Lífið

Viola Davis bregst við EGOT heiðrinum: „Sex ára Viola öskrar“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Viola Davis með Grammy verðlaunin.
Viola Davis með Grammy verðlaunin. Getty/ Rich Polk

„Sex ára Viola öskrar. Hún er svo spennt yfir 47 ára konunni sem hún verður,“ segir Viola Davis í nýrri færslu á Instagram. Í nótt komst í sögubækurnar þegar hún vann Grammy verðlaun fyrir hljóðbók sína Finding me, sem er sjálfsævisaga hennar. 

Þar með hefur hún unnið öll stóru verðlaunin í skemmtanabransanum í Hollywood. Davis hafði nú þegar hlotið Emmy-, Tony- og Óskarsverðlaun.   EGOT-verðlauna­haf­ar eru þau sem fengið hafa öll stóru verðlaun­in í skemmt­ana­brans­an­um Banda­ríkj­un­um, það er, Emmy-, Grammy-, Tony- og Óskar­sverðlaun. 

Davis er sú átjánda til að hljóta þennan heiður. Hún hlaut Emmy verðlaun fyrir hlutverk sitt í þáttunum How To Get Away With Murder, Óskarsverðlaun fyrir Fences og Tonyverðlaun fyrir hlutverk sitt sem Rose Maxson í leikritinu Fences og fyrir hlutverk sitt í sýningunni  King Hedley II.

Leikkonan hefur alls verið tilnefnd yfir tvö hundruð sinnum á ferlinum. Hlaut hún einnig Óskarsverðlaunatilnefningar fyrir leik sinn í kvikmyndunum  The Help, Doubt og nú síðast Ma Rainey's Black Bottom.

Hún segist vera einstaklega þakklát. Í ræðu sinni á Grammy verðlaununum sagði leikkonan meðal annars: 

„Ég skrifaði þessa bók fyrir sex ára Violu.“

Ræðu leikkonunnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Beyoncé kom, sá og sigraði á Gram­my-verð­launahátíðinni

Tónlistarkonan Beyoncé komst í sögubækurnar í nótt þegar hún varð sá einstaklingur sem hefur hlotið flest Grammy-verðlaun. Beyoncé hlaut fjögur verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni og á nú hvorki meira né minna en 32 grammafóngripi.

Stjörnurnar hver annarri skærari á rauða dreglinum

Grammy verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles í nótt. Þetta var í 65. sinn sem verðlaunin voru veitt. Að venju var öllu tjaldað til og skinu stjörnurnar sínu skærasta á rauða dreglinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.