Casemiro sá rautt í sigri United Smári Jökull Jónsson skrifar 4. febrúar 2023 17:10 Casemiro gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið í leiknum í dag. Vísir/Getty Manchester United vann góðan 2-1 sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. Casemiro fékk rautt spjald í síðari hálfleik og er á leiðinni í leikbann. Leikurinn byrjaði vel fyrir United. Þeir komust í 1-0 strax á 7.mínútu þegar Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir brot Will Hughes í teignum. Hárréttur dómur hjá Andre Marriner dómara sem átti þó eftir að koma meira við sögu í leiknum. Það sauð upp úr í leiknum í dag. Á myndinni sést þegar Casemiro setur hendur um háls Will Hughes.Vísir/Getty Staðan í hálfleik var 1-0 en á 62.mínútu kom Marcus Rashford United í 2-0 með marki eftir sendingu Luke Shaw. Átta mínútum síðar urðu síðan læti úti við hliðarlínu eftir að brotið var á Antony leikmanni Manchester United. Í hamaganginum tók Casemiro einn leikmann Crystal Palace hálstaki og eftir að Marriner kíkti í skjáinn sýndi hann Casemiro rauða spjaldið. Crystal Palace fékk byr undir báða vængi við þetta og á 78.mínútu minnkaði Jeffrey Schlupp muninn í 2-1 og spennandi lokamínútur framundan. Gestunum tókst hins vegar ekki að jafna metin þrátt fyrir nokkra pressu. United fagnaði sanngjörnum 2-1 sigri og er í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar með 42 stig, átta stigum á eftir toppliði Arsenal sem hefur leikið einum leik minna. Enski boltinn
Manchester United vann góðan 2-1 sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. Casemiro fékk rautt spjald í síðari hálfleik og er á leiðinni í leikbann. Leikurinn byrjaði vel fyrir United. Þeir komust í 1-0 strax á 7.mínútu þegar Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir brot Will Hughes í teignum. Hárréttur dómur hjá Andre Marriner dómara sem átti þó eftir að koma meira við sögu í leiknum. Það sauð upp úr í leiknum í dag. Á myndinni sést þegar Casemiro setur hendur um háls Will Hughes.Vísir/Getty Staðan í hálfleik var 1-0 en á 62.mínútu kom Marcus Rashford United í 2-0 með marki eftir sendingu Luke Shaw. Átta mínútum síðar urðu síðan læti úti við hliðarlínu eftir að brotið var á Antony leikmanni Manchester United. Í hamaganginum tók Casemiro einn leikmann Crystal Palace hálstaki og eftir að Marriner kíkti í skjáinn sýndi hann Casemiro rauða spjaldið. Crystal Palace fékk byr undir báða vængi við þetta og á 78.mínútu minnkaði Jeffrey Schlupp muninn í 2-1 og spennandi lokamínútur framundan. Gestunum tókst hins vegar ekki að jafna metin þrátt fyrir nokkra pressu. United fagnaði sanngjörnum 2-1 sigri og er í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar með 42 stig, átta stigum á eftir toppliði Arsenal sem hefur leikið einum leik minna.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti