ágóðinn af streyminu myndi renna til Píeta samtakanna, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess sem þau styðja við aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Óhætt er að segja að streymið hafi gengið vel og mun hún endurtaka leikinn á morgun. „Það var svo vel tekið í þetta og mikil eftirspurn eftir öðru svona og mig langaði ógeðslega mikið að gera þetta aftur,“ segir Rósa. „Í fyrra söfnuðum við 1,4 milljónum fyrir Píeta samtökin og í ár þá stefnum við bara enn þá hærra. Flottari gestir, bara allt flottara.“ Frægir gestir, vinningar og stútfull dagskrá Streymið hefst klukkan þrjú eftir hádegi á morgun og verður streymt á Vísi allan sólarhringinn. Rósa fær meðal annars til sín þjóðþekkta einstaklinga á borð við Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Birgi Hákon og Flóna og saman munu þau taka áskorunum, til að mynda munu hún og Friðrik Dór borða ógeðslegan mat með bundið fyrir augun. Þá verður viðburður í anda Bachelor þáttanna vinsælu og bingó svo fátt eitt sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Pi eta Samto kin (@pietasamtokin) >/center> Það er ekki allt og sumt en þau hafa fengið stuðning frá ýmsum fyrirtækjum og verða vinningar gefnir út, Play hefur til að mynda lagt fram tvö flugmiða og Bleksmiðjan gefur gjafabréf. Þó svona viðburðir séu yfirleitt gerðir fyrir áhugafólk um tölvuleiki þá ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í ár. „Í fyrra þá var ég rosalega mikið með þetta miðað að tölvuleikjasamfélaginu en í ár þá langar okkur að gera þetta miklu stærra og flottara þannig við ætlum að hafa þetta svolítið fyrir alla og ég mun spila tölvuleiki miklu minna,“ segir Rósa en hún reiknar með að spila eitthvað tölvuleikinn Counterstrike. Getur ekki beðið eftir morgundeginum Aðspurð um hvort hún sé tilbúin andlega og líkamlega fyrir morgundaginn segir hún svo vera. „Ég verð að segja að það er alveg erfitt að vera vakandi í 24 tíma, það er ekkert létt og ég var næstum búin að sofna í fyrra, en það er svo mikið stuð í kringum þetta sem gerir þetta mun léttara,“ segir Rósa létt í bragði og bætir við að hún sé spennt fyrir morgundeginum. „Ég bara get ekki beðið, þetta er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Rósa Björk ræddi einnig við þáttastjórnendur Brennslunnar á FM957 í morgun. Hún stefnir á að gera þetta að árlegum viðburði, stærri og skemmtilegri með hverju árinu. Þá sér hún fyrir sér að halda áfram að styrkja Píeta samtökin, sem eigi sérstakan stað í hjarta hennar. „Mér finnst að ef ég ætla að gera eitthvað svona góðgerðarstreymi og styrkja eitthvað málefni sem mér þykir vænt um, þá verður það eiginlega bara að vera Píeta samtökin. Þau hafa gert svo rosalega mikið fyrir mig,“ segir Rósa. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Rafíþróttir Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira