Brasilíski miðjumaðurinn þarf nú að taka út þriggja leikja bann Hann fékk að líta beint rautt spjald eftir að dómari leiksins, Andre Marriner hafði verið sendur í VAR-skjáinn góða.
Á skjánum sást Casemiro taka um háls miðjumannsins Will Hughes, en allt var á suðupunkti á Old Trafford í gær eftir að Jeffrey Schlupp hrinti Antony út fyrir völlinn og í átt að auglýsingaskiltum.
Ten Hag viðurkennir að Casemiro hafi vissulega farið yfir strikið með viðbrögðum sínum, en segir að hann hafi ekki verið sá eini og að fleiri leikmenn hafi átt skilið að fá reisupassann.
Manchester United manager Erik ten Hag has complained about a lack of consistency from video assistant referees. #BBCFootball #ManUtd
— BBC Sport (@BBCSport) February 4, 2023
„Ég sá tvö lið slást,“ sagði Ten Hag eftir leikinn. „Ég sá tvö lið þar sem nokkrir leikmenn fóru yfir strikið og svo er einn tekinn út fyrir hópinn og sendur af velli. Fyrir mér er það ekki rétt.“
„Casemiro fór yfir strikið, en það voru margir leikmenn sem gerðu það. Þetta snýst um samræmi.“