Everton lagði topplið Arsenal í fyrsta leik Dyche 4. febrúar 2023 14:29 James Tarkowski fagnar hér sigurmarki sínu gegn Arsenal í dag. Vísir/Getty Everton gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á toppliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti leikur Everton undir stjórn knattspyrnustjórans Sean Dyche. Það hefur ekki gengið vel hjá Everton á leiktíðinni hingað til. Fyrir leikinn gegn Arsenal í dag hafði liðið ekki unnið sigur í síðustu tíu leikjum. Frank Lampard var sagt upp störfum á dögunum og Sean Dyche, fyrrum stjóri Burnley, tók við stjórnartaumunum. Everton var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og skapaði sér nokkur færi sem tókst þó ekki að nýta. Það var augljóst að leikmenn ætluðu að sýna sig fyrir nýjum þjálfara og baráttan til fyrirmyndar. Í síðari hálfleik virtist Arsenal ætla að ná betri tök á leiknum. Gabriel Martinelli skaut yfir úr ágætu færi en á 59.mínútu komust heimamenn yfir þegar James Tarkowski skoraði með skalla. Fyrsta mark Tarkowski fyrir Everton en hann lék lengi vel undir stjórn Sean Dyche hjá Burnley. Dyche var líflegur á hliðarlínunni í dag.Vísir/Getty Það sem eftir lifði leiks setti Arsenal pressu á heimaliðið. Leandro Trossard fékk ágætt færi en skaut framhjá þegar fimm mínútur voru eftir en toppliðið var í vandræðum með að skapa alvöru færi. Everton vann að lokum ofboðslega mikilvægan 1-0 sigur og stuðningsmenn liðsins á Goodison Park fögnuðu gríðarlega. Manchester City leikur á morgun gegn Tottenham og getur þá minnkað forskot Arsenal á toppnum niður í tvö stig. Enski boltinn
Everton gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á toppliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti leikur Everton undir stjórn knattspyrnustjórans Sean Dyche. Það hefur ekki gengið vel hjá Everton á leiktíðinni hingað til. Fyrir leikinn gegn Arsenal í dag hafði liðið ekki unnið sigur í síðustu tíu leikjum. Frank Lampard var sagt upp störfum á dögunum og Sean Dyche, fyrrum stjóri Burnley, tók við stjórnartaumunum. Everton var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og skapaði sér nokkur færi sem tókst þó ekki að nýta. Það var augljóst að leikmenn ætluðu að sýna sig fyrir nýjum þjálfara og baráttan til fyrirmyndar. Í síðari hálfleik virtist Arsenal ætla að ná betri tök á leiknum. Gabriel Martinelli skaut yfir úr ágætu færi en á 59.mínútu komust heimamenn yfir þegar James Tarkowski skoraði með skalla. Fyrsta mark Tarkowski fyrir Everton en hann lék lengi vel undir stjórn Sean Dyche hjá Burnley. Dyche var líflegur á hliðarlínunni í dag.Vísir/Getty Það sem eftir lifði leiks setti Arsenal pressu á heimaliðið. Leandro Trossard fékk ágætt færi en skaut framhjá þegar fimm mínútur voru eftir en toppliðið var í vandræðum með að skapa alvöru færi. Everton vann að lokum ofboðslega mikilvægan 1-0 sigur og stuðningsmenn liðsins á Goodison Park fögnuðu gríðarlega. Manchester City leikur á morgun gegn Tottenham og getur þá minnkað forskot Arsenal á toppnum niður í tvö stig.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti