Bróðir Messi þurfti að biðjast afsökunar á bullinu sínu um Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2023 09:30 Lionel Messi var örugglega ekki par sáttur með bullið í bróður sínum. AP/Jean-Francois Badias Matias Messi, bróðir Lionel Messi, gerði lítið úr afrekum Barcelona áður en bróðir hans mætti á svæðið en hefur nú þurft að biðjast afsökunar á öllu saman. Matias lét móðan mása á Twitch reikningi sonar síns þegar hann fékk spurningar um Lionel Messi og Barcelona. Messi's brother spoke about Barcelona before Messi pic.twitter.com/aOPz8o4OrP— ESPN FC (@ESPNFC) February 8, 2023 Hann lét meðal annars það út úr sér að enginn þekkti Barcelona áður en Messi kom þangað og að hann útilokaði það að Lionel Messi myndi einhvern tímann snúa aftur. Hann talaði líka um að bikarsafnið væri í raun Messi safn en ekki safn Barcelona. Ummælin um að Messi hafi komið Barcelona á kortið eru í besta falli kjánaleg. Lionel Messi lék sinn fyrsta leik með Barcelona árið 2004 en þá hafði félagið sextán sinnum unnið spænska titilinn og 24 sinnum unnið spænska bikarinn. Félagið hafði einnig unnið Evrópukeppni Meistaraliða einu sinni og Evrópukeppni bikarhafa fjórum sinnum. Með liðinu höfðu líka leikið margir af bestu leikmönnum heims á sínum tíma eins og Johan Cruyff, Diego Maradona, Romário, Ronaldo, Hristo Stoichkov, Rivaldo og Ronaldinho svo einhverjir séu nefndir. Matías Messi: "I want to apologize for what I said. I was only making jokes to my son and his friends. How could I think that about a club so big as Barcelona, with their history and everything they did for my family and Leo. For us, Catalonia is our second home. I'm sorry." pic.twitter.com/O29i05H7ah— Barça Universal (@BarcaUniversal) February 9, 2023 „Ég vil biðjast afsökunar á því sem ég sagði á samfélagsmiðlum. Ég var bara að grínast með syni mínum og vinum. Hvernig ætti ég að sagt svona hluti um frábært félag eins og Barcelona sem hefur gefið svo mikið til Leo og minnar fjölskyldu? Ég vil biðja alla afsökunar og sérstaklega alla stuðningsmenn Barcelona,“ skrifaði Matias Messi á Instagram síðu sína. Lionel Messi spilaði í tuttugu ár með Barcelona og vann 35 titla með félaginu eða fleiri en nokkur annar leikmaður í sögu félagsins. Hann vann spænsku deildina tíu sinnum, spænska bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Matias lét móðan mása á Twitch reikningi sonar síns þegar hann fékk spurningar um Lionel Messi og Barcelona. Messi's brother spoke about Barcelona before Messi pic.twitter.com/aOPz8o4OrP— ESPN FC (@ESPNFC) February 8, 2023 Hann lét meðal annars það út úr sér að enginn þekkti Barcelona áður en Messi kom þangað og að hann útilokaði það að Lionel Messi myndi einhvern tímann snúa aftur. Hann talaði líka um að bikarsafnið væri í raun Messi safn en ekki safn Barcelona. Ummælin um að Messi hafi komið Barcelona á kortið eru í besta falli kjánaleg. Lionel Messi lék sinn fyrsta leik með Barcelona árið 2004 en þá hafði félagið sextán sinnum unnið spænska titilinn og 24 sinnum unnið spænska bikarinn. Félagið hafði einnig unnið Evrópukeppni Meistaraliða einu sinni og Evrópukeppni bikarhafa fjórum sinnum. Með liðinu höfðu líka leikið margir af bestu leikmönnum heims á sínum tíma eins og Johan Cruyff, Diego Maradona, Romário, Ronaldo, Hristo Stoichkov, Rivaldo og Ronaldinho svo einhverjir séu nefndir. Matías Messi: "I want to apologize for what I said. I was only making jokes to my son and his friends. How could I think that about a club so big as Barcelona, with their history and everything they did for my family and Leo. For us, Catalonia is our second home. I'm sorry." pic.twitter.com/O29i05H7ah— Barça Universal (@BarcaUniversal) February 9, 2023 „Ég vil biðjast afsökunar á því sem ég sagði á samfélagsmiðlum. Ég var bara að grínast með syni mínum og vinum. Hvernig ætti ég að sagt svona hluti um frábært félag eins og Barcelona sem hefur gefið svo mikið til Leo og minnar fjölskyldu? Ég vil biðja alla afsökunar og sérstaklega alla stuðningsmenn Barcelona,“ skrifaði Matias Messi á Instagram síðu sína. Lionel Messi spilaði í tuttugu ár með Barcelona og vann 35 titla með félaginu eða fleiri en nokkur annar leikmaður í sögu félagsins. Hann vann spænsku deildina tíu sinnum, spænska bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum.
Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira