Nýtt Linsanity í uppsiglingu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2023 17:00 Cam Thomas hefur skorað samtals 134 stig í síðustu þremur leikjum Brooklyn Nets. getty/Al Bello Þótt augu flestra hafi verið á LeBron James var hann ekki sá eini sem sló met í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Það gerði Cam Thomas, leikmaður Brooklyn Nets, líka. Thomas skoraði 43 stig þegar Brooklyn laut í lægra haldi fyrir Phoenix Suns, 112-116. Hann varð þar með yngsti leikmaður í sögu NBA til að skora fjörutíu stig eða meira í þremur leikjum í röð. Gamla metið átti Allen Iverson en það hafði staðið frá vorinu 1997. 3 straight 40+ point games for Cam Thomas. The youngest to do it in NBA history 43 PTS, 5 REB, 3 ASTFor more, download the NBA app: https://t.co/WFdLNEjikq pic.twitter.com/8PzRKmWvTp— NBA (@NBA) February 8, 2023 Thomas, sem er 21 og 117 daga gamall, skoraði 44 stig gegn Washington Wizards á laugardaginn, svo 47 stig gegn Los Angeles Clippers í fyrradag og loks 43 stig gegn Phoenix í nótt. Cam Thomas in his last 3 games:44 PTS | 5 REB | 5 AST47 PTS | 4 REB | 3 AST43 PTS | 5 REB | 3 ASTHe's the youngest player in NBA history to score 40 points in 3 straight games pic.twitter.com/Hsi0NuytaY— Bleacher Report (@BleacherReport) February 8, 2023 Gárungarnir eru nú byrjaðir að tala um að nýtt Linsanity-ævintýri. Frægt var þegar Jeremy Lin spratt fram á sjónarsviðið eins og skrattinn úr sauðaleggnum með New York Knicks tímabilið 2011-12 og skoraði eins og óður maður. Fram að því kunnu fáir deili á Lin. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Brooklyn skipti Kyrie Irving til Dallas Mavericks á dögunum og Thomas virðist vera tilbúinn í að taka að sér stærra hlutverk í sókninni, allavega ef marka má síðustu þrjá leiki. Fyrir þá hafði Thomas aðeins einu sinni skorað meira en 21 stig í leik á tímabilinu. Skotnýtingin í leikjunum þremur er stórgóð, eða 56 prósent. Brooklyn valdi Thomas með 27. valrétti í nýliðavalinu 2021. Á síðasta tímabili skoraði hann 8,5 stig að meðaltali í 67 leikjum í NBA. Í vetur er hann með 9,5 stig að meðaltali í leik en sú tala á að öllum líkindum eftir að hækka verulega, allavega ef mark er takandi á frammistöðu kappans í síðustu þremur leikjum. NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Thomas skoraði 43 stig þegar Brooklyn laut í lægra haldi fyrir Phoenix Suns, 112-116. Hann varð þar með yngsti leikmaður í sögu NBA til að skora fjörutíu stig eða meira í þremur leikjum í röð. Gamla metið átti Allen Iverson en það hafði staðið frá vorinu 1997. 3 straight 40+ point games for Cam Thomas. The youngest to do it in NBA history 43 PTS, 5 REB, 3 ASTFor more, download the NBA app: https://t.co/WFdLNEjikq pic.twitter.com/8PzRKmWvTp— NBA (@NBA) February 8, 2023 Thomas, sem er 21 og 117 daga gamall, skoraði 44 stig gegn Washington Wizards á laugardaginn, svo 47 stig gegn Los Angeles Clippers í fyrradag og loks 43 stig gegn Phoenix í nótt. Cam Thomas in his last 3 games:44 PTS | 5 REB | 5 AST47 PTS | 4 REB | 3 AST43 PTS | 5 REB | 3 ASTHe's the youngest player in NBA history to score 40 points in 3 straight games pic.twitter.com/Hsi0NuytaY— Bleacher Report (@BleacherReport) February 8, 2023 Gárungarnir eru nú byrjaðir að tala um að nýtt Linsanity-ævintýri. Frægt var þegar Jeremy Lin spratt fram á sjónarsviðið eins og skrattinn úr sauðaleggnum með New York Knicks tímabilið 2011-12 og skoraði eins og óður maður. Fram að því kunnu fáir deili á Lin. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Brooklyn skipti Kyrie Irving til Dallas Mavericks á dögunum og Thomas virðist vera tilbúinn í að taka að sér stærra hlutverk í sókninni, allavega ef marka má síðustu þrjá leiki. Fyrir þá hafði Thomas aðeins einu sinni skorað meira en 21 stig í leik á tímabilinu. Skotnýtingin í leikjunum þremur er stórgóð, eða 56 prósent. Brooklyn valdi Thomas með 27. valrétti í nýliðavalinu 2021. Á síðasta tímabili skoraði hann 8,5 stig að meðaltali í 67 leikjum í NBA. Í vetur er hann með 9,5 stig að meðaltali í leik en sú tala á að öllum líkindum eftir að hækka verulega, allavega ef mark er takandi á frammistöðu kappans í síðustu þremur leikjum.
NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum