Risaskipti í NBA: Durant fer vestur til Phoenix Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2023 07:32 Kevin Durant vildi losna frá Brooklyn Nets og mun leika með Phoenix SUns. Getty Í annað sinn í vikunni hefur stórstjarna yfirgefið Brooklyn Nets því bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Kevin Durant sé genginn til liðs við Phoenix Suns. Á þriðjudaginn varð ljóst að Kyrie Irving færi frá Nets en hann gekk í raðir Dallas Mavericks. Og nú er stærsta stjarna Brooklyn, Durant, farinn til Phoenix samkvæmt helstu miðlum í Bandaríkjunum. Brooklyn fær stóran pakka í staðinn fyrir Durant en samkvæmt Shams Charania hjá The Athletic fara Mikal Bridges og Cam Johnson til Brooklyn auk þess sem félagið fær fjóra fyrstu umferðar valrétti og frekari uppbót tengda nýliðavali. Brooklyn fær einnig framherjann Jae Crowder en T.J. Warren fer til Phoenix. The Nets are trading Kevin Durant to the Phoenix Suns for a package including Mikal Bridges, Cam Johnson, four first-round picks and additional draft compensation, league sources tell @TheAthletic @Stadium. https://t.co/fJoFHv3i7M— Shams Charania (@ShamsCharania) February 9, 2023 Adrian Wojnarowski hjá ESPN segir að valréttirnir fjórir gildi 2023, 2025, 2027 og 2029, og að árið 2028 geti Phoenix skipt á valréttum. Hann segir jafnframt að Durant hafi ýtt á eftir félagaskiptunum og nýi eigandinn hjá Phoenix, Mat Ishbia, gengið í verkið. Durant, sem er 34 ára, hefur skorað að meðaltali 29,7 stig í 39 leikjum á þessari leiktíð. Samkvæmt Sports Illustrated á hann að fá 200 milljónir Bandaríkjadala á næstu fjórum leiktíðum, vegna samnings sem gildir út tímabilið 2025-26. Durant skilur við Brooklyn í 5. sæti austurdeildarinnar þrátt fyrir 116-112 tap gegn Phoenix í gær, og er liðið með 33 sigra en 22 töp. Durant kom til Brooklyn frá Golden State Warriors árið 2019 og er því mættur aftur í vesturdeildina, þar sem Phoenix er í 4. sæti. Westbrook til Utah og Russell til Lakers ESPN og The Athletic hafa einnig greint frá því að Russell Westbrook fari til Utah Jazz en að félagið fái D‘Angelo Russell frá Minnesota Timberwolves á nýjan leik, í félagaskiptafléttu sem inniheldur átta leikmenn og þrjú lið. Lakers fá Russell, Malik Beasley og Jarred Vanderbilt en Utah fær Westbrook, Juan Toscano-Anderson og Damian Jones auk fyrstu umferðar valrétt árið 2027 frá Lakers. Minnesota fær svo Mike Conley, Nickeil Alexander-Walker og þrjá 2. umferðar valrétti, árin 2024, 2025 og 2026. Irving, fyrrverandi liðsfélagi Durants, skoraði 24 stig og gaf fimm stoðsendingar í 110-104 sigri Dallas gegn LA Clippers í fyrsta leik sínum fyrir Dallas í nótt. Irving sá til þess að Dallas hafði betur þrátt fyrir fjarveru Luka Doncic sem missti af þriðja leiknum í röð vegna hælmeiðsla. NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Á þriðjudaginn varð ljóst að Kyrie Irving færi frá Nets en hann gekk í raðir Dallas Mavericks. Og nú er stærsta stjarna Brooklyn, Durant, farinn til Phoenix samkvæmt helstu miðlum í Bandaríkjunum. Brooklyn fær stóran pakka í staðinn fyrir Durant en samkvæmt Shams Charania hjá The Athletic fara Mikal Bridges og Cam Johnson til Brooklyn auk þess sem félagið fær fjóra fyrstu umferðar valrétti og frekari uppbót tengda nýliðavali. Brooklyn fær einnig framherjann Jae Crowder en T.J. Warren fer til Phoenix. The Nets are trading Kevin Durant to the Phoenix Suns for a package including Mikal Bridges, Cam Johnson, four first-round picks and additional draft compensation, league sources tell @TheAthletic @Stadium. https://t.co/fJoFHv3i7M— Shams Charania (@ShamsCharania) February 9, 2023 Adrian Wojnarowski hjá ESPN segir að valréttirnir fjórir gildi 2023, 2025, 2027 og 2029, og að árið 2028 geti Phoenix skipt á valréttum. Hann segir jafnframt að Durant hafi ýtt á eftir félagaskiptunum og nýi eigandinn hjá Phoenix, Mat Ishbia, gengið í verkið. Durant, sem er 34 ára, hefur skorað að meðaltali 29,7 stig í 39 leikjum á þessari leiktíð. Samkvæmt Sports Illustrated á hann að fá 200 milljónir Bandaríkjadala á næstu fjórum leiktíðum, vegna samnings sem gildir út tímabilið 2025-26. Durant skilur við Brooklyn í 5. sæti austurdeildarinnar þrátt fyrir 116-112 tap gegn Phoenix í gær, og er liðið með 33 sigra en 22 töp. Durant kom til Brooklyn frá Golden State Warriors árið 2019 og er því mættur aftur í vesturdeildina, þar sem Phoenix er í 4. sæti. Westbrook til Utah og Russell til Lakers ESPN og The Athletic hafa einnig greint frá því að Russell Westbrook fari til Utah Jazz en að félagið fái D‘Angelo Russell frá Minnesota Timberwolves á nýjan leik, í félagaskiptafléttu sem inniheldur átta leikmenn og þrjú lið. Lakers fá Russell, Malik Beasley og Jarred Vanderbilt en Utah fær Westbrook, Juan Toscano-Anderson og Damian Jones auk fyrstu umferðar valrétt árið 2027 frá Lakers. Minnesota fær svo Mike Conley, Nickeil Alexander-Walker og þrjá 2. umferðar valrétti, árin 2024, 2025 og 2026. Irving, fyrrverandi liðsfélagi Durants, skoraði 24 stig og gaf fimm stoðsendingar í 110-104 sigri Dallas gegn LA Clippers í fyrsta leik sínum fyrir Dallas í nótt. Irving sá til þess að Dallas hafði betur þrátt fyrir fjarveru Luka Doncic sem missti af þriðja leiknum í röð vegna hælmeiðsla.
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira