Á bak við tjöldin í Japan á tökustað Snertingar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 15:31 Glæný stilla af Agli Ólafssyni í hlutvereki sínu í kvikmyndinni Snerting. Myndin er tekin upp í Japan, London og á Íslandi. Baltasar Breki Samper Í Japan standa nú yfir tökur á Snertingu, nýjustu kvikmynd Baltasar Kormáks. Eins og fjallað hefur verið um fer leikarinn Egill Ólafsson með aðaðhlutverkið. Baltasar Breki Samper er með tökuliðinu í Japan og tók saman myndefni fyrir Vísi af lífinu á bakvið tjöldin á tökustað. Kvikmyndin er byggð á samnefndri bók eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, sem var mest selda bókin á Íslandi árið 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Baltasar og Ólafur Jóhann skrifuðu saman handritið. Glæný stilla úr kvikmyndinni Snerting. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið.Baltasar Breki Samper Ekki með endalaust úthald Eins og Vísir fjallaði um á síðasta ári keypti eitt stærsta kvikmyndadreifingarfyrirtæki heims réttinn að íslensku kvikmyndinni og er hún ein sú dýrasta sem gerð hefur verið hér á landi. Sögusviðið er Lundúnir, Ísland og Japan, þar sem tökulið, leikarar og aðrir aðstandendur myndarinnar eru stödd núna. Hér fyrir neðan má sjá mynband sem Baltasar Breki tók á tökustað. Baltasar Kormákur segir að tökurnar í Tókýó hafi verið áskorun. „Það var úti á götum og við erfiðar aðstæður,“ segir Baltasar Kormákur. „Þú færð ekki auðveldlega leyfi til að taka upp á götunum og sumt þurftum við að gera meira að segja í leyfisleysi.“ Hann segir líka að Egill hafi ekki endalaust úthald, svo miða þarf tökur út frá því. Eins og fjallað hefur verið um glímir hann við Parkinsons. „Þetta er búið að vera áhugavert en skemmtilegt.“ Í myndbandinu ræðir leikstjórinn einnig um það hversu áhrifamikið það var að taka upp í Hírósíma, tungumálaerfiðleikana á setti og stöðug skóskipti. Klippa: Frá tökustað á kvikmyndinni Snerting Myndadagbók Baltasars Breka frá Japan má sjá hér fyrir neðan. Baltasar Kormákur að störfum.Baltasar Breki Samper Baltasar og Egill. Baltasar Breki Samper Högni EgilssonBaltasar Breki Samper Ólafur Jóhann Ólafsson er í Japan.Baltasar Breki Samper Baltasar Breki Samper Fleiri myndir má sjá í albúminu hér fyrir neðan. Baltasar Breki SamperBaltasar Breki SamperBaltasar Breki SamperBaltasar Breki SamperBaltasar Breki SamperBaltasar Breki SamperBaltasar Breki SamperBaltasar Breki SamperBaltasar Breki Samper Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Baltasar Breki Samper er með tökuliðinu í Japan og tók saman myndefni fyrir Vísi af lífinu á bakvið tjöldin á tökustað. Kvikmyndin er byggð á samnefndri bók eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, sem var mest selda bókin á Íslandi árið 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Baltasar og Ólafur Jóhann skrifuðu saman handritið. Glæný stilla úr kvikmyndinni Snerting. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið.Baltasar Breki Samper Ekki með endalaust úthald Eins og Vísir fjallaði um á síðasta ári keypti eitt stærsta kvikmyndadreifingarfyrirtæki heims réttinn að íslensku kvikmyndinni og er hún ein sú dýrasta sem gerð hefur verið hér á landi. Sögusviðið er Lundúnir, Ísland og Japan, þar sem tökulið, leikarar og aðrir aðstandendur myndarinnar eru stödd núna. Hér fyrir neðan má sjá mynband sem Baltasar Breki tók á tökustað. Baltasar Kormákur segir að tökurnar í Tókýó hafi verið áskorun. „Það var úti á götum og við erfiðar aðstæður,“ segir Baltasar Kormákur. „Þú færð ekki auðveldlega leyfi til að taka upp á götunum og sumt þurftum við að gera meira að segja í leyfisleysi.“ Hann segir líka að Egill hafi ekki endalaust úthald, svo miða þarf tökur út frá því. Eins og fjallað hefur verið um glímir hann við Parkinsons. „Þetta er búið að vera áhugavert en skemmtilegt.“ Í myndbandinu ræðir leikstjórinn einnig um það hversu áhrifamikið það var að taka upp í Hírósíma, tungumálaerfiðleikana á setti og stöðug skóskipti. Klippa: Frá tökustað á kvikmyndinni Snerting Myndadagbók Baltasars Breka frá Japan má sjá hér fyrir neðan. Baltasar Kormákur að störfum.Baltasar Breki Samper Baltasar og Egill. Baltasar Breki Samper Högni EgilssonBaltasar Breki Samper Ólafur Jóhann Ólafsson er í Japan.Baltasar Breki Samper Baltasar Breki Samper Fleiri myndir má sjá í albúminu hér fyrir neðan. Baltasar Breki SamperBaltasar Breki SamperBaltasar Breki SamperBaltasar Breki SamperBaltasar Breki SamperBaltasar Breki SamperBaltasar Breki SamperBaltasar Breki SamperBaltasar Breki Samper
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira