Klopp: „Ég er orðlaus“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2023 20:15 Jürgen Klopp var niðurlútur eftir 3-0 tap sinna manna gegn Wolves í dag. Marc Atkins/Getty Images Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hálf dofinn eftir 3-0 tap liðsins gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sagðist vera orðlaus og bað stuðningsmenn liðsins afsökunar. „Það að fá á okkur mörk snemma er eitthvað sem við erum ekki óvanir, en það er hvernig við fengum þessi mörk á okkur sem er óásættanlegt,“ sagði Klopp að leik loknum, en Úlfarnir voru komnir í 2-0 forystu eftir aðeins tólf mínútna leik. „Ef þú horfir á leikinn sérðu að á augnablikum spiluðum við frábæran fótbolta án þess að skora. Við spiluðum góðan leik á útivelli án þess að ná að skora. Ég tel þriðja markið ekki með af því að það var í fyrsta skipti sem þeir komust yfir miðju í seinni hálfleik. Hin tvö mörkin hins vegar, þegar við komum inn í leikinn eftir alla þá hluti sem við sögðum um þennan leik í vikunni, þá er þessy byrjun hræðileg.“ „Þú ert ekki að gera sjálfum þér neinn greiða í þessum aðstæðum þegar þú ert að gefa boltann auðveldlega frá þér. Við vorum passívir í fyrstu tveimur mörkunum. Við vildum vera þéttir og aggressívir, en vorum þéttir og passívir. Ég get ekki útskýrt af hverju það gerist.“ „Það vantar leiðtoga varnarlega, en það útskyrir ekki þessa frammistöðu. Ég held að á þessu augnabliki hefðum við getað gert betur og áttum að gera betur. Við verðum að gera betur á þessum augnablikum þannig við lendum ekki í því að þurfa að elta. Við kláruðum okkar hlutverk ekki nógu vel, við klikkuðum á seinustu sendingunni, og þó við höfum spilað mjög vel á köflum þá vorum við búnir að koma okkur í slæma stöðu með því að fá á okkur þessi tvö mörk.“ „Þetta er eitthvað sem við verðum að breyta. Það er klárt, hundrað prósent. Ég er orðlaus yfir þessu. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði niðurlútur Klopp að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Allt í skrúfunni hjá Liverpool sem beið afhroð gegn Úlfunum Wolves valtaði yfir Liverpool á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikmenn Liverpool virtust heillum horfnir á löngum stundum og sigur Wolves afar sannfærandi. 4. febrúar 2023 16:58 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira
„Það að fá á okkur mörk snemma er eitthvað sem við erum ekki óvanir, en það er hvernig við fengum þessi mörk á okkur sem er óásættanlegt,“ sagði Klopp að leik loknum, en Úlfarnir voru komnir í 2-0 forystu eftir aðeins tólf mínútna leik. „Ef þú horfir á leikinn sérðu að á augnablikum spiluðum við frábæran fótbolta án þess að skora. Við spiluðum góðan leik á útivelli án þess að ná að skora. Ég tel þriðja markið ekki með af því að það var í fyrsta skipti sem þeir komust yfir miðju í seinni hálfleik. Hin tvö mörkin hins vegar, þegar við komum inn í leikinn eftir alla þá hluti sem við sögðum um þennan leik í vikunni, þá er þessy byrjun hræðileg.“ „Þú ert ekki að gera sjálfum þér neinn greiða í þessum aðstæðum þegar þú ert að gefa boltann auðveldlega frá þér. Við vorum passívir í fyrstu tveimur mörkunum. Við vildum vera þéttir og aggressívir, en vorum þéttir og passívir. Ég get ekki útskýrt af hverju það gerist.“ „Það vantar leiðtoga varnarlega, en það útskyrir ekki þessa frammistöðu. Ég held að á þessu augnabliki hefðum við getað gert betur og áttum að gera betur. Við verðum að gera betur á þessum augnablikum þannig við lendum ekki í því að þurfa að elta. Við kláruðum okkar hlutverk ekki nógu vel, við klikkuðum á seinustu sendingunni, og þó við höfum spilað mjög vel á köflum þá vorum við búnir að koma okkur í slæma stöðu með því að fá á okkur þessi tvö mörk.“ „Þetta er eitthvað sem við verðum að breyta. Það er klárt, hundrað prósent. Ég er orðlaus yfir þessu. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði niðurlútur Klopp að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Allt í skrúfunni hjá Liverpool sem beið afhroð gegn Úlfunum Wolves valtaði yfir Liverpool á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikmenn Liverpool virtust heillum horfnir á löngum stundum og sigur Wolves afar sannfærandi. 4. febrúar 2023 16:58 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira
Allt í skrúfunni hjá Liverpool sem beið afhroð gegn Úlfunum Wolves valtaði yfir Liverpool á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikmenn Liverpool virtust heillum horfnir á löngum stundum og sigur Wolves afar sannfærandi. 4. febrúar 2023 16:58